Félagsmálaráð

1409. fundur 18. apríl 2016 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1601138 - Teymisfundir 14 og 15

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1604228 - Fjárhagsaðstoð. Áfrýjun

Fært í trúnaðarbók.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.15083786 - Upplýsingar um stöðu. Ráðgjafa og íbúðadeild

Lagt fram til upplýsingar.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1603724 - Kortlagning í ljósi beiðnar um samstarf

Lögð var fram umbeðin kortlagning á húsnæðisvanda sbr. bókun félagsmálaráðs dags. 4. apríl 2016.
Sviðsstjóra var falið að skipuleggja vettvangsferð að skoða úrræði sem standa til boða á höfuðborgarsvæðinu og upplýsingafund með sérfræðingi á þessu sviði.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1411040 - Óskir um efni á fund

Óskað var eftir kynningu á stöðu mála í þjónustudeild fatlaðs fólks og þjónustudeild aldraðra, þ.m.t. fjölda notenda, hversu mikla þjónustu verið er að veita og á hverju mat á þjónustuþörf er byggt.

Fundi slitið.