Forvarna- og frístundanefnd

14. fundur 13. febrúar 2013 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri
  • Helga Margrét Reinhardsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri Frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1301629 - Beiðni um styrk vegna forvarnarstarfs

Beiðni um forvarnastyrk frá SAMAN-hópnum.
Frístunda- og forvarnanefnd samþykkir styrk að upphæð kr. 100.000. Nefndin vekur athygli á að allar fundargerðir hópsins og ýmsar forvarnaupplýsingar má finna á heimasíðu hópsins, www.saman.hopurinn.is.

2.811346 - Forvarnastefna Kópavogs

Endurskoðun á forvarnastefnu Kópavogs - vinnufundur.

Unnið að endurskoðun á forvarnastefnu Kópavogs og að drögum að reglum um úthlutun á forvarnastyrkjum. Ákveðið að vinna að málinu á vormisseri.

3.1204091 - Fagráð eineltismála

Deildarstjóri grunnskóladeildar mætir á fundinn og svara fyrirspurn frá fundi Forvarnar- og frístundanefndar frá 29.nóvember 2012 um eineltisáætlanir í grunnskólum Kópavogs.

Ragnheiður Hermansdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar lagði fram minnisblað vegna fyrirspurnar um fagráð í eineltismálum og eineltismál í grunnskólum.  Forvarna- og frístundanefnd þakkar fyrir greinargóð svör.

Næsti fundur nefndarinnar veður 11. mars kl. 16.00.

Fundi slitið - kl. 19:00.