Félagsmálaráð

1356. fundur 03. september 2013 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Haukur Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

1.1301078 - Teymisfundir 2013

Lagt fram.

 

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1308680 - Áfrýjun - Fjárhagsaðstoð

Fært í trúnaðarbók.

 

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri og Margrét Arngrímsdóttir ráðgjafi sátu fundinn undir þessum lið.

3.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Lagt fram.

 

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1307575 - Leiguíbúð umsókn

Fært í trúnaðarbók.

 

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

5.1211269 - Atvinnuver. Samantekt um liðsstyrk júlí 2013

Lagt fram.

 

Sigríður Anna Ásgeirsdóttir atvinnuráðgjafi sat fundinn undir þessum lið.

6.1308673 - Atvinnuver. Starfsþjálfun til virkni

 

Sigríður Anna Ásgeirsdóttir atvinnuráðgjafi kynnti hugmyndir um þróun nýrra úrræða.  Félagsmálaráð þakkar fyrir góða kynningu og áhugaverðar hugmyndir sem bíða nánari útfærslu.

7.1308650 - Styrkumsókn

Félagsmálaráð ákveður að styrkja Klúbbinn Geysi um kr. 200.000 sbr. beiðni þar um dags. 26. ágúst sl.

8.1307267 - Þjónusta við hælisleitendur

Félagsmálaráð lítur jákvætt á erindið og felur starfsmönnum að afla frekari upplýsinga um hvað felst í samstarfinu  og reynslu annarra sveitarfélaga af þjónustu við hælisleitendur fyrir næsta fund.

Fundi slitið - kl. 17:30.