Félagsmálaráð

1344. fundur 15. janúar 2013 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kjartan Sigurgeirsson varaformaður
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Haukur Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir varafulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
Dagskrá

1.1201037 - Teymisfundir 2012

Lagt fram.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

2.1301078 - Teymisfundir 2013

Lagt fram.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

3.1301077 - Starfsmannamál

Tilkynning um starfslok

Félagsmálaráð þakkar Ragnari Snorra fyrir vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.

 

Ragnar Snorri Magnússon yfirmaður ráðgjafa og íbúðadeildar og Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

4.1301015 - Heimaþjónusta. Áfrýjun

Skráð í trúnaðarbók.

 

Svanhildur Þengilsdóttir yfirmaður þjónustudeildar aldraðra sat fundinn undir þessum lið.

5.1301178 - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkir umsókn um leyfi.

 

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

6.1111577 - Umsókn um endurnýjun á leyfi stuðningsfjölskyldu

Félagsmálaráð samþykkir endurnýjun á leyfi.

 

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

7.1301074 - Endurupptaka máls

Jarþrúður Þórhallsdóttir réttindagæslumaður mætti á fundinn og mælti fyrir málinu.

 

Skráð í trúnaðarbók.  

 

Ingibjörg Gunnlaugsdóttir lögfræðingur og Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra sátu fundinn undir þessum lið.

8.1211164 - Umsókn frá Kvennaathvarfi um rekstrarstyrk fyrir árið 2013

Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk og rúmast hann innan fjárhagsáætlunar.

9.1301257 - Félagsleg heimaþjónusta

Félagsmálaráð óskar eftir að fá greinargerð frá yfirmanni þjónustudeildar aldraðra um mat á þjónustuþörf í heimaþjónustu og kostnaði samfara því að auka umfang þjónustunnar.

10.1209042 - Launakjör í Dimmuhvarfi

Sverrir Óskarsson, Guðbjörg Sveinsdóttir og Ásdís H. Jóhannesdóttir leggja fram eftirfarandi bókun:

"Lagt er til að komið verði til móts við óskir starfsmanna og laun þeirra verði ekki lækkuð."

Fundi slitið - kl. 17:30.