Bæjarstjórn

1315. fundur 25. febrúar 2025 kl. 16:00 - 19:36 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.23042208 - Staða kjaraviðræðna

Að beiðni Bergljótar Kristinsdóttur samþykkir bæjarstjórn, með 10 atkvæðum og hjásetu Hjördísar Ý. Johnson, að taka málið á dagskrá bæjarstjórnar með afbriðgðum.
Umræður.

Fundarhlé hófst kl. 16:36, fundi fram haldið kl. 16:50

Bókun:
"Samfylkingin í Kópavogi lýsir yfir fullum stuðningi við þá afstöðu formanns stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga að samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara sem lögð var fram 20. febrúar sl. Kennarasambandið samþykkti tillöguna en meirihluti stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga ákvað að hafna henni eftir samráðsfund með sveitarstjórum.

Við teljum jafnframt nauðsynlegt að starfsumhverfi kennara í grunnskólum verði tekið til endurskoðunar. Flótta úr stéttinni og vaxandi langtímaveikindi má vafalaust rekja til sífellt erfiðari vinnuskilyrða kennara innan veggja kennslustofunnar."

Bergljót Kristinsdóttir f.h. Samfylkingarinnar í Kópavogi


Bókun:
"Ég tek undir bókun Bergljótar Kristinsdóttur."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir.


Bókun:
"Við leggjum mikla áherslu á að áfram verði unnið af heilindum í kjaraviðræðunum, með það að markmiði að finna lausn sem báðir aðilar geta unað við. Við leggjum traust okkar í hendur samningsaðila að leiða þessa vinnu til lykta, fljótt og örugglega."

Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Orri V. Hlöðversson
Björg Baldursdóttir

Dagskrármál

2.24053362 - Úttekt og skoðun á verklagi og verkferlum við eftirlit bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálastjórn bæjarins

Lögð fram tillaga í framhaldi af úttekt og skoðun á verklagi og verkferlum við eftirlit bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálastjórn bæjarins. Bæjarráð samþykkti tillöguna á fundi sínum þann 20. febrúar s.l. með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og vísaði tillögunni til staðfestingar bæjarstjórnar.
Fundarhlé hófst kl. 17:56, fundi fram haldið kl. 18:21

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 8 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

3.2502013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 412. fundur frá 14.02.2025

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2502002F - Bæjarráð - 3204. fundur frá 13.02.2025

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Bókun undir máli nr. 1 í fundargerð bæjarráðs er varðar Sorpu á Dalvegi:
"Undirritaðar harma ákvörðun meirihlutans að hafna tillögunni. Það liggur fyrir að endurvinnslustöð á Glaðheimasvæðinu verður ekki fullbúin fyrr en eftir 2-4 ár. Lokun stöðvarinnar við Dalveg þann 1. september næstkomandi mun valda verulegri skerðingu á þjónustu við bæjarbúa. Ljóst að aðrar stöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru þegar fullnýttar og ráða illa við aukið álag. Undirritaðar leggja því enn og aftur áherslu á að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði ekki lokað fyrr en þörf er á að nýta lóðina undir annað. Jafnvel þótt komið yrði upp móttökustöð til bráðabirgða er ljóst að slík stöð mun aldrei veita sömu þjónustu og núverandi endurvinnslustöð við Dalveg gerir."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
"Flutningur á endurvinnslustöðinni á Dalvegi yfir í Glaðheima mun tryggja íbúum Kópavogs og nágrannasveitarfélaga betri þjónustu en er í dag enda er núverandi stöð á Dalvegi barn síns tíma og hefur um langt skeið ekki uppfyllt öryggiskröfur.
Óhjákvæmilega fylgir því alltaf rask þegar breytingar verða á starfsemi en þær breytingar sem hér eru til umræðu eru löngu tímabærar að mati meirihlutans, enda var lóðinni á Dalvegi úthlutað tímabundið undir endurvinnslustöð fyrir rúmlega 30 árum, árið 1991. Þessu tímabundna ástandi vegna flutninganna verður mætt með aðgerðaráætlun sem Sorpa hefur kynnt og telur meirihlutinn að sú áætlun muni tryggja fullnægjandi þjónustu við íbúa á meðan breytingarnar ganga yfir. Meðal annars felur aðgerðaráætlunin í sér að komið verði upp bráðabirgða endurvinnslustöð á þeirri lóð sem fyrirhuguð er undir endurvinnslustöðina í Glaðheimum."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet B. Sveinsdóttir
Björg Baldursdóttir

Önnur mál fundargerðir

5.2502007F - Bæjarráð - 3205. fundur frá 20.02.2025

Fundargerð í 20 liðum.
  • 5.5 24121901 Viðaukabeiðni vegna NPA- og notendasamninga 2025
    Frá fjármálasviði, lögð fram umsögn vegna viðaukabeiðni velferðarsviðs. Niðurstaða Bæjarráð - 3205 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum beiðni um viðauka vegna NPA- og notendasamninga 2025.
  • 5.6 25021861 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025
    Frá fjármálasviði, dags. 18.02.2025, lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3205 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Sjá afgreiðslu í lið 5.5.
  • 5.7 25011055 Lántökur Kópavogsbæjar 2025
    Frá fjármálasviði, dags. 18. febrúar 2025, lagt fram erindi varðandi breytingar á lánalínum Kópavogsbæjar 2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3205 Bæjarráð vísar málinu með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar að heimila hækkun á lánalínum bæjarins hjá Arion banka um kr. 1.200 m.kr., eða í kr. 3.000 m.kr. með samskonar fyrirkomulagi og gildir um núverandi heimild. Jafnframt er bæjarstjóra, Ásdísi Kristjánsdóttur, kt. 280978-3459 eða Ingólfi Arnarsyni 050656-3149 veitt fullt og ótakmarkað umboð til fyrir hönd Kópavogsbæjar að undirrita lánasamning sem felur í sér framangreinda hækkun.
  • 5.8 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur ásamt tilgreindum fylgiskjölum.
    Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 2
    Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði sex mánaða samningur um samræmda móttöku flóttafólks og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar í bæjarstjórn. Ráðið leggur áherslu á að ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga ljúki endurskoðun á ákvæðum samnings um samræmda móttöku með vísan til samráðshóps sem starfandi var á árinu 2024.
    Niðurstaða
    Bæjarráð frestaði málinu 13.02.2025 og óskar eftir að sviðstjóri velferðarsviðs komi inn á næsta fund bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3205 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur endurnýjaðan samning um samræmda móttöku flóttafólks.

Önnur mál fundargerðir

6.2502014F - Forsætisnefnd - 233. fundur frá 20.02.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2502016F - Menntaráð - 139. fundur frá 18.02.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2501001F - Menningar- og mannlífsnefnd - 1. fundur frá 05.02.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2502011F - Skipulags- og umhverfisráð - 3. fundur frá 17.02.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 9.3 2401538 Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk.
    Lögð fram að nýju tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 21. janúar 2025. Erindið var lagt fram til kynningar á fundi skipulags- og umhverfisráðs dags. 20. janúar 2025.
    Í breytingunni felst stækkun á vaxtarmörkum svæðisskipulags fyrir Geirland og Gunnarshólma norðan Suðurlandsvegar í upplandi Kópavogs, þar sem fyrirhugað er að hefja uppbyggingu lífsgæðakjarna sbr. viljayfirlýsingu Kópavogsbæjar og Aflvaka Þróunarfélags ehf. dags. 14. febrúar 2024.
    Skipulagslýsingin er unnin af VSÓ Ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ í samráði við landeiganda í Gunnarshólma. Lagt fram áhættumat vegna vatnsverndar unnið af VSÓ Ráðgjöf dags. í desember 2024 ásamt flóðagreiningu og dreifingareikningum unnum af verkfræðistofunni Vatnaskil dags. í nóvember 2024. Jafnframt er lögð fram greinargerð um ytri rýni áhættumatsins dags. 2. desember 2024. Að auki er lagt fram minnisblað, dags. 4 febrúar 2025, um bakgrunn og meginniðurstöður hættumats Gunnarshólma og kort sem sýnir tillögu að legu fráveitu frá Gunnarshólma að núverandi og fyrirhugaðri framtíðar tengingu fráveitu.
    Sveinn Óli Pálmarsson frá verkfræðistofunni Vatnaskil gerir grein fyrir minnisblaði um bakgrunn og meginniðurstöður hættumats Gunnarshólma.

    Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 3 Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Leós Snæs Péturssonar og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Meiriháttar breytingar á skipulagi eiga að vera að frumkvæði og á forsendum og ábyrgð Kópavogsbæjar en ekki einstakra fjárfesta eða landeigenda. Verkefnið við Gunnarshólma er nú þegar búið að setja hættulegt fordæmi hvað það varða, fyrirliggjandi áhættuþættir eru greindir á forsendum fjárfesta en ekkert mat liggur fyrir á áhættunni eins og hún blasir við sveitarfélaginu. Án þess að farið verði í grunnvinnu við að greina áhættu sem þessu risaverkefni gæti fylgt fyrir bæjarfélagið er málið ekki tækt til að senda það til svæðisskipulagsnefndar með beiðni um stækkun vaxtarmarka.“
    Indriði Ingi Stefánsson, Helga Jónsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir og Leó Snær Pétursson.

    Bókun:
    „Til þess að kalla megi eftir umsögnum hagaðila þarf málið að fara fyrir svæðisskipulagsnefnd og samþykkja þarf að auglýsa skipulagslýsinguna. Aðkoma sérfræðinga, hagaðila og almennings er tryggð í auglýsingaferlinu lögum samkvæmt. Það felur í sér víðtækari og upplýstari umræðu sem styður við vandaða ákvörðunartöku í málinu.“
    Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson, Gunnar Sær Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
    Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 19:26, fundi fram haldið kl. 19:33

    Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar framlagða skipulagslýsingu og skal hún send svæðisskipulagsnefnd til meðferðar.

Önnur mál fundargerðir

10.2502001F - Velferðar- og mannréttindaráð - 2. fundur frá 10.02.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2502927 - Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.01.2025

Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2502804 - Fundargerð 134. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.02.2025

Fundargerð 134. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.02.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2502776 - Fundargerð 596. fundar stjórnar SSH frá 27.01.2025

Fundargerð 596. fundar stjórnar SSH frá 27.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2502777 - Fundargerð 597. fundar stjórnar SSH frá dags 03.02.2025

Fundargerð 597. fundar stjórnar SSH frá dags 03.02.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.25021162 - Fundargerð 268. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24.01.2025

Fundargerð 268. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24.01.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2502805 - Fundargerð 511. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.02.2025

Fundargerð 511. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.02.2025.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.25021116 - Fundargerð 402. fundar stjórnar Strætó frá 31.01.2025

Fundargerð 402. fundar stjórnar Strætó frá 31.01.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:36.