Bæjarstjórn

1122. fundur 08. september 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1509002 - Forsætisnefnd, dags. 3. september 2015.

53. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

2.1507100 - Faldarhvarf 4. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Pétri Pálssyni verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 4. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Pétri Pálssyni kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 4 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

3.1507376 - Faldarhvarf 6. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Pétri Erni Péturssyni og Ástrósu Óladóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 6. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Pétri Erni Péturssyni og Ástrósu Óladóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 6 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

4.1507160 - Faldarhvarf 8. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Hörpu Grétarsdóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 8. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Hörpu Grétarsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 8 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

5.1507162 - Faldarhvarf 10. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Halldóru Harðardóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 10. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Halldóru Harðardóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 10 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

6.1507161 - Faldarhvarf 12. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Vali Árnasyni verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 12. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Vali Árnasyni kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 12 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

7.1508002 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 7. ágúst 2015.

159. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 15. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

8.1508004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 13. ágúst 2015.

160. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 8. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

9.1508010 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 21. ágúst 2015.

161. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 13. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

10.1508007 - Félagsmálaráð, dags. 17. ágúst 2015.

1395. fundur félagsmálaráðsí 10. liðum.
Lagt fram.

11.1507375 - Faldarhvarf 2. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Helgu Kristínu Harðardóttur verði úthlutuð lóðin að Faldarhvarfi 2. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Helgu Kristínu Harðardóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Faldarhvarfi 2 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.

12.1508008 - Íþróttaráð, dags. 20. ágúst 2015.

50. fundur íþróttaráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

13.1508005 - Leikskólanefnd, dags. 20. ágúst 2015.

61. fundur leikskólanefndar í 11. liðum.
Lagt fram.

14.1508012 - Lista- og menningarráð, dags. 25. ágúst 2015.

46. fundur lista- og menningarráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

15.1507004 - Skipulagsnefnd, dags. 17. ágúst 2015.

1263. fundur skipulagsnefndar í 27. liðum.
Lagt fram.

16.1508003 - Skipulagsnefnd, dags. 24. ágúst 2015.

1264. fundur skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.

17.1508011 - Skólanefnd, dags. 24. ágúst 2015.

89. fundur skólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

18.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 21. ágúst 2015.

352. fundur stjórnar Sorpu í 11. liðum.
Lagt fram.

19.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 24. ágúst 2015.

418. fundur stjórnar SSH í 13. liðum.
Lagt fram.

20.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 14. ágúst 2015.

223. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

21.1502119 - Hafnarbraut 12. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Hafnarbrautar 12. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísari erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

22.1509149 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 8. september 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 27. ágúst og 3. september, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 7., 13. og 21. ágúst, félagsmálaráðs frá 17. ágúst, forsætisnefndar frá 3. september, íþróttaráðs frá 20. ágúst, leikskólanefndar frá 20. ágúst, lista- og menningarráðs frá 25. ágúst, skipulagsnefndar frá 17. og 24. ágúst, skólanefndar frá 24. ágúst, stjórnar Sorpu frá 21. ágúst, stjórnar SSH frá 24. ágúst og stjórnar Strætó frá 14. ágúst.
Lagt fram.

23.1508013 - Bæjarráð, dags. 27. ágúst 2015.

2785. fundur bæjarráðs í 33. liðum.
Lagt fram.

24.1505138 - Aflakór 8. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga ASK arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Aflakórs 8, sem felst í því að þegar byggðu einbýlishúsi verði breytt í tvíbýli. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir við kynnta tillögu. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

25.1504274 - Auðbrekka 20. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lagt fram að nýju erindi Guðmundar Möller, arkiteks, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta 1. hæð Auðbrekku 20 í tvær íbúðir. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

26.1312426 - Austurkór 63, símahús og mastur.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lagt fram að nýju erindi Fjarskipta hf. þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til uppsetningar fjarskiptabúnaðar á húsinu Austurkór 63. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust út af breyttu deiliskipulagi. Einnig lagt fram minnisblað lögfræðisviðs. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

27.1503805 - Birkihvammur 21. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lagt fram að nýju erindi Vífils Magnússonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að byggja 45 fm. bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar, ásamt 90 cm. háum stoðvegg á lóðarmörkum til austurs. Einnig lögð fram umsögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Skipulagsnefnd tók undir sjónarmið umsagnar lögreglunnar og hafnaði framlagðri umsókn og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

28.1306637 - Borgarholt - bílastæði og aðkoma.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttri aðkomu að bílastæðum við Menningartorfuna og Kópavogskirkju. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

29.1504653 - Dimmuhvarf 7a. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 17. ágúst, lagt fram að nýju erindi THG arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Dimmuhvarfs 7a. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

30.1503553 - Hafnarbraut 2. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga KRark f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta skrifstofuhúsnæði á 1. hæð í þrjár íbúðir. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

31.1509172 - Tillaga um móttöku flóttafólks.

Tillaga frá bæjarfulltrúum Samfylkingar um móttöku flóttafólks: "Kópavogsbær er reiðubúinn til að taka á móti hópum flóttafólks. Bæjarstjóra er falið að ganga til samninga við Velferðarráðuneytið um móttöku flóttafólks. Sérstaklega skal horft til flóttafólks frá Sýrlandi, en þó án þess að aðrir hópar séu útilokaðir. Fjöldi flóttafólks sem Kópavogsbær býður búsetu og aðstoð, skal ekki fyrirfram ákveðinn en þó skal gert ráð fyrir að fjöldi verði ekki undir 35 einstaklingum á næstu þremur árum."
Margrét Júlía Rafnsdóttir lagði fram eftirfarandi viðaukatillögu:
"Jafnframt skal skoðað hvernig hægt er að styðja við félagasamtök og aðra aðila sem vinna að málefnum flóttafólks á vettvangi.
Sérstaklega skal horft til viðkvæmra hópa, s.s barna og fjölskyldna þeirra, vegalausra barna, eða annarra sem hætta er á að þoli verr að búa við ótryggar aðstæður til lengri tíma. Því þarf að tryggja þessum hópum tafarlaust öryggi og vernd, bæði á vettvangi og koma þeim sem fyrst í öruggt skjól.
Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 17.32. Fundi var fram haldið kl. 18.24.

Forseti greindi frá því að tillaga Ásu Richardsdóttur og Kristínar Sævarsdóttur hefði verið dregin til baka og væri viðaukatillaga Margrétar Júlíu Rafnsdóttur því ekki til afgreiðslu.

Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Kópavogsbær lýsir sig reiðubúinn til að taka á móti flóttafólki. Bæjarstjóra er falið að koma þeirri afstöðu á framfæri við Velferðarráðuneytið og vinna að frekari undirbúningi í samvinnu við ráðuneyti, félagsmálastjóra og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu.
Kópavogsbær vill sýna ábyrgð og telur eðilegt að bærinn, sem næst stærsta sveitarfélag landsins, bjóði flóttafólki aðstoð, í hlutfalli við stærð sína.
Margrét Friðriksdóttir, Sverrir Óskarsson, Ása Richardsdóttir"

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með 11 atkvæðum.

32.1505734 - Lækjarbotnaland (24). Ósk um afmörkun lóðar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lagt fram að nýju erindi frá Orkuveitu Reykjavíkur þar sem óskað er eftir afmörkun nýrrar lóðar í Lækjarbotnalandi fyrir smádreifistöð. Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breyttri staðsetningu fyrirhugaðrar smádreifistöðvar. Skipulagsnefnd samþykkti erindið og vísaði því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

33.15082679 - Naustavör 32-42 og 44-50. Bílastæði.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lögð fram tillaga Archus f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu fyrirkomulagi bílastæða og aðkomum að bílageymslum við Naustavör 32-42 og 44-50. Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu á fyrirkomulagi bílastæða og aðkomu að bílageymslum ofangreindra lóða ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

34.15061205 - Nýbýlavegur 20. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lagt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagaða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

35.1502588 - Sæbólsbraut. Bílastæði. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar að fjölgun bílastæða við Sæbólsbraut. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

36.1505736 - Vatnsendablettur 247 (Dimma). Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 18. ágúst, lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 247. Skipulagsnefnd samþykkti að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

37.1410079 - Þverbrekka 8. Breyting á aðalskipulagi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 25. ágúst, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar umhverfissviðs að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 um að breyta verslun og þjónustu að Þverbrekku 8 í íbúðarbyggð. Skipulagsnefnd samþykkti að ofangreind tillaga að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 yrði auglýst og staðfesti bæjarstjórn ofangreinda afgreiðslu skipulagsnefndar. Tillagan var kynnt og bárust engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

38.1508015 - Bæjarráð, dags. 3. september 2015.

2786. fundur bæjarráðs í 19. liðum.
Lagt fram.

Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Þrátt fyrir fjölgun íbúa í Kópavogi um rúm 2% á fyrstu 6 mánuðum ársins 2015 og stöðugt verðlag er rekstrarniðurstaða A hluta bæjarsjóðs neikvæð um 362 m.kr. Ef horft er til rekstrarniðurstöðu fyrstu sex mánaða ársins 2014 þá er niðurstaðan um 600 m.kr. lakari. Jafnframt er fyrirsjáanlegt að skuldbindingar og útgjöld, m.a. vegna lífeyrissjóðs og starfsmats, mun leggjast þungt á fjárhagslega stöðu bæjarins á seinni hluta ársins.
Kópavogur er eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins og því mikilvægt að reksturinn skili afgangi til að lækka skuldir - ekki er endalaust hægt að reiða sig á sölu eigna. Skuldir og skuldbindingar bæjarins um mitt þetta ár nema 43,8 milljörðum króna. Það jafngildir um það bil 1,3 milljón kr. á hvern bæjarbúa. Í þessari tölu eru ekki skuldbindingar gagnvart samlagsfélögunum Strætó, Sorpu og Slökkviliðsins. Jafnframt er ekki gert ráð fyrir frekari skuldsetningu ef til kæmi að kaupa þrjár hæðir í Norðurturninum undir bæjarskrifstofur.
Undirritaður hefur ítrekað bent á og lagt til að innri endurskoðun verði tekin upp hjá Kópavogsbæ sem hafi m.a. það að markmiði að stuðla að hagkvæmari og skilvirkari nýtingu fjármuna. Ekkert bólar hins vegar á því hjá meirihlutanum að slík innri endurskoðun verði sett á fót.
Það er áhyggjuefni að fyrsti árshlutareikningur núverandi meirihluta skuli ekki skila meiri árangri en raun ber vitni. Í raun er um afturför að ræða en ekki framfarir í rekstri bæjarins. Það er augljóst að rekstur bæjarins þarfnast endurskoðunar. Slíkt er einfaldlega óumflýjanlegt og nauðsynlegt.
Birkir Jón Jónsson"

Bæjarfulltrúar Samfylkingar og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Tap Kópavogsbæjar á rekstri A hluta fyrstu 6 mánuði ársins er langt umfram það sem áætlað var í fjárhagsáætlun ársins eða 362 milljónir króna sem er 55% hærra en reiknað var með. Ljóst er að bæjarstjórn verður að bregðast við. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar hefði betur nýtt lögbundna skattstofna líkt og Samfylkingin lagði til við síðustu fjárhagsáætlanagerð. Tekjustofnar sveitarfélaga eru fáir og mikilvægt að endurskoða hlutfall og samsetningu þeirra. Sterk rök eru t.d. fyrir því að sveitarfélög ættu að fá hlutdeild í virðisaukaskatti, til framtíðar. Fjárhagur Kópavogsbæjar fyrstu 6 mánuði ársins 2015 er ekki í góðum málum og ljóst að afkoman getur enn versnað í tengslum við endurútreikning lífeyrisskuldbindinga. Bæjarstjórn Kópavogs bíður vandasamt verk og þörf er á útsjónasemi og samstöðu við gerð næstu fjárhagsáætlunar.
Ása Richardsdóttir, Kristín Sævarsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Bæjarfulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Rekstrarniðurstaða samstæðu Kópavogsbæjar á fyrri hluta árs var í samræmi við fjárhagsáætlun. Að jafnaði kemur rekstur fyrri hluta árs verr út en á seinni hluta vegna þess að á fyrri hluta árs falla aðeins um 48-49% af skatttekjum ársins en stærri hluti útgjalda á ákveðnum sviðum. Gert hafði verið ráð fyrir 117 milljón króna tapi á tímabilinu en niðurstaðan varð 128 milljón króna tap. Skýringin er einkum lægri skatttekjur en áætlað hafði verið, líkt og hjá öðrum sveitarfélögum. Það verður að teljast nákvæmt að einungis muni 11 m.kr. þegar skatttekjur fyrri hluta ársins eru ríflega 9 m.kr. Þarna skeikar því aðeins broti úr prósenti. Þá er rétt að taka fram að ekki er gert ráð fyrir óreglulegum tekjum og því er ekki verið að reiða sig á sölu eigna og þ.a.l. farið rangt með í bókun fulltrúa Framsóknarflokksins. Skuldahlutfall Kópavog shefur lækkað hratt á undanförnum árum og mun gera það áfram ef verðbólgudraugurinn fer ekki á kreik eins og svo oft áður í kjölfar bólginna kjarasamninga.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Sverrir Óskarsson"

39.1507071 - Faldarhvarf 1, 3, 5, 7, 9. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. september, lögð fram tillaga um að Sætrum ehf. verði úthlutað lóðirnar að Faldarhvarfi 1, 3, 5, 7 og 9. Bæjarráð samþykkti með fjórum atkvæðum að gefa Sætrum ehf. kost á byggingarrétti á lóðunum Faldarhvarfi 1, 3, 5, 7 og 9 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu. Birkir Jón Jónsson greiddi ekki atkvæði.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 9 samhljóða atkvæðum. Birkir Jón Jónsson og Sverrir Óskarsson greiddu ekki atkvæði.

Fundi slitið.