Byggingarnefnd

1320. fundur 19. október 2010 kl. 08:00 - 10:00 í Fannborg 6, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Guðrún Hauksdóttir
Dagskrá

1.1010221 - Hamraendi 6, umsókn um byggingarleyfi.

1.
Hamraendi 6
Sigurður Halldórsson, Goðakór 5, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hamraenda 6.
Teikn. Sveinn Ívarsson.

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

2.1010225 - Hamraendi 8, umsókn um byggingarleyfi

2.
Hamraendi 8
Halldór Svansson, Jöklalind 8, Kópavogi, sækir um leyfi til að byggja hesthús að Hamraenda 8.
Teikn. Sveinn Ívarsson

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

3.1010198 - Landsendi 7-9, umsókn um byggingarleyfi

3.
Landsendi 7-9
Sveinn Alfreð Reynisson, Víðimel 32, Reykjavík og Eiríkur Þór Magnússon, Víðihvammi 9, Kópavogi sækja um leyfi til að byggja hesthús að Landsenda 7-9.
Teikn. Sveinn Ívarsson

Byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að ljúka afgreiðslu málsins, að uppfylltum framlögðum athugasemdum.

4.901156 - Dalaþing 4, umsókn um byggingarleyfi.

Dalaþing 4
Á fundi byggingarnefnd 16. febrúar sl. var óskað eftir greinargerð eiganda að Dalaþingi 4 um hvenær hann hyggist hefja og ljúka breytingum á þaki hússins í samræmi við samþykkt byggingarleyfi frá 8. janúar 2009.
Gefinn var frestur til að skila greinargerð fyrir 8. mars 2010 og var hann framlendur til 12. apríl sl. þar sem eigendaskipti hafa orðið á eigninni.
Greinargerð eigenda hefur ekki borist.
Byggingarnefnd felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs að skrifa eiganda bréf og gefa nefndinni umsögn fyrir næsta fund.
Byggingarnefnd ályktaði á fundi 20. apríl að hún hefði í hyggju að leggja til við bæjarstjórn að leggja á dagsektir ef ekki hefur í hyggju að leggja til við bæjarstjórn að leggja á dagsektir ef ekki hefur borist aðgerðaráætlun fyrir 25. maí 2010.
Lögð fram umsögn skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs dags. 18. október 2010.

Frestað

5.1008049 - Langabrekka 2, umsókn um byggingarleyfi.

Langabrekka 2
Lögð fram greinargerð byggingarfulltrúa dags. 11. ágúst 2010 varðandi óíbúðarhæft hús að Löngubrekku 2 sem bíður niðurrifs. Byggingarnefnd óskar eftir umsögn bæjarlögmanns.
Lögð fram umsögn bæjarlögmanns dags. 21. september 2010.
Málinu var frestað á síðasta fundi.

Byggingarnefnd mun á næsta fundi 16. nóvember 2010 taka til afgreiðslu tillögu um beitingu dagsekta til að þrýsta á að húsið verði rifið.

Lóðahafa var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og andmælum fyrir 12. nóvember 2010.

6.907189 - Kópavogsbakki 4, umsókn um byggingarleyfi.

Kópavogsbakki 4 og 6
Greint frá stöðu mála.
Lögð fram umsögn bæjarlögmanns dags. 21. september 2010.
Byggingarnefnd mun á næsta fundi 19. október 2010 taka til afgreiðslu tillögu um að afturkalla byggingarleyfi fyrir Kópavogsbakka 4 frá 30. júlí 2008. Lóðahafa var gefinn kostur á að koma að athugasemdum og andmælum fyrir 15. október 2010.
Sviðsstjóri gerði grein fyrir að haldinn var fundur með lögmönnum lóðarhafa að Kópavogsbakka 4 og 6, 18. október 2010. Á fundinum kom fram hugmynd að mögulegri sátt í ágreiningi um frágang á lóðarmörkum.

Frestað

7.703104 - Vesturvör 14-20, geymslur Þjóðminjasafnsins aths. við skipulag.

Vesturvör 14
Þjóðminjasafn Íslands sækir um leyfi til að rífa 40 m2 skúr á lóðinni að Vesturvör 14

Samþykkt

8.1002166 - Vindakór 2-8, umsókn um byggingarleyfi.


5.

Vindakór 2-8
Á fundi bæjarráðs 9. september s.l. var lagt til við byggingarnefnd að ákvarða dagsektir vegna byggingarframkvæmda að Vindakór 2-8 til að knýja á um að frágangi utanhúss verði lokið og lóð komið í viðunandi horf.
Byggingarnefnd samþykkir á fundi sínum 21. september s.l. að á næsta fundi 19. október 2010 verði tekin til afgreiðslu tillaga um beitingu dagsekta og felur skrifstofustjóra Framkvæmda- og tæknisviðs undirbúning.
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs dags. 1. október 2010 vegna málsins.

Byggingarnefnd óskar eftir framkvæmdaáætlun um að ljúka frágangi utanhúss og frágangi lóðar.

9.1009017 - Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa - 9

Afgreiðslur byggingarfulltrúa.
Fylgiskjal nr. 9/2010 með fundargerð þessari er í samræmi við reglugerð nr. 555/2000 um afgreiðslur byggingarfulltrúans í Kópavogi á málum skv. skipulags- og byggingarlögum nr. 73/1997, með síðari breytingum.

10.1009019 - Bæjarstjórn - 1022

Afgreiðslur bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkti, á fundi sínum, 28. september 2010, fundargerð byggingarnefndar nr. 1319 frá 21. september 2010.

Fundi slitið - kl. 10:00.