Félagsmálaráð

1410. fundur 02. maí 2016 kl. 16:15 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Sigrún Harðardóttir aðalfulltrúi
  • Magnea Guðrún Guðmundardóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs
Dagskrá

1.1601138 - Teymisfundir 16-17

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

2.1002294 - Úthlutunarhópur um leiguhúsnæði

Lagt fram.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

3.16041198 - Félagslegar leiguíbúður. Tillögur um hækkun tekjuviðmiða í stigakerfi

Félagsmálaráð samþykkti tillögurnar.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

4.1603634 - Endurskoðun á reglum um fjárhagsaðstoð 2016

Lögð voru fram drög að nýjum reglum.

Óskað var eftir yfirliti yfir þá einstaklinga sem sótt hafa um sérstaka aðstoð til foreldra vegna barna á þeirra framfæri skv. 30. gr., bæði þá sem hafa fengið aðstoð og þá sem hefur verið synjað vegna tekna. Einnig var þess óskað að aflað verði upplýsinga frá barnavernd, menntasviði og íþróttafélögum um fjölda þeirra barnafjölskyldna sem fá aðstoð við greiðslu gjalda og að lagður verði fram útreikningur á kostnaði við breytingu á greininni út frá mismunandi tímalengd og upphæð. Lagt var til að sú vinna verði hluti af greiningu sem unnin verður út frá skýrslu UNICEF, sjá næsta mál.

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir bókaði vegna 23.gr.: "Umhugsunarvert er hvort ekki þurfi að koma til móts við námsmenn þegar námi lýkur á vori þar til fyrsti útborgunardagur kemur."
Gunnsteinn Sigurðsson, Ragnheiður S. Dagsdóttir, Karen E. Halldórsdóttir og Helga S. Harðardóttir lögðu fram eftirfarandi bókun: "Í 23. grein er eingöngu áréttað að lánshæft nám sé ekki jafnframt styrkt af sveitarfélaginu."

Afgreiðslu málsins var frestað.
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Ragnheiður S. Dagsdóttir fór af fundi kl. 17.05.

5.16011276 - Velferð barna í Kópavogi. Skýrsla Unicef um réttindi barna sem líða efnislegan skort.

Vegna bókunar á fundi bæjarstjórnar 26. apríl sl., en þar lagði Ása Richardsdóttir fram eftirfarandi bókun:
"Skýrsla UNICEF varpar ljósi á fátækt barna á Íslandi, sem þrátt fyrir bættan hag þjóðarbús, hefur aukist frá árinu 2009. Fjöldi barna sem býr við verulegan skort hefur þrefaldast milli áranna 2009 og 2014. Þetta varðar okkur öll og ábyrgð ríkis og sveitarfélaga er rík. Ætla má að hátt í 200 börn í Kópavogi líði verulegan skort. Ég hvet félagsmálaráð og skólanefnd til að vinna sameiginlegar tillögur að sértækum og almennum aðgerðum, í þágu þessara barna.
Ása Richardsdóttir"
Sviðsstjóra var falið að koma á samtali á milli sviðsins, grunnskóla, leikskóla og íþróttafélaga í þeim tilgangi að greina vandann og kortleggja aðstæður þeirra barna í bænum sem mögulega búa við verulegan efnislegan skort.

Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

6.16041373 - Umsagnarmál - stuðningsfjölskylda

Félagsmálaráð samþykkti umsókn um að gerast stuðningsfjölskylda. Fært í trúnaðarbók.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

7.16041384 - Svar við fyrirspurn um kaup velferðarsviðs af fyrirtækjum sem sinna velferðarþjónustu

Vegna bókunar Guðbjargar Sveinsdóttur á fundi félagsmálaráðs þann 21. mars 2016:
"Hversu mikla þjónustu kaupir Kópavogsbær af félögum sem sinna velferðarþjónustu, sundurgreint eftir félögum (tímar, upphæðir, fjöldi einstaklinga sem nýta þjónustuna)?
Hefur farið fram útboð á þessum þjónustukaupum?
Hefur verið leitað samþykkis félagsmálaráðs vegna slíkra þjónustukaupa?
Eru gerðar kröfur um faglega þekkingu/stjórnun við slík kaup?
Eru til verklagsreglur velferðarsviðs vegna slíkra kaupa?"
Félagsmálaráð þakkaði greinargóð svör.
Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri og Atli Sturluson rekstrarstjóri sátu fundinn undir þessum lið.

8.16041214 - Áfrýjun. Húsaleigubætur

Fært í trúnaðarbók.

Félagsmálaráð telur sér ekki fært að veita undanþágu frá afdráttarlausu ákvæði laga um húsaleigubætur. Nefndarmenn vilja þó beina því til félagsmálaráðherra að umræddu ákvæði í húsnæðislögum verði breytt þannig að sveitarfélögum verði veittar rýmri heimildir til að meta einstök mál.

Ólöf Pálína Úlfarsdóttir bætti við eftirfarandi bókun: "Beðið er eftir nýjum húsnæðislögum frá Alþingi en í þeim er fólgin staðfesting á því að húsnæðisbætur verði greiddar af ríkinu."

Atli Sturluson rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

9.16041320 - Áfrýjun. Húsaleigubætur

Fært í trúnaðarbók.
Atli Sturluson rekstrarstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið.