Vegna bókunar á fundi bæjarstjórnar 26. apríl sl., en þar lagði Ása Richardsdóttir fram eftirfarandi bókun:
"Skýrsla UNICEF varpar ljósi á fátækt barna á Íslandi, sem þrátt fyrir bættan hag þjóðarbús, hefur aukist frá árinu 2009. Fjöldi barna sem býr við verulegan skort hefur þrefaldast milli áranna 2009 og 2014. Þetta varðar okkur öll og ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er rík. Ætla má að hátt í 200 börn í Kópavogi líði verulegan skort. Ég hvet félagsmálaráð og skólanefnd til að vinna sameiginlegar tillögur að sértækum og almennum aðgerðum, í þágu þessara barna.
Ása Richardsdóttir"
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.