Félagsmálaráð samþykkti umsókn um endurnýjun leyfis. Fært í trúnaðarbók. Guðlaug Ósk Gísladóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
7.1411040 - Óskað eftir upplýsingum
Guðbjörg Sveinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun: "Hversu mikla þjónustu kaupir Kópavogsbær af félögum sem sinna velferðarþjónustu, sundurgreint eftir félögum (tímar, upphæðir, fjöldi einstaklinga sem nýta þjónustuna)? Hefur farið fram útboð á þessum þjónustukaupum? Hefur verið leitað samþykkis félagsmálaráðs vegna slíkra þjónustukaupa? Eru gerðar kröfur um faglega þekkingu/stjórnun við slík kaup? Eru til verklagsreglur velferðarsviðs vegna slíkra kaupa?"
Rannveig María Þorsteinsdóttir deildarstjóri sat fundinn undir þessum lið.