Forvarna- og frístundanefnd

1. fundur 01. apríl 2011 kl. 08:00 - 09:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri - Starfsmaður nefndar
Dagskrá
Formaður bauð nefndarmenn velkomna á fund nýrrar nefndar og kynnti fundarmenn.

1.1101724 - Nýtt skipurit - kynning á forvarna- og frístundadeild

Sviðsstjóri menntasviðs kynnti nýtt skipurit og starfsemi sviðsins.  Deildarstjóri forvarna- og frístundadeildar kynnti þá starfsemi sem heyrir undir deildina. Starfsemin er tvíþætt annars vegar forvarnamál í sinni víðustu merkingu og hins vegar frístundamál.

2.1101840 - Beiðni um fjárstuðning sveitarfélagsins við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2011

Erindi frestað á fundi forvarnanefndar 28.01.2011

Samþykkt að styrkja SAMAN-hópinn um kr. 80.000.

3.11011038 - Bjargir- lífsýn. Erindi til Forvarnarnefndar vegna endurnýjunar á samningi.

Erindi frestað frá fundi forvarnanefndar 28.01.2011

Erindi frestað vegna ónægra gagna og deildarstjóra falið að afla frekari upplýsinga fyrir næsta fund.

4.1101930 - Æskulýðsrannsóknirnar Ungt fólk 2011-2016

Deildarstjóra falið að svara ráðuneytinu á forsendum samnings sem Kópavogsbær hefur gert við Rannsókn og Greiningu um rannsóknirnar Ungt fólk.  Samningurinn gildir frá 2010-2014.

Fundi slitið - kl. 09:00.