Forvarna- og frístundanefnd

19. fundur 29. október 2013 kl. 11:30 - 13:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Jón Kristinn Snæhólm aðalfulltrúi
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengard Deildarstjóri
Dagskrá

1.1302256 - Beiðni um styrk til útgáfu Forvarnabókarinnar

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir 350.000 kr. í styrk til útgáfu Forvarnahandbókarinnar. Mikilvægt er að bókin sé aðgengileg fyrir þá aðila sem koma að málefnum barna og unglinga í Kópavogi.

2.1309317 - Styrkbeiðni vegna Ástráðs, forvarnastarfs læknanema

Erindinu frestað til næsta fundar þar sem ekki náðist í forsvarsmenn Ástráðs.

3.1310452 - Forvarnasjóður Kópavogs 2013

Lagðar fram úthlutunarreglur Forvarnasjóðs Kópavogs

Lögð fram lokadrög að úthlutunarreglum fyrir Forvarnasjóð Kópavogs.  Forvarna- og frístundanefnd samþykkir reglurnar og felur starfsmanni að vinna áfram að umsóknarferli.  Stefnt að auglýsingu frá sjóðnum í upphafi árs 2014.

4.1310284 - World Class - Umsókn um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogs v/ unglingahreysti

Forvarna- og frístundanefnd samþykkir umsókn Lauga um aðild að Frístundastyrk Kópavogsbæjar vegna námskeiða í unglingahreysti, með fyrirvara um samþykki íþróttaráðs.

5.1310464 - Ungmennaráð Kópavogs

Lagt fram til kynningar drög að erindisbréfi fyrir Ungmennaráð Kópavogs

Forvarna- og frístundanefnd fagnar þeirri vinnu sem farið hefur fram og leggur áherslu á að stofnað verði Ungmennaráð Kópavogs.

Fundi slitið - kl. 13:00.