- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Margrét Júlía Rafnsdóttir, Sólarsalir 2,
.................(X) Agla Hrund Þórarinsdóttir, Dynsalir 14
.................(V) Karolína Einarsdóttir, Hörðukór 5
Af B-lista: (D) Hákon R. Jónsson
..................(D) Ragnheiður K. Guðmundsdóttir
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Ýr Gunnlaugsdóttir, Andahvarf 5,
..................(X) Hjálmar Hjálmarsson, Reynigrund 83
Af B-lista: (D) Hildigunnur Lóa Högnadóttir,
Kjöri varamanna frestað.
Auk þess eiga sæti í nefndinni einn fulltrúi frá Norræna félaginu í Kópavogi og bæjarstjóri.
Kosningu frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Af A-lista: (V) Hreggviður Norðdal, Álfhólsvegur 93.
Kosningu varamanns frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Af A-lista: (X) Hjálmar Hjálmarsson, Reynigrund 83.
Kosningu varamanns frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Pétur Hrafn Sigurðsson, Fitjasmári 1,
.................(V) Helga M. Reinhardsdóttir, Sæbólsbraut 59
Af B-lista: (D) Sveinbjörn Strandberg
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Guðríður Arnardóttir, Fífulind 2, formaður
Af B-lista: (D) Gunnsteinn Sigurðsson, Hlíðarhjalla 25
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Af A-lista: (X) Hjálmar Hjálmarsson, Reynigrund 83, formaður.
Kosningu varamanns frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Af A-lista: (S) Hafsteinn Karlsson, Selbrekku 19.
Kosningur varamanns frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmaður:
Af A-lista: (V) Birgir Bragason, Galtalind 9.
Kosningu varamanns frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (X) Tryggvi Þórðarson, Reynihvammur 20,
.................(S) Sigurður Grétarsson, Engihjalli 11
.................(Y) María Kristófersdóttir, Ásbraut 15
Af B-lista: (D) Pétur Birgisson, Lómasölum 7
.................(D) Jón Haukur Ingvason, Auðbrekku 34
Kjöri varamanna frestað.
Ráðning bæjarstjóra fór fram með leynilegri atkvæðagreiðslu.
Guðrún Pálsdóttir hlaut sjö atkvæði en fjórir atkvæðaseðlar voru auðir.
Forseti færði fráfarandi bæjarstjóra, Gunnsteini Sigurðssyni, þakkir bæjarstjórnar. Þá tók Gunnsteinn Sigurðsson til máls og færði nýkjörinni bæjarstjórn óskir um góð störf. Því næst tók til máls Ármann Kr. Ólafsson og færði hann fráfarandi bæjarstjóra þakkir og nýráðnum bæjarstjóra óskir um velfarnað í starfi.
Þá tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, til máls og þakkaði það traust sem bæjarstjórn hefur sýnt henni með ráðningu í starf bæjarstjóra.
Því næst tók Guðríður Arnardóttir til máls og færði nýráðnum bæjarstjóra hamingjuóskir með ráðninguna. Þá tók til máls Ómar Stefánsson og færði hann nýráðnum bæjarstjóra hamingjuóskir með ráðninguna.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tók Ómar Stefánsson um liði 1 og 6.c.
Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með sex samhljóða atkvæðum en fimm sátu hjá.
Kjörnir fulltrúar og bæjarstjóri undirrituðu siðareglur bæjarfulltrúa og stjórnenda Kópavogsbæjar.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Erlendur Geirdal
.................(S) Ingibjörg Hinriksdóttir, Lautasmári 35
..................(V) Gísli Skarphéðinsson, Kársnesbraut 83
Af B-lista: (D) Jón Daði Ólafsson, Huldubraut 60
.................(D) Evert K. Evertsson, Álfhólsvegi 127
Kjöri varamanna frestað.
Yfirlýsing um meirihlutasamstarf Lista Kópavogsbúa, Næst besta flokksins, Samfylkingar og Vinstri grænna í Kópavogi
Réttlæti - Virðing - Sköpun
Réttlæti, virðing og sköpun verður leiðarljós okkar við stjórn Kópavogs.
Við viljum tryggja jafnræði meðal Kópavogsbúa og að þeir fái gegnsæja og sanngjarna málsmeðferð í samskiptum við bæjaryfirvöld. Við viljum sjá til þess að ólík sjónarmið bæjarbúa og skoðanir fái notið sín og þeir eigi greiðan aðgang að upplýsingum um starfsemi bæjarins. Við viljum að börn og unglingar fái jöfn tækifæri til mennta og til að rækta áhugamál sín og að sérstaklega verði staðinn vörður um hag þeirra sem minna mega sín. Leiðarljós okkar í meðferð fjármuna bæjarins er jöfnuður og réttlæti.
Við berum virðingu fyrir umhverfi okkar og verðmætum. Við berum virðingu fyrir ólíkum þörfum íbúa og virðum rétt þeirra til þess að hafa áhrif og segja sína skoðun. Við berum virðingu fyrir náttúru, menningu og sögu bæjarins og viljum friða náttúruminjar og hefja til virðingar mannvirki sem hafa sögulega og menningarlega þýðingu fyrir samfélag okkar.
Við viljum nýta sköpunarkraftinn sem sérhver einstaklingur býr yfir til jákvæðrar uppbyggingar. Við viljum víkka sjóndeildarhringinn og leita nýrra leiða í atvinnusköpun, skipulagi, menntun, menningu og félagsþjónustu.
Atvinnumál
Atvinnumál eru mikilvæg velferðarmál og skyldur Kópavogsbæjar í atvinnumálum miklar, ekki síst þegar kreppir að. Við leggjum áherslu á að Kópavogur búi í haginn fyrir fjölbreyttar lausnir í atvinnumálum og stuðli að margvíslegri atvinnuuppbyggingu.
Helstu áherslur:
· Kanna hagkvæmni þess að Kópavogsbær komi að uppbyggingu hálfkláraðs húsnæðis í bænum og að koma á traustum leigumarkaði
· Aukið samstarf við sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu um úrræði í atvinnumálum
· Sett verði á fót Hugmyndahús Kópavogs þar sem hlúð verði að nýsköpun og stuðningi við atvinnuleitendur
· Ráðist verði í endurbætur og viðhald á fasteignum bæjarins
· Átaksverkefni í umhverfismálum
· Fjölbreytt sumarstörf fyrir ungt fólk
· Stefnumótun í ferðamálum
· Hefja framkvæmdir við endurbyggingu gamla holdsveikraspítalans og Kópavogsbæjarins
Íþrótta- og tómstundamál
Almenn þátttaka Kópavogsbúa í íþróttum og tómstundastarfi er mikilvæg. Í því skyni þarf aðstaða til hreyfingar, tómstunda- og íþróttaiðkunar að vera fjölbreytt og öllum opin.
Helstu áherslur:
· Endurskoða rekstrar- og þjónustusamninga við íþróttafélögin
· Taka upp frístundastyrki, sem gilda jafnt fyrir íþróttir, tómstundir og listgreinar
· Samþætta skóladag grunnskólabarna við íþrótta- og tómstundastarf
· Efla þjónustu tómstundavagnsins
· Skapa eldra fólki í Kópavogi aðstöðu til að stunda öflugt íþrótta- og tómstundastarf
· Halda áfram uppbyggingu fjölbreytts íþrótta-, lista- og tómstundastarfs í bænum
Skólamál
Skólastarf í leik- og grunnskólum á að taka mið af þörfum hvers og eins og þarf því fjölbreytni í námi sem reynir bæði á hug og hönd. Skólarnir þurfa að geta boðið upp á gott námsumhverfi, góða kennslu og að nemendur geti valið um ólíkar leiðir að námsmarkmiðum.
Helstu áherslur:
· Þróunarverkefni vegna dagvistar 9?18 mánaða barna
· Endurskoða skólasamninga
· Standa vörð um sérkennslu og kennslu list- og verkgreina
· Stefnt verður að því að hefja byggingu síðasta áfanga Vatnsendaskóla
· Stefnt verður að byggingu nýs leikskóla í Þingum
· Leita eftir samvinnu við menntamálaráðuneytið um stofnun nýs framhaldsskóla í Kópavogi
· Efla fullorðinsfræðslu
· Hvetja grunnskóla til að bjóða nemendum upp á morgunverð
Skipulagsmál
Stefnumótun í skipulagsmálum á fyrst og fremst að taka mið af hagsmunum bæjarbúa. Þar vegur þyngst aukið samstarf og samráð við íbúa.
Helstu áherslur:
· Aukið samráð við bæjarbúa við mótun nýrra svæða og vegna skipulagsbreytinga
· Aukið samstarf um skipulag höfuðborgarsvæðisins
· Endurskoða skipulag á Kársnesi, í Smára, Glaðheimum og nærliggjandi svæðum
· Hafist verði handa við endurskipulagningu Hamraborgarsvæðisins
· Lóðum verði úthlutað á réttlátan og gagnsæjan hátt og úthlutunarreglur endurskoðaðar
· Farið verði í hugmyndavinnu um nýtingu Kópavogstúns
· Bæjaryfirvöld stuðli að því að húseigendur og fyrirtækjaeigendur fegri umhverfi sitt
Félagsþjónusta
Velferðarmál munu njóta forgangs í Kópavogi. Styrkur og gæði samfélagsins verða best metin á því hvernig búið er að íbúunum.
Helstu áherslur:
· Ráðgjöf og stuðningur við fjölskyldur vegna veikinda og áfalla
· Fjárhagsaðstoð taki mið af þróun verðlags og neyslu
· Auka framboð á félagslegu húsnæði
· Barnaverndarmál verði aðskilin frá félagsmálaráði
· Efla heimaþjónustu og auka samvinnu um heimahjúkrun
· Efla Ferðaþjónustu fatlaðra og leita samstarfs við nágrannasveitarfélögin
· Fara nú þegar í stefnumótunarvinnu vegna tilfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaga
· Efla velferðarvakt barna í leik- og grunnskólum
Lýðræði og opin stjórnsýsla
Helstu áherslur:
Upplýsing og heiðarleiki, lýðræði og virkt samráð á að vera einn af hornsteinunum í stjórnsýslu Kópavogsbæjar. Stærri ákvarðanir skulu teknar í samráði við þá hópa fólks sem þær varða
· Styðja við stofnun hverfasamtaka í öllum bæjarhlutum
· Sett verði á fót öldungaráð bæjaryfirvöldum til ráðgjafar
· Efla ungmennaráð Kópavogs
· Skilgreint verði starf íbúatengiliðs
· Heimasíða bæjarins verði öflug upplýsingaveita með íbúagátt
· Þjónustufulltrúar verði bæjarbúum og fyrirtækjum til ráðgjafar
· Innkaupareglur bæjarins verði endurskoðaðar
· Stjórnsýsluúttekt verði gerð á rekstri bæjarins
· Tryggt verði að sjónarhorn beggja kynja komi fram á öllum stigum áætlanagerðar
· Bæjarstjórnarfundir verði reglulega haldnir úti í hverfum
Fjármál
Skuldir bæjarins eru miklar sem þyngir reksturinn verulega. Því er mikilvægt að gæta fyllsta aðhalds í rekstri, þó með það að markmiði að verja þjónustu við bæjarbúa og halda gjaldskrárhækkunum í lágmarki.
Helstu áherslur:
· Endurskipulagning skulda og lækkun greiðslubyrði
· Úttekt verði gerð á fjármálum Kópavogs
· Hagræðing í stjórnsýslu og rekstri bæjarins
· Endurskoða skipurit Kópavogs með hagræðingu í huga
· Fækkun nefnda og einföldun stjórnsýslu
Umhverfismál
Kópavogur á að taka forystu í umhverfismálum. Allt umhverfi og aðstaða til útivistar í bænum á að vera til fyrirmyndar.
Helstu áherslur:
· Kópavogur verði fyrsta stóra sveitarfélagið til að taka upp flokkun sorps
· Stefnt verði að því að bílafloti bæjarins verði knúinn umhverfisvænum orkugjöfum
· Allar stofnanir Kópavogsbæjar setji sér umhverfisstefnu
· Bæta göngu- og hjólreiðastíga og fjölga merkingum
· Taka almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu til gagngerrar endurskoðunar
· Kópavogsleirur og Skerjafjörður verði friðlýst og skoðaðar verði friðlýsingar á öðrum náttúruminjum
· Uppbygging eldfjallagarðs á Reykjanesi
Menning og ferðamál
Til að leggja áherslu á hlutverk Kópavogs sem lista- og menningarbæjar þarf að leggja aukna rækt við menningu og mannlíf í bænum.
Helstu áherslur:
· Menningarstefna Kópavogsbæjar verði endurskoðuð
· Mótuð verði stefna í ferðamálum fyrir Kópavog
· Aukið samráð verði haft við listamenn og hagsmunahópa við stefnumótun í menningarmálum
Guðríður Arnardóttir gerði tillögu um Ólaf Þór Gunnarsson.
Ólafur Þór Gunnarsson var kjörinn forseti bæjarstjórnar með sex samhljóða atkvæðum en fimm sátu hjá.
Eftirfarandi tillögur voru lagðar fram um kjör í bæjarráð:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Guðríður Arnardóttir, Fífulind 2
...................(X) Hjálmar Hjálmarsson, Reynigrund 83
...................(V) Ólafur Þór Gunnarsson, Þinghólsbraut 32
Af B-lista: ( D) Ármann Kr. Ólafsson, Mánalind 8
................(D) Gunnar I. Birgisson, Austurgerði 9
Skipan áheyrnarfulltrúa skv. 44. gr. bæjarmálasamþykktar:
Áh.fulltrúar: (B) Ómar Stefánsson, Kastalagerði 4
......................(Y) Rannveig H. Ásgeirsdóttir, Grenigrund 18
Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson um stjórn fundarins. Forseti gerði grein fyrir ákvæðum 44. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar og fundarsköp. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls um stjórn fundarins og lagði til að kjöri áheyrnarfulltrúa Y-listans verði frestað.
Bæjarstjórn samþykkti tillögu um kjör aðalfulltrúa í bæjarráð og kjöri Ómars Stefánssonar áheyrnarfulltrúa en frestar kjöri Rannveigar Ásgeirsdóttur áheyrnarfulltrúa Y-listans.
Kosning 1. varaforseta. Kosningu hlaut Hafsteinn Karlsson með sex samhljóða atkvæðum.
Kosning 2. varaforseta. Kosningu hlaut Rannveig H. Ásgeirsdóttir með sex samhljóða atkvæðum.
Kosningu hlutu:
Pétur Ólafsson og Margrét Björnsdóttir.
Til vara: Gunnar Ingi Birgisson og Ómar Stefánsson.
Kosningu frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Pétur Ólafsson, Skólatröð 3,
...................(X) Brynjar Gunnarsson, Glósalir 4
..................(V) Garðar Guðjónsson, Hlégerði 14
Af B-lista: (D) Ármann Kr. Ólafsson, Mánalind 8
...................(D) Guðmundur Geirdal, Lækjarsmára 100
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (V) Helgi Jóhannesson, Álfatúni 21,
..................(S) Þorsteinn Ingimarsson, Engihjalli 17
..................(Y) Guðmundur Freyr Sveinsson, Ásbraut 11
Af B-lista: (D) Benedikt Hallgrímsson, Digranesheiði 28
..................(D) Kjartan Sigurgeirsson, Breiðahvarfi 8
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Magnús Norðdal
.................(S) Hjördís Erlingsdóttir, Ástúni 8,
..................(V) Guðbjörg Sveinsdóttir, Trönuhjalli 13
Af B-lista: (D) Hildur Dungal, Hásalir 14
..................(D) Karen E. Halldórsdóttir,
Kjöri varamanna frestað.
Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Steingrímur Steingrímsson, Víðigrund 19,
Af B-lista: ( D) Margrét Halldórsdóttir
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (X) Gestur Valgarðsson, Bæjartúni 15,
..................(S) Kristín Pétursdóttir, Digranesvegur 34
..................(Y) Agnes Jóhannsdóttir, Vallhólma 14
Af B-lista: (D) Rafn Steingrímsson, Sólarsalir 2
..................(D) Matthías Björnsson, Huldubraut 33
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (X) Böðvar Jónsson, Lyngbrekka 5,
.................(S) Kristín Sævarsdóttir, Hrauntunga 71
.................(V) Arnþór Sigurðsson, Bjarnhólastíg 12
Af B-lista: (D) Aðalsteinn Jónsson, Fífuhvammi 29
.................(D) Valtýr Björn Valtýsson, Álfatúni 17
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (X) Erla Karlsdóttir, Furugrund 24,
..................(S) Guðrún Jóna Jónsdóttir, Hlíðarhjalla 38
..................(V) Bryndís Hilmarsdóttir, Þverbrekku 2
Af B-lista: (D) Janus Arn Guðmundsson, Tröllakór 9-11
..................(D) Hjördís Johnson, Laugalind 8
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Tjörvi Dýrfjörð, Birkigrund 8,
..................(V) Lára Jóna Þorsteinsdóttir, Kjarrhólmi 20
..................(Y) Hreiðar Oddsson, Álfhólsvegur 107
Af B-lista: (D) Sigurrós Þorgrímsdóttir, Löngubrekku 3
...................(D) Unnur Arna Jónsdóttir, Dalaþingi 19
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Hafsteinn Karlsson, Selbrekku 19,
...................(X) Benedikt Nikulás Anes Ketilsson, Hraunbraut 26
...................(Y) Una Björg Einarsdóttir, Álfkonuhvarf 41
Af B-lista: (D) Helga Guðrún Jónasdóttir, Marbakkabraut 24
..................(D) Friðdóra Kristinsdóttir, Hlíðarhjalla26
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (V) Guðný Dóra Gestsdóttir, Lyngbrekku 17,
..................(S) Guðmundur Örn Jónsson, Frostaþing 9
..................(Y) Vilhjálmur Einarsson, Birkigrund 9b
Af B-lista: (D) Jóhann Ísberg
..................(D) Árni Bragason
Kjöri varamanna frestað.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Af A-lista: (Y) Rannveig Ágeirsdóttir, Grenigrund 18
..................(S) Jens Sigurðsson, Hófgerði 3
..................(X) Erla Karlsdóttir, Furugrund 24
Af B-lista: (D) Margrét Björnsdóttir, Fellasmári 10
.................(D) Áshildur Bragadóttir
Kjöri varamanna frestað.
Tilnefndir voru:
Aðalmenn:
Af A-lista: (S) Flosi Eiríksson, Kópavogsbakki 6
Af B-lista: (D) Sigurður Konráðsson
Kjöri varamanna frestað.
Fundi slitið - kl. 18:00.