Forvarna- og frístundanefnd

41. fundur 12. september 2016 kl. 12:00 - 12:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Rakel Másdóttir aðalfulltrúi
  • Þóra Elfa Björnsson varafulltrúi
  • Stefán Ólafsson varafulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Sigursteinn Óskarsson aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Anna Birna Snæbjörnsdóttir Sviðsstjóri menntasviðs
Dagskrá

1.1512052 - Velferðarsvið. Niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent. Tillögur um breytingar

Umræða og umsögn um niðurstöður stjórnsýsluúttektar Capacent. Tillögur um breytingar.
Forvarna- og frístundanefnd leggur áherslu á að við skipulag á rekstri félagsmiðstöðva eldri borgara verði tryggð fagmennska í frítímaþjónustu og frístundastarfi. Eins skuli tryggja jákvæð samskipti og samvinnu starfsmanna félagsmiðstöðva eldri borgara og forsvarsmanna eldri borgara.

Félagsmiðstöðvar eldri borgara í Kópavogi bjóða upp á fjölbreytt og metnaðarfullt frístundastarf. Áhersla er lögð á þátttöku eldri borgara í þeim frístundum sem standa til boða auk þess sem hvatt er til þeirra frumkvæðis við frístundastarf.

Markmiðið er að fyrirbyggja félagslega einangrun eldri borgara og þannig hefur starfið mikið forvarnagildi. Mikilvægt er að starfsmenn félagsmiðstöðvanna hafi menntun og reynslu í frístundafræðum. Samskipti og samvinna milli eldri borgara og stjórnenda og starfsmanna félagsmiðstöðva er lykillinn að gæðum og nýtingu þeirrar þjónustu sem boðið er upp á í félagsmiðstöðvunum.
Önnur mál

Fundi slitið - kl. 12:30.