Byggingarnefnd

1311. fundur 15. desember 2009 kl. 08:00 - 10:00 Fannborg 6, 2.hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.912011 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 12

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Fylgiskjal nr. 12/2009 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum.

2.812053 - Kópavogsbakki 6 og 4, athugasemd vegna deiliskipulags

Á fundi bæjarstjórnar 10. nóvember s.l. var lið IV.3 í fundargerð byggingarnefndar frá 20. október s.l. varðandi frágang lóðanna Kópavogsbakka 4 og 6 vísað aftur til byggingarnefndar.

Samkvæmt  lóðarleigusamning um lóð nr. 4 við Kópavogsbakka skal lóð vera jöfnuð í rétta hæð í síðasta lagi þann 01.09.09.  Byggingarnefndar gefur lóðarhafa að Kópavogsbakka 4 frest til  1. febrúar 2010 til að klára jöfnun lóðar. Eftir þann tíma mun lóðin vera jöfnuð af hendi bæjarins á kostnað eiganda.

3.911443 - Vesturvör 13, umsókn um byggingarleyfi.

Vesturvör 13
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 28. september 2009 varðandi stöðu byggingarframkvæmda á lóðinni.
Lagt fram bréf Ívars Pálssonar hdl. f.h. lóðarhafa dags. 8. desember sl.

Byggingarnefnd telur ekki efni til frekari aðgerða að svo stöddu.

4.810233 - Vatnsendablettur 206. Stækkun lóðar - fjarlæging húss

Vatnsendablettur 206
Lagt fram erindi skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs dags 16. nóvember 2009 um að fjarlægja húsið að Vatnsendabletti 206.
Lagt fram bréf eiganda dags. 7. desember sl. varðandi málið.

Byggingarnefnd frestar erindinu og vísar málinu til lögmanns skipulags- og byggingarsviðs.

5.903182 - Langabrekka 37, umsókn um byggingarleyfi.

Langabrekka 37
Lagt fram bréf frá eigendum Löngubrekku 37 dags. 28. október sl. sem varðar steinvegg sem er á mörkum lóða milli Löngubrekku 35 og 37.
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs.

Með tilvísun til umsagnar skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs dags. 11. desember sl. kemur fram að umræddur steinveggur er innan lóðarinnar Löngubrekku 35. Með tilvísun í sömu umsögn hafnar  byggingarnefnd því að krefjast niðurrifs skjólveggjar inni á lóðinni nr. 35 við Löngubrekku.

6.911576 - Hjallabrekka 37, atvinnustarfsemi

Hjallabrekka 37
Lagt fram erindi Heilbrigðiseftirlitsins dags. 17. nóv. 2009 varðandi atvinnurekstur í bílskúr að Hjallabrekku 37.

Byggingarnefndar bendir á að samkvæmt skipulagi er óheimilt að stunda atvinnurekstur í íbúðarhúsnæði þ.m.t. bílskúrum.

7.906003 - Gnitakór 7, varðandi byggingarframkvæmdir.

Gnitakór 7
Lagt fram bréf Landsbankans dags. 11. desember sl. varðandi framhald framkvæmda við húsið að Gnitakór 7.

Byggingarnefnd mun taka upp málið um að nýju á vormánuðum.

8.705025 - Fagraþing 5. Óskað eftir framkvæmdaáætlun.

Fagraþing 5
Lögð fram greinargerð lóðarhafa dags. 11. desember sl. um framhald framkvæmda að Fagraþingi 5.

Byggingarnefnd fellst á að þvingunaraðgerðum verði ekki beitt á meðan lóðarhafi stendur við framlagða framkvæmdaáætlun sína. Verði hús ekki fullbúið að utan og lóð frágengin fyrir 1. september 2010 hyggst nefndin taka ákvörðun um álagningu dagsekta. Nefndin áskilur sér rétt til þess að taka málið til skoðunar að nýju hvenær sem er eftir 1. febrúar 2010 og taka ákvörðun um þvingunaraðgerðir ef framkvæmdir hafa ekki farið af stað eins og lofað er í framkvæmdaráætlun lóðarhafa.

9.907039 - Fagraþing 1, umsókn um byggingarleyfi.

Fagraþing 1
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. september 2009 varðandi stöðu byggingarframkvæmda á lóðinni.

Byggingarnefnd gefur lóðarhafa frest til 1. febrúar 2010 til að ganga frá því sem hættulagt getur talist við framkvæmdirnar að mati byggingarfulltrúa ella verði það framkvæmt á kostnað lóðarhafa.

10.903052 - Aflakór 10, umsókn um byggingarleyfi.

Aflakór 10
Lagt fram bréf byggingarfulltrúa dags. 16. september 2009 varðandi stöðu byggingarframkvæmda á lóðinni.
Lóðarhafi hefur ekki skilað inn greinargerð um framhald framkvæmda

Frestað

11.912579 - Akrakór 7, umsókn um byggingarleyfi.

Akrakór 7
Ágúst Egilsson og Soffía Jónasdóttir, Öldusalir 2, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja einbýlishús að Akrakór 7.
Teikn. Sveinbjörn Jónsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

12.911023 - Bæjarráð - 2527

Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkti, á fundi sínum, 26. nóvember 2009, fundargerð byggingarnefndar nr. 1310 frá 17. nóvember 2009.

13.912583 - Víghólastígur 19, umsókn um byggingarleyfi.

Víghólastígur 19
Sigurjón Ólafsson, Suðurgötu 82, Hafnarfirði, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Víghólastíg 19.
Teikn. Bjarni Marteinsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

14.907119 - Reynihvammur 29, umsókn um byggingarleyfi.

Reynihvammur 29
Sævar Sigurgeirsson, Stigahlíð 62, Reykjavík, sækir um leyfi til að breyta einbýli í tvíbýli að Reynihvammi 29.
Teikn. Helgi Hjálmarsson.

Hafnað, þar sem lofthæð neðri hæðar er of lítil.

15.912323 - Litlavör 11, umsókn um byggingarleyfi.

Litlavör 11
Jón Hjalti Ásmundsson og Ingunn Jónsdóttir, Litlavör 11, Kópavogi, sækja um leyfi til að byggja viðbyggingu að Litlavör 11.
Teikn. Jón Hrafn Hlöðversson.

Vísað til skipulagsnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu með tilvísun í 7. mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga

16.911506 - Kópavogsbraut 57, umsókn um byggingarleyfi.

Kópavogsbraut 57
Baldvin Leifsson, Kópavogsbraut 57, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu að Kópavogsbraut 57.
Teikn. Ellert Már Jónsson.

Vísað til skipulagsnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu með tilvísun í 7. mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga.

17.912003 - Kópavogsbraut 20, umsókn um byggingarleyfi.

Kópavogsbraut 20
Jóhann Samúelsson, Kópavogsbraut 20, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja viðbyggingu að Kópavogsbraut 20.
Teikn. Karl Erik Rocksen.

Vísað til skipulagsnefndar til ákvörðunar um grenndarkynningu með tilvísun í 7. mgr. 43 gr. skipulags- og byggingarlaga.

18.912600 - Hamraendi 21, umsókn um byggingarleyfi.

Hamraendi 21
Bjarnleifur Bjarnleifsson, Kórsalir 1, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja hesthús að Hamraenda 21.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

19.912598 - Hamraendi 16-20, umsókn um byggingarleyfi.

Hamraendi 16-20
Þór Bjarkar Lopez, Bjarkarey, Hvolvöllur og Ríkharður Flemming Jensen, Fellahvarf 25, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja reiðhöll að Hamraenda 16-20.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

20.912596 - Hamraendi 15, umsókn um byggingarleyfi.

Hamraendi 15
Hvítibær ehf., Jöklalind 8, Kópavogi, sækir um leyfi til byggja hesthús að Hamraenda 15.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

Fundi slitið - kl. 10:00.