Barnaverndarnefnd

1. fundur 21. mars 2011 kl. 16:15 - 18:15 í Fannborg 4, fundarherbergi 2. hæð
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur velferðarsviðs
Dagskrá

1.1103099 - Kosningar í barnaverndarnefnd 2011

Magnús Norðdahl er kosinn formaður nefndarinnar.  Kosningu varaformanns er frestað.

2.1103207 - Kynning á starfsemi Félagsþjónustunnar

Félagsmálarstjóri kynnti skipurit Félagsþjónustunnar og helstu þætti í starfseminni.  Starfsmenn barnaverndar kynntu sig fyrir nefndarmönnum.

3.1103250 - Trúnaðaryfirlýsingar og mappa fyrir barnaverndarnefnd

Mappa með lögum, reglum og reglugerðum afhent.

 Fulltrúar undirrituðu trúnaðaryfirlýsingu.

4.1103189 - Barnaverndarmál

Fært í trúnaðarbók.  Anna Eygló Karlsdóttir yfirmaður barnaverndar og Ragnheiður B. Guðmundsdóttir félagsráðgjafi  sátu fundinn undir þessum lið.

5.1103257 - Erindi frá Barnaverndarstofu vegna þjónustu við börn sem búa við heimilisofbeldi

Barnaverndarnefnd Kópavogs er tilbúin til samvinnu um tilraunaverkefni  Barnaverndarstofu.

Fundi slitið - kl. 18:15.