Félagsmálaráð

1421. fundur 24. október 2016 kl. 17:15 - 18:58 í Fannborg 6, fundarherbergi 3. hæð
Fundinn sátu:
  • Gunnsteinn Sigurðsson formaður
  • Ragnheiður S Dagsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðbjörg Sveinsdóttir varafulltrúi
  • Ólöf Pálína Úlfarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Atli Sturluson yfirmaður rekstrardeildar
Starfsmenn
  • Aðalsteinn Sigfússon félagsmálastjóri
  • Anna Klara Georgsdóttir verkefnastjóri
Fundargerð ritaði: Anna Klara Georgsdóttir deildarstjóri þjónustu- og ráðgjafardeildar aldraðra
Dagskrá

1.1610195 - Velferðarsvið-fjárhagsáætlun 2017

Farið var yfir áherslur velferðarsviðs við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2017.

Félagsmálaráð telur, m.t.t. stefnumótunarhlutverks síns, mikilvægt að horfa til styrkingar í barnavernd, fjölgunar tíma sem veittir eru í frekari liðveislu, áframhaldandi stuðnings við atvinnulausa Kópavogsbúa og uppbyggingar búsetuúrræða fyrir fólk með fjölþættan vanda.

Bókunin var samþykkt af öllum fundarmönnum.

2.1610412 - Sérstakur húsnæðisstuðningur

Sviðsstjóra var falið að óska eftir samstarfi við fulltrúa Hafnarfjarðar og Garðabæjar um mögulega samræmingu á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning.

Fundi slitið - kl. 18:58.