Félagsmálaráð

1354. fundur 02. júlí 2013 kl. 15:30 - 17:30 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundinn sátu:
  • Sigurjón Örn Þórsson formaður
  • Kjartan Sigurgeirsson aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Haukur Guðmundsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir aðalfulltrúi
  • Ásdís Helga Jóhannesdóttir aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur velferðarsviðs
Dagskrá

1.1305149 - Ferðaþjónusta fatlaðra. Tillaga að uppsögn samnings

Bæjarráð Kópavogs þann 27. júní sl. vísar til úrvinnslu félagsmálaráðs tillögu sem kom fram á fundi bæjarráðs þann 13. júní sl. svohljóðandi: "Undirrituð leggja til að samningi við Smartbíla um ferðaþjónustu í Kópavogi verði sagt upp á grundvelli 6 mánaða uppsagnarákvæðis.
Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Félagsmálaráð Kópavogs stendur við fyrri bókun sína frá 4. júní sl.  þar sem gerðar eru alvarlegar athugasemdir við vinnubrögð fyrirtækisins Smartbíla ehf. við tilkynningu um meint brot bílstjóra gegn farþega.

 

Félagsmálaráð, sem er fagráð,  tekur ekki afstöðu til tillögu bæjarfulltrúa frá 13. júní sl. um að samninginum verði sagt upp á grundvelli 6 mánaða uppsagnarákvæðis.  Verkferlar hafa verið endurskoðaðir og eftirlit eflt.  Félagsmálaráð gerir kröfu um breytingu á verksamningi  þannig að síritar verði settir upp nú þegar í allar bifreiðar þjónustuaðila, í þeim tilgangi að bæta öryggi farþega.  

  

2.1306788 - Umsagnamál. Stuðningsfjölskylda

Fært í trúnaðarbók.

Fundi slitið - kl. 17:30.