Forvarna- og frístundanefnd

8. fundur 29. mars 2012 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundinn sátu:
  • Héðinn Sveinbjörnsson aðalfulltrúi
  • Bragi Michaelsson aðalfulltrúi
  • Una María Óskarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigmar Þormar aðalfulltrúi
  • Stefán Ólafsson varafulltrúi
  • Guðbjörg Linda Udengard deildarstjóri frístunda- og forvarnardeildar
  • Arna Margrét Erlingsdóttir verkefnastjóri
  • Andri Þór Lefever starfsmaður fræðslusviðs
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1203345 - Sumardagurinn fyrsti 2012

Kynning á dagskrá frá Skátafélaginu Kópum.

Lögð fram tillaga að dagskrá Sumardagsins fyrsta í Fífunni frá Skátafélaginu Kópum. Forvarna- og frístundanefnd hvetur bæjarbúar til að fagna sumri og taka þátt í hátíðarhöldunum.

2.1203274 - Sumarnámskeið 2012

Kynning á sumarnámskeiðum í Kópavogi 2012.

Heimasíða fyrir sumarnámskeið 2012 kynnt, Samþykkt að senda út póstkort á öll póstföng þar sem heimasíðan er kynnt, netfang fyrir fyrirspurnir og aðrar upplýsingar er varða sumarnámskeiðin.

3.1203247 - Frístundatilboð fatlaðra 2012

Tillaga um skipulag frístundamála í Kópavogi fyrir 6-20 ára börn, unglinga og ungmenni með fötlun.

Yfirlit yfir frístunda- og vinnutilboð fyrir einstaklinga með sérþarfir (6-20 ára) kynnt og samþykkt.

4.1201233 - Skólahreysti 2012. Umsókn um styrk

Forvarna- og frístundanefndin samþykkir styrk kr. 175.000 til Skólahreysti.

5.1201180 - Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf

Beiðni um forvarnastyrk frá SAMANhópnum.

Forvarna- og frístundanefndin samþykkir styrk kr. 100.000 til SAMAN-hópsins.

6.1203273 - Styrkbeiðni vegna þátttöku í Íslandsmeistaramóti í Boccia

Frá Boccíahóp Gjábakka.

Forvarna- og frístundanefndin samþykkir styrk kr. 20.000 til Bocciahóps Gjábakka.

7.1203266 - Húsnæði fyrir AA

Lagt fram til kynningar.

 

8.1203028 - Málefni Molans 2012

Vettvangsheimsókn - Kynning á starfsemi Molans

Fundi slitið - kl. 19:00.