Forvarna- og frístundanefnd frestar erindinu til næsta fundar.
13.1504403 - Forvarnasjóður 2015-Átak gegn heimilisofbeldi.
Frestað frá síðasta fundi.
Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni en hvetur bæjarstjórn Kópavogs til að beita sér fyrir fjármögnun verkefnisins.
14.1004381 - Rannsóknir og greining - ýmis gögn.
Frestað frá síðasta fundi. Lögð fram drög að samningi um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Kópavogi
Forvarna- og frístundanefnd leggur til að gengið verði til samninga við Rannsókn og Greiningu til tveggja ára með sjálfvirkri framlengingu til tveggja ára ef uppsagnarákvæði eru ekki nýtt. Starfsmanni falið að ganga frá samningi með slíkum ákvæðum.
15.1504615 - Umsókn um frístundastyrk 2015 frá ADHD samtökunum v/GPS námskeiða.
Lögð fram umsókn um aðild að frístundastyrk Kópavogs frá ADHD samtökunum vegna GPS sjálfsstyrkinganámskeiða.
Með tilvísun til reglna um frístundastyrki samþykkir forvarna- og frístundanefnd aðild ADHD samtakanna vegna GSP sjálfsstyrkinganámskeiða.