Forvarna- og frístundanefnd

4. fundur 23. ágúst 2011 kl. 17:00 - 19:00 í Fannborg 2, 2. hæð, litla sal
Fundargerð ritaði: Linda Udengaard Deildarstjóri frístunda- og forvarnadeildar
Dagskrá

1.1108160 - Hamraborgarhátíð 2011


Tillaga lögð fram í bæjarráði 11.08.2011. Vísað til forvarnar- og frístundanefndar til nánari útfærslu.
Verkefnastjóri Hamraborgarhátíðar mætir á fundinn.

Verkefnastjóri Hamraborgarhátíðarinnar, Andri Lefever kynnti hugmyndir af framkvæmd og dagskrá. Forvarna- og frístundanefnd þakkar fyrir kynninguna og felur verkefnastjóra að vinna áfram að skipulagningu hátíðarinnar.

2.1106476 - Landsmót skáta 2012. Ósk um ábendingar, upplýsingar og annan stuðning

Lagt fram í bæjarráði 30.06.2011 bréf frá Hrólfi Jónssyni, landsmótsstjóra skáta árið 2012, ódags. með ósk um stuðning við undirbúning og umgjörð mótsins, sem haldið verður að Úlfljótsvatni. Vísað til forvarna- og frístundanefndar.

Forvarna- og frístundanefnd fagnar fyrirhuguðu landsmóti skáta og telur það mikilvægt forvarnastarf fyrir börn og unglinga. Nefndin sér sér ekki fært að styðja fjárhagslega við landsmótið. 

3.1107279 - Stjórn UMFÍ auglýsir eftir umsóknum vegna undirbúnings og framkvæmdar 2. landsmóts UMFÍ 50 plús 2012

Vísað frá bæjarráði þann 11.08.2011 til forvarna- og frístundanefndar til afgreiðslu.
Sjá nánar upplýsingar á www.umfi.is um landsmót 50 .

Forvarna- og frístundanefndin fagnar þessu framtaki UMFÍ.  Nefndin mun ekki leggja til að Kópavogur sæki um að þessu sinni.

4.1105097 - Málefni félagsstarfs eldri borgara 2011

Kynning á vetrarstarfinu 2011-2012

Deildarstjóri sagði frá fyrirhuguðum kynningarfundum á félags- og íþróttastarfsemi fyrir eldri borgara í Kópavogi.  Fundirnir verða á eftirfarandi stöðum: Í Boðanum 29. ágúst, í Gjábakka 30. ágúst og í Gullsmára 31. ágúst. Allir fundirnir hefjast kl. 14:00.

Fundi slitið - kl. 19:00.