Forvarna- og frístundanefnd

33. fundur 04. nóvember 2015 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Rakel Másdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurður Ingi Hauksson aðalfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Páll Marís Pálsson aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Arna Margrét Erlingsdóttir
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1412128 - Lýðheilsustefna í Kópavogi

Sigríður Kristín Hrafnkelsdóttir verkefnisstjóri kynnir verkefnið Heilsueflandi samfélag og gerð lýðsheilsustefnu fyrir Kópavogsbæ.
Sigríður Kr. Hrafnkelsdóttir skýrði frá gagnaöflun um stöðu lýðheilsumála í bænum. Slík gagnaöflun hefur meðal annars farið fram á íbúafundum. Fundurinn hefði mátt vera fjölmennari en kynning var markviss og víðtæk. Í kjölfar gagnaöflunar verður skrifuð skýrsla og sett fram aðgerðaráætlun sem byggir á efni skýrslunnar. Forvarna-og frístundanefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið.

2.1503536 - Frístundadeild-Sumar 2015

Lögð fram gögn um greiningu á sumarnámskeiðum.Verkefnastjóri íþróttadeildar og verkefnastjóri tómstundadeildar mæta á fundinn.
Lögð fram greining á sumarnámskeiðum hvað varðar framboð á námskeiðum yfir sumartímann. Frekari greiningu frestað til næsta fundar. Forvarna- og frístundanefnd felur starfsmönnum að skoða þátttöku á sumarnámskeiðum sérstaklega í byrjun júní og seinni partinn í ágúst.

3.1509226 - Frístundadeild-Félagsmiðstöðvar barna- og unglinga.

Forstöðmaður félagsmiðstöðvarinnar Pegasus mætir á fundinn til að ræða virkni barna- og unglinga í nýbúadeild og einhverfudeild við Álfhólsskóla í starfi félagsmiðstöðvarinnar.
Snorri Páll Þórðarson forstöðumaður Pegasus mætti á fundinn og skýrði frá þátttöku unglinga í félagsmiðstöðvastarfi Pegasus. Í nýbúadeild við Álfhólsskóla eru rúmlega 40 unglingar og í deild fyrir einhverfa eru fimm. Rúmlega helmingur unglinga í báðum deildum sækja félagsmiðstöðina sem er ánægjulegt. Starfsmenn Pegasus eru í góðu samstarfi við skólann um ýmis verkefni. Forvarna- og frístundanefnd þakkar fyrir góða kynningu.

4.1412346 - Frístundadeild-Hrafninn frístundablúbbur

Forstöðumaður Hrafnsins mætir á fundinn og gerir grein fyrir sumar- og vetrarstarfi frístundaklúbbsins.
Frestað til næsta fundar.

5.1306626 - Gengið gegn einelti

Verkefnastjóri viðburðarins mætir á fundinn og segir frá skipulagi og framkvæmd verkefnisins. Verkefnið er samvinnuverkefni félagsmiðstöðvar, grunn- og leiksskóla.
Deildarstjóri frístundadeildar greindi frá verkefninu "Gengið gegn einelti" og lagði fram dagskrána. Gangan verður föstudaginn 6. nóvember og fer fram í öllum hverfum bæjarins. Metnaðarfull og skemmtilegt verkefni sem er haldið í þriðja sinn í Kópavogi.
Verkefnastjóri tómstundamála sagði frá félagsmiðstöðvadeginum sem er í dag, þann 4. nóvember

Fundi slitið.