Forvarna- og frístundanefnd

5. fundur 11. nóvember 2011 kl. 10:30 - 12:30 í fundarsal Fannborg 2, 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson formaður
  • Karen Júlía Júlíusdóttir aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs
  • Brynjar Örn Gunnarsson varafulltrúi
  • Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1105554 - Hagir og líðan ungs fólks í Kópavogi

Jón Sigfússon frá Rannsókn og Greiningur kynnir stöðu og þróun vímuefnaneyslu ungs fólks í Kópavogi.
Helena Magnúsdóttir forvarnafulltrúi Menntaskólans í Kópavogi kynnir forvarnaáætlun skólans.

Jón greindi frá þróun vímuefnaneyslu s.l. 3 ár.  Forvarnastarf fyrir 13-15 ára börn (8.-10. bekkur)  er að skila sér í jákvæðum niðurstöðum rannsókna.  Vimuefnaneysla eykst þegar kemur í framhaldskólann. 

Helena kynnti forvarnaáætlun MK frá hausti 2011. Hún felst í auknu utanumhaldi á nýnemum, skóladansleikjum, námsefni í lífsleikni, og samstarf við foreldra m.a með kynningu á nýnemafundi og tengingu við foreldrafélagið.  MK er einnig kominn í verkefnið, Heilsueflandi skóli á vegum Landlæknisembættisins. Gott samstarf er á milli bæjarins og menntaskólans um forvarnamál. Að sögn Jóns er það einsdæmi á landsvísu að svo virkt samstarf sé á milli fulltrúa sveitarfélagsins og framhaldsskólans.

Forvarna- og frístundanefnd lýsir yfir ánægju sinni yfir þeirri faglegu forvarnavinnu sem MK hefur sett í gang.

Forvarna- og frístundanefnd felur deildarstjóra að skipuleggja í hverju grunnskólahverfi kynningarfundi á stöðu og þróun vímuefnaneyslu.

2.1106246 - Erindisbréf nefnda - menntasvið

Lagt fram til kynningar erindisbréf forvarna- og frístundanefndar.

Frestað til næsta fundar.

3.1104175 - Tillaga um sameiginlega stefnu/áætlun til að sporna við einelti innan stofnana bæjarins

Lagt fram til kynningar bæklingur frá verkefnahópi.

Verkefnastjóri á frístunda- og forvarnadeild greindi frá vinnu verkefnahóps.  Nefndin bendir á að leiðir til tilkynningar á einelti mættu vera einfaldari. Mikilvægt er að tiltekin sé skýrari leið til að hafa samband vegna eineltismála. Til dæmis með því að skilgreina einn tiltekinn starfsmann bæjarins sem hefði umsjón með netfangi þar sem hægt væri að senda tilkynningar og athugasemdir.

4.1111208 - Málefni félagsmiðstöðva unglinga 2011

Lögð fram til kynningar skýrsla um sumarnámnskeið 2011.
Lögð fram til kynningar starfsskýrsla vetrarstarfs félagsmiðstöðva 2010-2011.

Frestað til næsta fundar.

5.1105583 - Starfsreglur fyrir úthlutun styrkja úr forvarnasjóði.

Rætt um starfsreglur ýmissa forvarnasjóða.

Frestað til næsta fundar.

6.1109270 - Tillaga um að kannaður verði kostnaður við rekstur tómstundavagns.

Jón Júlíusson deildarstjóri íþróttadeildar kynnir niðurstöðu þeirrar vinnu sem þegar hefur farið fram vegna tómstundavagns.

Jón greindi frá breytingu sem þegar hefur verið gerð á leiðakerfi Strætó bs. innan Kópavogs til að mæta flutningsþörf á milli mannivrkja þar sem fer fram skipulagt tómstunda- og íþróttastarf. 

Forvarna- og frístundanefnd felur starfsmönnum menntasviðs að vinna áfram að tillögu og kostnaðaráætlun um annars vegar breytingu á núverandi leiðarkerfi Strætó bs. innan Kópavogs og hins vegar sérstökum frístundavagni í Kópavogi.

7.1110003 - Æskulýðsrannsóknin Ungt fólk 2011.

Lögð fram niðurstaða úr rannsókninni Ungt fólk 2011-Menntun, menning, íþróttir, tómstundir, hagir og líðan nemenda í 5.,6. og 7. bekk.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:30.