Embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa

17. fundur 11. mars 2025 kl. 14:00 - 15:19 á Digranesvegi 1, Fífuhvammur 1. hæð
Fundinn sátu:
  • Auður Dagný Kristinsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Andrea Kristinsdóttir verkefnastjóri
  • Karlotta Helgadóttir starfsmaður umhverfissviðs
  • Harri Ormarsson lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Karlotta Helgadóttir fulltrúi skipulagsdeildar
Dagskrá
Eftirtaldir verkefnastjórar kynntu mál á fundinum: Brynja Kemp Guðnadóttir, Díana Berglind Valbergsdóttir og Freyr Snorrason.

Almenn erindi

1.25012183 - Flesjakór 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 24. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Flesjakór um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun byggingarreits til suð-vesturs um 5x5,5m. Byggingarmagn eykst úr 226 m² í 268 m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,5 í 0,57. Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:400 og 1:250 dags. 19. febrúar 2025.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 20. febrúar 2025.
Samþykkt að framlögð umsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagalaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum lóðanna 1-24 við Flesjakór. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 28. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

2.2503150 - Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 3. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst rýmkun á byggingarheimildum svo heimild fáist fyrir milliloftum í 8 iðnaðarbilum á 1. hæð. Aukningunni fylgir ekki krafa um fjölgun bílastæða. Byggingarmagn eykst úr 3.355m² í 3.760m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,63 i 0,71.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra. Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá skv. samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

3.2503148 - Fjallalind 108. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn Hildar Bjarnadóttur arkitekts dags. 3. mars 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 108 við Fjallalind um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að fá samþykkt á þegar gerðu opnu bílskýli og steyptum skjólveggi á lóðarmörkum.

Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:100 og skráningartafla dags. 7. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnisstjóra.

Almenn erindi

4.25022519 - Fjallalind 78. Fyrirspurn.

Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 78 við Fjallalind dags. 26. febrúar 2025 um fjölgun bílastæða á lóðinni úr tveimur bílastæðum í þrjú. Skv. mæliblaði dags. 18. júní 1996 er heimild fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. mars 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 7. mars 2025.

Almenn erindi

5.25021853 - Fífuhvammur 31. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 31 við Fífuhvamm um dags. 18. febrúar 2025 um 120 m² viðbyggingu og fjölgun íbúða á lóðinni úr tveimur í fjórar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,33 í 0,63. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2025.

Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 6. mars 2025.

Almenn erindi

6.2412534 - Urðarhvarf 8. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Björgvins Halldórssonar arkitekts dags. 9. desember 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 8 við Urðarhvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að nýrri innkeyrslu er komið fyrir á austurhluta á neðra bílaplani á suðurhluta lóðarinnar, núverandi inn- og útkeyrslurampur verður aðeins fyrir útkeyrslu og hluta akstursleiða á lóðinni frá neðra bílaplani í vesturátt að efra bílaplani er gerð að einstefnu. Á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 20. janúar 2025 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 7. mars 2025, engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan 3.tl. 3. gr. í viðauka lV. við samþykkt um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp bæjarstjórnar nr. 1691/2024.

Almenn erindi

7.25021662 - Hafnarbraut 14 A-D. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn húsfélagsins Hafnarbraut 14 A-D dags. 17. febrúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst breyting á 18. grein skipulagsskilmála fyrir Hafnarbraut 14 um að fella út setninguna um að ekki sé heimilt að gera svalalokanir á efstu hæð hússins. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Vísað til um skipulags- og umhverfisráðs.

Almenn erindi

8.25013039 - Kópavogsbraut 67. Fyrirspurn.

Lögð fram að nýju fyrirspurn Finns Inga Hermannssonar dags. 31. janúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 67 við Kópavogsbraut um stækkun byggingarreits til suðurs við lóðarmörk. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 10. febrúar 2025 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2025 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. febrúar 2025, afgreiðslu var frestað.

Einnig er lögð fram uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa dags. 4. mars 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 10. mars 2025.

Almenn erindi

9.25022006 - Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 19. febrúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 1.200m² viðbygging á tveimur hæðum (1. hæð og kjallari) á norð-vestur hluta lóðarinnar. Á austurhlið hússins kæmi 35m² viðbygging á einni hæð. Byggingarmagn eykst úr 3.552,8m² í 4.787,8 og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,51 í 0,69.

Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 13. febrúar 2025. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Vísað til skipulags- og umhverfisráðs. Vakin er athygli á að komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða gjald skv. 26. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

10.2503094 - Hamraendi 14-20. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 14-20 við Hamraenda dags. 3. mars 2025 um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst 38,8 m² viðbygging innan hestagerðis vestan megin á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,31 í 0,33. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 20. febrúar 2025.

Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Hamraenda 12 og 22 og hestheimum 14-16. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 27. gr. í samþykkt Kópavogsbæjar nr. 1725/2024.

Almenn erindi

11.2503164 - Lækjarbotnaland 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.

Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 28. febrúar 2025 þar sem byggingarleyfisumsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 23 við Lækjarbotnaland er vísað til skipulagsfulltrúa. Lagðar eru fram reyndarteikningar af þeim mannvirkjum sem eru nú þegar til staðar. Um er að ræða 49.6m² frístundahús, köld 15.4m² áhaldageymsla hýsi yfir dælubúnað vatns sem er sem staðsett er á milli ofangreindrar lóðar og aðliggjandi friðlýsts náttúrusvæðis, Tröllabarna, norð-austan lóðarinnar.

Uppdrættir í mkv. 1:1000, 1:200 og 1:100 dags. 19. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið - kl. 15:19.