Félagsmálaráð

1341. fundur 20. nóvember 2012 kl. 15:30 - 17:00 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigurjón Örn Þórsson formaður
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Haukur Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1210565 - Málefni fólks með geðfötlun.

Páll Matthíasson framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítala var gestur fundarins.

Páll Matthíasson geðlæknir kynnti starfsemi vettvangsteyma fyrir fólk með geðfötlun sem starfrækt eru í Reykjavík og Reykjanesbæ en þau byggja á samstarfi geðsviðs Landspítala, heilsugæslustöðva og félagsþjónustu. Hann mælti með að vettvangsteymi yrði einnig starfrækt í Kópavogi.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

2.1201037 - Teymisfundir 2012

Lagt fram.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðdeildar og Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

 

3.1211255 - Fjárhagsaðstoð - áfrýjun

Skráð í trúnaðarbók.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðdeildar og Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

4.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Staðfest.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðdeildar og Emilía Jónsdóttir félagsráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

5.1211269 - Tillagan Vinna og virkni - Átak til atvinnu 2013. Hugmyndir um útfærslu hjá Kópavogsbæ

Lagt fram til kynningar.

 

Ljóst er að bærinn verður að bregðast við með raunhæfum og öflugum hætti þegar fjöldi Kópavogsbúa missir bótarétt úr Atvinnuleysistryggingasjóði um áramótin og á næsta ári.  

6.1211045 - Kynnisferð um búsetuúrræði í Svíþjóð og Danmörku

Aðalsteinn kynnti ferð.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

7.1211261 - Dvöl slitasamningur

Samþykkt með framlögðum breytingum.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:00.