Bæjarstjórn

1317. fundur 25. mars 2025 kl. 16:00 - 19:02 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson, aðalmaður boðaði forföll og Sigvaldi Egill Lárusson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Gunnar Sær Ragnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
  • Sigrún Bjarnadóttir varamaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2503002F - Bæjarráð - 3208. fundur frá 13.03.2025

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Ásdís Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 17:19, Sigrún Bjarnadóttir tók sæti í hennar stað.
  • 1.2 2503558 Hlíðarhjalli 65 206-2025, Sala á húsnæði
    Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 10.03.2025, lögð fram beiðni um heimild á sölu íbúðar 206-2025 í Hlíðarhjalla 65. Niðurstaða Bæjarráð - 3208 Umræður.

    Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita umbeðna heimild til að fullgilda kaupsamning vegna sölu íbúðar 206-2025 að Hlíðarhjalla 65 og við fullnaðaruppgjör og afsal.

Önnur mál fundargerðir

2.2503010F - Bæjarráð - 3209. fundur frá 20.03.2025

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 2.1 25031710 Hallahvarf 17-19 og Hallahvarf 21-23
    Frá lögfræðideild, dags. 17.03.2025, lögð fram tillaga að úthlutun lóðarinnar Hallahvarfi 17 í öðrum áfanga lóðarúthlutunar í Vatnsendahvarfi. Lagt er til að bæjarráð geri eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Að lóðinni Hallahvarfi 17, Landnúmer 238648, verði úthlutað til XP7 ehf., kt. 650624-3780. Niðurstaða Bæjarráð - 3209 Ása Arnfríður vék af fundi kl. 7:55.

    Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til að lóðinni Hallahvarfi 17, Landnúmer 238648, verði úthlutað til XP7 ehf., kt. 650624-3780 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Hér í málum 1 og 2 er verið að samþykkja síðustu úthlutanir fjölbýlishúsa í nýrri byggð í Vatnsendahvarfi. Enn og aftur hefur meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarflokks hafnað því að taka frá lóð til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga en selur þess í stað hæstbjóðanda lóðirnar. Engri lóð hefur enn verið úthlutað til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga í Kópavogi sem veldur einsleitni í uppbyggingu hverfa og vöntun á húsnæði fyrir ákveðinn hóp íbúa."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


    Bókun:
    "Líkt og meirihlutinn hefur margoft bent á greinir meiri- og minnihluta á um leiðir að því marki hvernig sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Hér er verið að auka framboð á lóðum í Kópavogi og slíkt framboð kemur öllum húsnæðismarkaðinum til góða. Mikið hefur verið kallað eftir auknu framboði íbúða á almennan markað og hér er er brugðist við því ákalli."

    Orri V. Hlöðversson
    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri S. Hilmarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Helgu Jónsdóttur að lóðinni Hallahvarfi 17, Landnúmer 238648, verði úthlutað til XP7 ehf., kt. 650624-3780.
  • 2.2 25031090 Hallahvarf 25-27, Hallahvarf 29 og Hallahvarf 31-33
    Frá lögfræðideild, dags. 17.03.2025, lögð fram tillaga að úthlutun lóðarinnar Hallarhvarf 25. Lagt er til að bæjarráð geri eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Að lóðinni Hallahvarfi 25, Landnúmer 238603 verði úthlutað til MótX ehf., kt. 660505-2100.

    Niðurstaða Bæjarráð - 3209 Ása Arnfríður vék af fundi kl. 7:55.

    Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til að lóðinni Hallahvarfi 25, Landnúmer 238603 verði úthlutað til MótX ehf., kt. 660505-2100 og vísar málinu til afgreiðslu bæjartjórnar.

    Bókun:
    "Hér í málum 1 og 2 er verið að samþykkja síðustu úthlutanir fjölbýlishúsa í nýrri byggð í Vatnsendahvarfi. Enn og aftur hefur meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarflokks hafnað því að taka frá lóð til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga en selur þess í stað hæstbjóðanda lóðirnar. Engri lóð hefur enn verið úthlutað til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga í Kópavogi sem veldur einsleitni í uppbyggingu hverfa og vöntun á húsnæði fyrir ákveðinn hóp íbúa."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir


    Bókun:
    "Líkt og meirihlutinn hefur margoft bent á greinir meiri- og minnihluta á um leiðir að því marki hvernig sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Hér er verið að auka framboð á lóðum í Kópavogi og slíkt framboð kemur öllum húsnæðismarkaðinum til góða. Mikið hefur verið kallað eftir auknu framboði íbúða á almennan markað og hér er er brugðist við því ákalli."

    Orri V. Hlöðversson
    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri S. Hilmarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Helgu Jónsdóttur að lóðinni Hallahvarfi 25, Landnúmer 238603 verði úthlutað til MótX ehf., kt. 660505-2100.
  • 2.3 25031088 Háahvarf 2 og Háahvarf 4
    Frá lögfræðideild, dags. 17.03.2025, lögð fram tillaga að úthlutun lóðarinnar Háahvarfi 2 í öðrum áfanga lóðarúthlutunar í Vatnsendahvarfi. Niðurstaða Bæjarráð - 3209 Ása Arnfríður vék af fundi kl. 7:55.

    Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til að lóðinni Háahvarfi 2, verði úthlutað til MótX ehf., kt. 660505-2100 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Sigurbjörgu E. Egilsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Helgu Jónsdóttur að lóðinni Háahvarfi 2, verði úthlutað til MótX ehf., kt. 660505-2100.
  • 2.4 25031774 Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi
    Frá yfirlögfræðingi. Lögð fram til yfirferðar og samþykktar, drög að úthlutunarskilmálum vegna þriðja áfanga Vatnsendahvarfs. Niðurstaða Bæjarráð - 3209 Ása Arnfríður vék af fundi kl. 7:55.

    Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur framlögð drög að úthlutunarskilmálum vegna þriðja áfanga Vatnsendahvarfs og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Helgu Jónsdóttur framlögð drög að úthlutunarskilmálum vegna þriðja áfanga Vatnsendahvarfs.

Önnur mál fundargerðir

3.2503019F - Forsætisnefnd - 235. fundur frá 20.03.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2503005F - Skipulags- og umhverfisráð - 5. fundur frá 17.03.2025

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 4.5 23111613 Göngu- og hjólastígar um Ásbraut. Deiliskipulag.Forkynning.
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga að nýju deiliskipulagi Ásbrautar, dags. 14. mars 2025, til forkynningar í samræmi við 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Markmið með deiliskipulagsvinnunni er að endurhanna göturými Ásbrautar til að bæta stígakerfi og tryggja með samræmdum hætti örugga og greiða umferð gangandi og hjólandi vegfarenda í samræmi við aðalskipulag Kópavogsbæjar. Með deiliskipulaginu er núverandi byggðarmynstur fest í sessi og lagðar skipulagslegar forsendur fyrir vistlegri götumynd og öruggari göngu- og hjólaleiðum. Þá eru einnig lagðar fram fundargerðir frá samráðsfundum með íbúum Ásbrautar sem haldnir voru 21. nóvember 2024.
    Orri Gunnarsson, skipulagsfræðingur frá VSÓ Ráðgjöf, gerir grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 5 Samþykkt með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga á vinnslustigi verði forkynnt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.
  • 4.6 25021662 Hafnarbraut 14 A-D. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn húsfélagsins Hafnarbraut 14 A-D dags. 17. febrúar 2025 um breytingu á deiliskipulagi sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025. Gerð er breyting á 18. grein skipulagsskilmála fyrir Hafnarbraut 14 og skilmálar um að ekki sé heimilt að gera svalalokanir á efstu hæð hússins er felld út. Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2025 og var vísað til umsagnar verkefnastjóra. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 5 Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025 með fimm atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Andra S. Hilmarssonar, Leó S. Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Gunnars S. Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Gunnars Sæs Ragnarssonar.
  • 4.7 25022006 Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Gunnars Páls Kristinssonar arkitekts dags. 19. febrúar 2025 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 7 við Smiðjuveg um breytingu á deiliskipulagi sem var vísað til skipulags- og umhverfisráðs ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 11. mars 2025. Í breytingunni felst 1.200 m² viðbygging á tveimur hæðum (1. hæð og kjallari) á norð-vestur hluta lóðarinnar. Á austurhlið hússins kæmi 35 m² viðbygging á einni hæð. Byggingarmagn eykst úr 3.552,8 m² í 4.787,8 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,51 í 0,69. Uppdrættir í mkv. 1:200 og 1:100 dags. 13. febrúar 2025. Erindið var lagt fram á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 21. febrúar 2025 og var vísað til umsagnar verkefnastjóra. Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 5 Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulags- og umhverfisráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.2503015F - Menntaráð - 141. fundur frá 18.03.2025

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.25031081 - Fundargerð 971. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2025

Fundargerð 971. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 28.02.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.25031619 - Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.03.2025

Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.03.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.25031912 - Fundargerð 512. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2025

Fundargerð 512. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2503439 - Fundargerð 600. fundar stjórnar SSH frá 03.03.2025

Fundargerð 600. fundar stjórnar SSH frá 03.03.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2503440 - Fundargerð 403. fundar stjórnar Strætó frá 19.02.2025

Fundargerð 403. fundar stjórnar Strætó frá 19.02.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:02.