Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

18. fundur 24. mars 2025 kl. 13:00 - 14:10 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar.
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Díana Berglind Valbergsdóttir og Freyr Snorrason.

Almenn erindi

1.25012523 - Kópavogsbraut 20. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn Gests Ólafssonar dags. 28. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Kópavogsbraut um tvær viðbyggingar á lóðinni, samtals 230,4 m². Fyrirhugað er að byggt verði við núverandi bílageymslu á norðausturhluta lóðarinnar geymsla og tómstundahús. Einni er ráðgert að byggt verði gróðurhús við vesturhlið núverandi einbýlishúss á lóðinni. Byggingarmagn eykst úr 295 m² í 535 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,19 í 0,33.

Uppdrættir dags. 23. janúar 2025, uppfærðir 21. mars 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025.
Jákvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt berist hún.

Almenn erindi

2.25011777 - Grenigrund 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 17. janúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Grenigrund er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 8,3 m² stækkun íbúðar á jarðhæð. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Byggingarleyfisumsóknin var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 20. mars 2025, engar athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 27. janúar 2025.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024. Vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Almenn erindi

3.24101961 - Austurkór 96. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 22. október 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 96 við Austurkór um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits um 2 metra til vesturs á hluta sérafnotaflata íbúða á jarðhæð, íbúðir 101 og 102, ásamt heimild fyrir tveimur sólskálum. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 20. janúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. febrúar og til og með 19. mars 2025. Engar athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:500 og 1:200. dags. 17. janúar 2025.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

4.2503150 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 3. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að heimilt verði að koma fyrir milliloftum á 1. hæð núverandi byggingar á lóðinni. Byggingarmagn eykst úr 3.355 m² í 3.760 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,63 i 0,71. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Tónahvarfi 3 til 10. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

5.25012316 - Bakkabraut 14. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Lárusar Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 27. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 14 við Bakkabraut um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að settar verði þrennar svalir á 2. hæð norðurhlið hússins. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Tillagan var grenndarkynnt frá 19. febrúar til 20. mars 2025, engar athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:250 dags. 22. maí 2022.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

6.25031982 - Þinghólsbraut 55. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Davíðs Kr. Pitt arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 55 við Þinghólsbraut er vísað til skipulagsfulltrúa. Sótt er um 53 m² viðbyggingu.

Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 dags. 5. júlí 2022, uppf. 5. febrúar 2025 og skráningartöflu dags. 10. janúar 2022.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

7.24111023 - Urðarhvarf 10. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Brynjars Darra Baldurssonar arkitekts dags 14. nóvember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 10 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi.

Í breytingunni felst hækkun byggingarreits úr 5 hæðum í 6 og aukningu byggingarmagns úr 5.900 m² í 6.600 m². Nýtingarhlutfall ofanjarðar eykst úr 0,63 í 0,74. Gert er ráð fyrir að efsta hæð verði inndregin. Tillagan var auglýst frá 2. janúar til 13. febrúar 2025, eftirtaldir sendu inn athugasemdir: Veitur ohf. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 17. febrúar 2025 var erindið lagt fram að nýju að lokinni auglýsingu og var því vísað til umsagnar skipulagsfulltrúa. Uppdrættir í mkv. 1:2000, 1:1000 1:750 dags. 2. desember 2024, uppfærður 21. mars 2025.

Þá lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025.
Samþykkt með vísan 1. tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

8.2503148 - Fjallalind 108. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 3. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Fjallalind um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að áður 42 m² óútgrafið rými hefur verið grafið út og tekið í notkun sem geymsla, opnu bílskýli yrði komið fyrir á lóðinni og steyptum skjólvegg á lóðarmörkum. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 11. mars 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnisstjóra. Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:100 og skráningartafla dags. 7. febrúar 2025. Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:100 og skráningartafla dags. 7. febrúar 2025.
Afgreiðslu frestað.

Almenn erindi

9.25011006 - Hagasmári 1. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Helga Más Halldórssonar arkitekts dags. 13. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 1 við Hagasmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst aukning byggingarmagns í 64.000 m² og stækkun byggingarreits um 3,3 m² til suð-austurs. Í gildi er deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 14. febrúar 2006. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 20. janúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Tillagan var grenndarkynnt frá 13. febrúar til 19. mars 2025, engar athugasemdir bárust.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 dags. 4. febrúar 2025
Samþykkt með vísan 3. tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

10.25031220 - Núpalind 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn umhverfissviðs dags. 21. mars 2025 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 7 við Núpalind. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur, um 14,3m x 55m að stærð, fyrir tvær færanlegar kennslustofur. Fyrirhugaðar kennslustofur verða samtals 203,26 m² á stærð, tengdar saman með tengigangi og á einni hæð. Hámarks þak- og vegghæð frá gólfi mun vera um 4.08m.

Uppdrættir í mkv. 1:2000 og 1:200 dags. 21. mars 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Galtalind 17 og 19 og Núpalind 4 og 8. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

11.25012419 - Skógarlind 2 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025 sbr. umsagnarbeðni byggingarfulltrúa dags. 28. janúar 2025, varðandi byggingarleyfi fyrir LED ljósaskilti við Skógarlind 2. Fyrirhugað skilti er um 6,3 m² að flatarmáli og lýsir til tveggja átta.

Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

Almenn erindi

12.24042129 - Hagasmári 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025 sbr. umsagnarbeðni byggingarfulltrúa dags. 3. september 2024, varðandi byggingarleyfi fyrir LED ljósaskiltum á Hagasmára 1 (Smáralind). Sótt er um að skipta tveimur skiltum út fyrir LED ljósaskilti. Skiltin eru u.þ.b. 3,6 m á breidd og um 6,2 m á hæð. 1,8 m eru á milli skiltanna. Flatarmál hvors skiltis er um 23 m², samtals um 45 m².
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025. Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað.

Almenn erindi

13.2409695 - Breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Íbúðaruppbygging í grónum hverfum. Verkefnislýsing. Umsagnarbeiðni.

Lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 21. mars 2025 sbr. umsagnarbeiðni frá Reykjavíkurborg dags. 13. mars 2025 um tillögu á vinnslustigi að breyting á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna íbúðaruppbyggingar í grónum hverfum.
Ekki eru gerðar athugasemdir.

Fundi slitið - kl. 14:10.