Forvarna- og frístundanefnd

24. fundur 22. október 2014 kl. 16:30 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalfulltrúi
  • Rakel Másdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig Jónsdóttir aðalfulltrúi
  • Margrét S Sigbjörnsdóttir aðalfulltrúi
  • Þóra Elfa Björnsson varafulltrúi
  • Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri frístundadeildar
Dagskrá
Þóra Elfa Björnsson sat fundinn sem varamaður fyrir Sigurð I. Hauksson.

1.1410269 - Íþróttadeild-Frístundadeild.Sirkus Íslands sækir um frístundastyrk.

Umsókn frá Sirkus Íslands um aðild að frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir umsókn Sirkus Íslands um aðild að frístundstyrkjum Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykki íþróttaráðs.

2.1410019 - íþróttadeild,frístundadeild-Sparta sækir um frístundastyrk

Umsókn frá Spörtu heilsurækt um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir umsókn Spörtu heilsurækt um aðild að frístundstyrkjum Kópavogsbæjar með fyrirvara um samþykki íþróttaráðs.

3.1409194 - Plié listdansskóli-sótt um aðild að frístundastyrk

Umsókn frá Plié listdansskóla um aðild að Frístundastyrkjum Kópavogsbæjar.
Forvarna- og frístundanefnd samþykkir umsókn Plié listdansskóla um aðild að frístundstyrkjum Kópavogsbæjar.

4.1409237 - Ungt fólk 2013 - framhaldsskólar. Æskulýðsrannsókn

Lagt fram bréf frá Mennta- og menningarmálaráðuneyti um fyrirliggjandi niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni "Ungt fólk 2013 framhaldsskólar, menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun og heilusvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi".
Forvarna- og frístundanefnd minnir á kynningarfund Rannsóknar og Greiningar þann 30. október n.k. kl. 15.30 í Kópavogsskóla á niðurstöðum rannsóknarinnar: "Ungt fólk grunnskólar 2014. Hagir og líðan ungs fólks í Kópavogi". Könnunin var tekin á meðal 8.,9. og 10. bekkjar vorið 2014 en einnig verða tengdar við rannsóknarniðurstöður frá framhaldsskólum.

5.1306626 - Gengið gegn einelti. Tillaga frá Ármanni Kr. Ólafssyni.

Kynning á verkefninu "Gengið gegn einelti" sem kemur til framkvæmdar þann 7. nóvember. Samvinnuverkefni leikskóla, grunnskóla og félagsmiðstöðva.
Kynnt verkefnið gengið gegn einelti. Forstöðumaður félagmiðstöðvarinnar Jemen er verkefnastjóri en auk hennar eiga sæti í nefndinni deildarstjóri grunnskóla og deildarstjóri leiksskóla. Verkefnið er samvinnuverkefni grunnskóla, leiksskóla og félagsmiðstöðva í hverju skólahverfi Kópavogsbæjar. Nefndin fagnar þessu verkefni, áhugavert og jákvætt framtak.

6.14011331 - Sumarnámskeið frístundadeildar 2014

Lagðar fram skýrslur frá sumarnámskeiðum sumarið 2014.
Lögð fram skýrsla frá sumarnámskeiðum fyrir árið 2014 og skýrsla frá vinnu- og tómstundatilboðinu í Tröð fyrir 16 ára og eldri. Umræða og fyrirspurnir um námskeiðin sem og önnur námskeið fyrir börn og unglinga í Kópavogi.

7.1405265 - Málefni félagsmiðstöðva 2014

Lögð fram skýrsla frá félagsmiðstövðum barna og unglinga starfsárið 2013-2014.
Lögð fram skýrsla frá vetrarstarfi félagsmiðstöðva 2013-2014. Umræða og fyrirspurnir um starfsemi félagsmiðstöðva og atvinnu- og tómstundaúrræðis í Tröð.
Að loknum fundi var haldið í vettvangsferð í félagsmiðstöðvarnar Ekkó og Kúluna.

Fundi slitið.