Félagsmálaráð

1320. fundur 06. desember 2011 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Þór Heiðar Ásgeirsson aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Rannveig María Þorsteinsdóttir verkefnastjóri
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rannveig María Þorsteinsdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.1112035 - Beiðni um liðveislu og frekari liðveislu

Erindi vísað til þjónustudeildar fatlaðra. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

2.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Barnavernd

Lagt fram til kynningar.

3.1107040 - Framtíðarhópur SSH

Atvinnustefna

Lagt fram til kynningar.

4.907157 - Tölulegar upplýsingar frá Félagsþjónustu um stöðu mála, mánaðarlegar skýrslur

Lagt fram til kynningar.

5.1107049 - SÁÁ óskar eftir þjónustusamningi

Frestað og félagsmálastjóra falið að kanna frekar.

6.1110242 - Atvinnutorg

Félagsmálaráð felur félagsmálastjóra að hefja undirbúning verkefnisins og óska jafnframt heimildar bæjarráðs að auglýsa eftir starfsfólki.

7.1111434 - Erindisbréf félagsmálaráðs

Samþykkt með þeirri breytingu að félagsmálaráð úthlutar félagslegu leiguhúsnæði.

8.1111273 - Beiðni um styrk til reksturs Stígamóta fyrir árið 2012

Samþykkt að veita styrk að upphæð kr. 800 þúsund.

9.1107256 - Stjórnsýslukæra vegna synjunar félagsmálaráðs að hluta á beiðni um heimgreiðslu.

Úrskurður úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála lagður fram til kynningar.

Lagt fram til kynningar

10.1112047 - Umsókn um þjónustusamning - áfrýjun

Þar sem beðið er eftir niðurstöðu vinnuhóps NPA samþykkir félagsmálaráð að gera tímabundinn einstaklingssamning með hliðsjón af þeim drögum að viðmiðunarreglum sem lagðar voru fram fyrr á fundinum. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

11.1101462 - Fundargerðir teymisfunda 2011

Fundargerðir frá 16. 23. og 30. nóvember 2011 lagðar fram.

 

Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi í ráðgjafa og íbúðadeild situr fundinn undir þessum lið.

12.1112025 - Beiðni um leyfi til að auglýsa starf yfirþroskaþjálfa í Hrauntungu áfangaheimili.

Félagsmálaráð samþykkir fyrir sitt leyti.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

13.1112034 - Einstaklingssamningar

Lagt fram til upplýsingar.

 

Þar sem vinnuhópur um NPA hefur enn ekki skilað tillögum með útfærslu á þjónustu NPA samþykkir félagsmálaráð að endurnýjun einstaklingssamninga um áramótin skuli byggja á viðmiðunarreglum þjónustudeildar og felur starfsmönnum að leggja fram drög að reglum og drög að einstaklingssamningum á næsta fundi ráðsins.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

14.1112027 - Samningur um Dvöl

Lögð fram drög að nýjum samningi ásamt greinargerð. Samþykkt. 

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

15.1104309 - Samningur við Endurhæfingu ehf

Félagsmálaráð telur ekki tímabært að endurnýja samning við Endurhæfingu efh. þar sem verið er að skoða samning um rekstur laugarinnar í Boðaþingi.  

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

16.1111577 - Umsókn um leyfi til að gerast stuðningsfjölskylda

Samþykkt.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

17.1110202 - Skoðun á rekstri og faglegu starfi

Frestað. Óskað eftir frekari gögnum frá tilboðsaðila.

 

Guðlaug Ósk Gísladóttir yfirmaður þjónustudeildar fatlaðra og Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnisstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

18.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Fundargerð frá 29. nóvember 2011 lögð fram ásamt fylgigögnum. Skráð í trúnaðarbók.

 

Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi í ráðgjafa og íbúðadeild situr fundinn undir þessum lið.

19.1112007 - Áfrýjun. Fjárhagsaðstoð

Skráð í trúnaðarbók.

 

Elín Sigríður Jósefsdóttir ráðgjafi í ráðgjafa og íbúðadeild situr fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 17:30.