Bæjarstjórn

1306. fundur 08. október 2024 kl. 16:00 - 19:27 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Bergur Þorri Benjamínsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Björg Baldursdóttir aðalmaður
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2409017F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 402. fundur frá 20.09.2024

Fundargerð í níu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

2.2409011F - Bæjarráð - 3188. fundur frá 26.09.2024

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:20, fundi fram haldið kl. 18:40

Dagskrárliður 2. Gjaldskrárhækkanir 2024

Bókun:
"Undirrituð árétta beiðni um að fá yfirlit yfir gjaldskrárhækkanir ársins með samanburði við gjaldskrár síðasta árs. Þau gögn sem hér eru lögð fram eru ófullnægjandi til þess að hægt sé að átta sig á hlutfallslegum hækkunum á ársgrundvelli."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Einar Ö. Þorvarðarson
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
  • 2.6 24091982 Bókun 129. fundar svæðisskipulagsnefndar. Starfs- og fjárhagsáætlun 2025
    Lögð fram til samþykktar bæjarráðs og bæjarstjórnar, starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3188 Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2025 og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum starfs- og fjárhagsáætlun svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins fyrir árið 2025 fyrir sitt leyti.

Önnur mál fundargerðir

3.2409019F - Bæjarráð - 3189. fundur frá 03.10.2024

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Mál nr. 4 á dagskrá bæjarráðs:
Bókun:
"Áður en endanleg afgreiðsla tillögunnar fer fram telja undirritaðar nauðsynlegt að fyrir liggi frekari upplýsingar um húsnæðið og breytinga- og viðhaldsþörf þess miðað við hugsanlega nýtingu Kópavogsbæjar."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Meirihlutinn telur kaupin á Hábraut skynsamlega fjárfestingu sem tryggir hagsmuni bæjarins til lengri tíma."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet B. Sveinsdóttir


Bókun:
"Fyrr á þessum fundi samþykkti meirihlutinn heimild til að taka fjórða lánið á einu ári. Að þessu sinni 1,5 milljarða króna skammtímalán á 11% vöxtum. Fjárfesting í þessu húsnæði kallar óhjákvæmilega á frekari lántöku og nauðsynlegt að vita hver líklegur heildarkostnaður verður við fjárfestinguna og hvernig hún á að nýtast Kópavogsbæ.

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir"


Mál nr. 5 á dagskrá bæjarráðs:
Bókun:
"Staðfest hefur verið að ekki var fylgt eftir ákvörðun bæjarstjórnar um að vinna samráðsáætlun fyrir verslunar- og þjónustusvæði á vestanverðu Kársnesinu. Undirritaðar leggja áherslu á að samkomulagið fari án dráttar til skipulagsráðs og verði hluti af heildstæðri vinnu um rammahluta skipulags á Kársnesi.

Þar sem samningurinn sem hér liggur fyrir var ekki kynntur fyrir bæjarfulltrúum þegar hann var gerður í upphafi árs og minnisblað lögfræðings segir að ekki sé þörf á staðfestingu bæjarráðs, óska undirritaðar eftir upplýsingum um hvort bæjarstjóri hafi hug á því að kynna samninga, sem hún gerir, fyrir bæjarráði í framtíðinni."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Meirihlutinn ákvað að fara í vinnu við rammaskipulag fyrir þróunarsvæði á Kársnessvæðinu. Sú vinna stendur nú yfir með tilheyrandi samráði við íbúa og hagaðila. Rammaskipulagið mun leggja grunn að því skipulagi sem koma skal á þessari lóð eins og öðrum lóðum á þróunarsvæðinu.

Bæjarstjóri hefur lagt áherslu á að halda bæjarráði upplýstu og hyggst gera það áfram. Áfram verða samningar lagðir fram líkt og reglur kveða á um fyrir bæjarráð."

Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Elísabet B. Sveinsdóttir


Bókun:
"Samningur sem hér liggur undir var ekki lagður fram af bæjarstjóra fyrr en hálfu ári síðar, þegar undirritaðar höfðu óskað eftir upplýsingum um stöðu mála á lóðunum.

Jafnframt telja undirritaðar nauðsynlegt að upplýsa skipulagsráð um samninginn."

Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
  • 3.1 2402387 Lántökur Kópavogsbæjar 2024
    Frá fjármálasviði, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs og bæjarstjórnar fyrir lántöku allt að 1,5 milljarða til að fjármagna framkvæmdir og að einhverju leiti til að endurfjármagna framkvæmdalán bæjarins á lokamánuðum 2024 og fyrri hluta ársins 2025. Niðurstaða Bæjarráð - 3189 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur fyrir sitt leyti að veita umbeðna heimild fyrir lántöku og vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar.


    Bókun:
    "Undirritaðar óska eftir að lagðar verði fyrir bæjarráð upplýsingar um lántökur bæjarins (skammtíma og langtíma) frá upphafi kjörtímabilsins til dagsins í dag ásamt upplýsingum um uppgreiðslur lána, afborganir, vaxtakjör og upphæðir greiddra vaxta- og verðtryggingar. Jafnfram er óskað eftir upplýsingum um áætlaðar lántökur næsta árs."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur að taka skammtímalán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð kr. 1.500.000.000 frá og með 15. október 2024 með gjalddaga 14. Janúar 2025 í samræmi við skilmála skammtímaláns sem liggur fyrir fundinum og bæjarstjórn hefur kynnt sér og veitir heimild til að framlengja því láni um þrjá mánuði til viðbótar teljist þörf á því. Lánið er tekið á grundvelli langtímalánsumsóknar hjá Lánasjóði sveitarfélaga. Vextir lánsins væru nú 11,063% en þeir taka mið af 3ja mánaða REIBOR vöxtum með 1,5% álagi þegar lánið er tekið.
    Lánið er tekið til að fjármagna verkefni sveitarfélagsins sem fela í sér að vera verkefni sem hafa almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3.gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Ásdísi Kristjánsdóttur kt. 280978-3459 veitt fullt og ótakmarkað umboð til fyrir hönd Kópavogsbæjar að undirrita skammtímalánasamning við Lánasjóð Sveitarfélaga.
  • 3.2 24051876 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
    Frá fjármálasviði, lagðir fram viðaukar sjö og átta við fjárhagsáætlun 2024.
    Viðauki sjö er vegna aukins kostnaðar við endurnýjuna götuljósa og viðauki átta vegna kaupa á húsnæðinu Hábraut 1.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3189 Bæjarráð samþykkir viðauka 7 með fimm atkvæðum.
    Bæjarráð samþykkir viðauka 8 með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir viðauka 7 með 11 atkvæðum.
    Bæjarstjórn samþykkir viðauka 8 með 6 atkvæðum og hjásetu Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

4.2409018F - Leikskólanefnd - 165. fundur frá 26.09.2024

Fundargerð í 14 liðum
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2409010F - Öldungaráð - 26. fundur frá 18.09.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2408012F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 176. fundur frá 17.09.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2409016F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 17. fundur frá 23.09.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2409022F - Menntaráð - 132. fundur frá 01.10.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2410079 - Fundargerð 27. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 30.09.2024

undargerð 27. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 30.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2410081 - Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2024

Fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.24091972 - Fundargerð 585. fundar stjórnar SSH frá 16.09.2024

Fundargerð 585. fundar stjórnar SSH frá 16.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.24092852 - Fundargerð 129. fundar Svæðisskipulagsnefndar frá 13.09.2024

Fundargerð 129. fundar Svæðisskipulagsnefndar frá 13.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.24092682 - Fundargerð 262. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.06.2024

Fundargerð 262. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.06.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.24092683 - Fundargerð 263. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.06.2024

Fundargerð 263. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.06.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.24092684 - Fundargerð 264. fundar stjórnar Slökkviliðis höfuðborgarsvæðisins frá 16.08.2024

Fundargerð 264. fundar stjórnar Slökkviliðis höfuðborgarsvæðisins frá 16.08.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.24092986 - Fundargerð 424. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 10.09.2024

Fundargerð 424. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 10.09.2024.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

17.24093106 - Fundargerð 501. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.08.2024

Fundargerð 501. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 14.08.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2410348 - Fundargerð 502. fundar stjórnar Sorpu bs. 04.09.2024

Fundargerð 502. fundar stjórnar Sorpu bs. 04.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2410080 - Fundargerð 50. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.09.2024

Fundargerð 50. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 30.09.2024.
Lagt fram.

Kosningar

20.2206316 - Kosning 1. og 2. varaforseta 2022 - 2026

Björg Baldursdóttir er kosin 2. varaforseti i stað Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.

Kosningar

21.2206321 - Kosningar í bæjarráð 2022-2026

Björg Baldursdóttir er kosin sem varmaður í bæjarráð í stað Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.
Björg Baldursdóttir er kosin sem varmaður í bæjarráð í stað Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.

Önnur mál

22.24062017 - Beiðni bæjarfulltrúa um lausn frá störfum tímabundið

Beiðni bæjarfulltrúa Andra Steins Hilmarssonar um tímabundna lausn til og með 21. október 2024.
Bæjarstjórn samþykkir umbeðna tímabundna lausn til og með 21. október 2024.

Fundi slitið - kl. 19:27.