Bæjarstjórn

1305. fundur 24. september 2024 kl. 16:00 - 17:51 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kristján Ingi Gunnarsson , sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.24081777 - Uppfærsla samgöngusáttmálans

Frá SSH, dags. 21.08.2024, lagður fram uppfærður samgöngusáttmáli. Fyrirliggjandi eru gögn númeruð frá 1-4 sem óskað er eftir að verði rædd og afgreidd í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs.

Niðurstaða Bæjarráð - 3184

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Niðurstaða Bæjarstórn - 1304

Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan uppfærðan samgöngusáttmála.

Önnur mál fundargerðir

2.2408008F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 401. fundur frá 06.09.2024

Fundargerð í 14 liðum.
Kristján Ingi Gunnarsson vék sæti undir þessum dagskrárlið vegna vanhæfis.

Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2409007F - Bæjarráð - 3187. fundur frá 19.09.2024

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 16:56, fundi fram haldið kl. 17:28
  • 3.7 24091212 Fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029.
    Frá SSH, lögð fram fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3187 Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum fjárhagsáætlun Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 2025-2029 fyrir sitt leyti.

Önnur mál fundargerðir

4.2409001F - Bæjarráð - 3186. fundur frá 12.09.2024

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2409009F - Forsætisnefnd - 225. fundur frá 19.09.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2409008F - Menntaráð - 131. fundur frá 17.09.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Bókun bæjarstjórnar undir máli nr. 1 í fundargerð menntaráðs:
"Bæjarstjórn fagnar ákvörðun menntaráðs um að flýta innleiðingu verkefnisins Opinskátt um ofbeldi í grunnskólum Kópavogs."

Önnur mál fundargerðir

7.2409003F - Skipulagsráð - 170. fundur frá 16.09.2024

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 7.3 2003236 Borgarlínan í Kópavogi. Rammahluti aðalskipulags.
    Lögð fram að nýju tillaga að rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040, Borgarlínan í Kópavogi, fyrir fyrstu lotu Borgarlínu frá Fossvogsbrú að Hamraborg dags. í ágúst 2024. Rammahlutinn er unninn af VSÓ ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ. Viðfangsefni tillögunnar er nánari útfærsla fyrir Borgarlínuna í Kópavogi. Þar er lögð fram tillaga að legu, staðsetningu stöðva, áherslum á forgang og skipulag göturýmis. Jafnframt eru kynnt þau viðmið sem líta ber til við útfærslu Borgarlínunnar, hvort sem er í deiliskipulagi göturýmis eða hönnun innviða Borgarlínunnar. Rammahlutinn um 1. lotu Borgarlínunnar er ítarlegri stefna tillögu að Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 til að tryggja framfylgd meginmarkmiða skipulagsins um Borgarlínuna. Viðfangsefni tillögunnar eru liður í því að stuðla að framfylgd samgöngusáttmála ríkis- og sveitarfélaganna og tryggja framfylgd samgönguáætlunar 2020-2034.
    Þá er einnig lögð fram samantekt þeirra umsagna og athugasemda sem bárust er frumdrög Borgarlínu og vinnslutillaga að rammahluta aðalskipulags voru forkynnt árið 2021, dags. í nóvember 2023.
    Erindið var lagt fram og kynnt á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024, Stefán Gunnar Thors, sviðsstjóri Umhverfis og skipulags hjá VSÓ ráðgjöf gerir grein fyrir erindinu. Afgreiðslu málsins var frestað til næsta fundar.
    Stefán Gunnar Thors gerði grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 170 Fundarhlé kl. 17:14, fundi framhaldið kl. 17:30.

    Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Helga Ólafssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur gegn atkvæði Kristins Dags Gissurarsonar með tilvísun í 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að rammahluta aðalskipulags verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Undirritaður, Kristinn Dagur Gissurarson, leggst alfarið gegn framlagningu skjalsins Rammahluti ASK KÓP Borgarlínan í Skipulagsráði, 16.09.2024. Leggja ber áherslu á að Borgarlínan keyri í almennri umferð um Borgarholtsbraut en ekki í sérrými og einstefna verði hvergi. Huga þarf að því að skerða lóðir íbúa sem minnst. Ljóst er þrátt fyrir að það komi ekki fram í Rammahlutanum að stefnan til frambúðar er klárlega sú að hin lágreista byggð við Borgarholtsbrautina víki og þess í stað verði reist „massa“ fjölbýlishús við Borgarholtsbrautina. Þessi framtíðarsýn hugnast ekki undirrituðum.“
    Kristinn Dagur Gissurarson.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.8 2407272 Hlégerði 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 28. júní 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um 16,4 m² viðbyggingu ásamt 15 m² geymslu á lóðinni. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,25 í 0,31. Á fundi skipulagsráðs þann 15. júlí 2024 var erindið lagt fram ásamt uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 28. apríl 2024 og minnisblaði skipulagsfulltrúa dags. 1. júlí 2024. Samþykkt var að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2024, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 170 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.9 2406414 Hraunbraut 9. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn Vífils Magnússonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir viðbyggingu við austurhlið einbýlishússins á lóðinni fyrir nýja bílageymslu með sólstofu ofan á. Heildarstærð viðbyggingarinnar er 87,6 m². Heildarbyggingarmagn á lóðinni eykst úr 246,6 í 334,2 við breytinguna og nýtingarhlutfall lóðarinnar hækkar úr 0,26 í 0,35. Á fundi skipulagsráðs þann 15. júlí 2024 var erindið lagt fram ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 12. júlí 2024. Samþykkt var að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina. Kynningartíma lauk 30. ágúst 2024, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 170 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.10 2406306 Þverbrekka 8A. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 31. maí 2024 þar sem umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 8A við Þverbrekku um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir 15,5 m² sólstofu á suðurhlið hússins.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. júlí 2024 var erindið lagt fram ásamt uppdráttum í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 20. nóvember 2015 og uppfærðir 4. mars 2024. Samþykkt var að grenndarkynna umsóknina. Kynningartíma lauk 12. september 2024, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 170 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.11 24052394 Jórsalir 2. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 30. maí 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 2 við Jórsali um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að koma fyrir nýjum byggingarreit fyrir 48 m² garðhýsi á norðvestur hluta lóðar. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,39 í 0,45. Á fundi skipulagsráðs þann 3. júní 2024 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2024.
    Á fundi skipulagsráðs þann 2. september 2024 var erindinu vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 13. september 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 30. ágúst 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 170 Skiplagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytt deiliskipulag með áorðnum breytingum dags. 30. ágúst 2024 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Helga Ólafssyni, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 8 atkvæðum gegn atkvæði Helgu Jónsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Önnur mál fundargerðir

8.2409004F - Velferðarráð - 136. fundur frá 09.09.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.24082800 - Fundargerð 26. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.08.2024

Fundargerð 26. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 28.08.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.24091410 - Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.08.2024

Fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 30.08.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2409583 - Fundargerð 583. fundar stjórnar SSH frá 02.09.2024

Fundargerð 583. fundar stjórnar SSH frá 02.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.24091264 - Fundargerð 584. fundar stjórnar SSH frá 06.09.2024

Fundargerð 584. fundar stjórnar SSH frá 06.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2409522 - Fundargerð 396.fundar stjórnar Strætó frá 16.08.2024

Fundargerð 396.fundar stjórnar Strætó frá 16.08.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2409519 - Fundargerð 49. eigendafundar Sorpu bs. frá 02.09.2024

Fundargerð 49. eigendafundar Sorpu bs. frá 02.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.24091244 - Fundargerð 50. eigendafundar Strætó frá 02.09.2024

Fundargerð 50. eigendafundar Strætó frá 02.09.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2408372 - Erindi til aðildarsveitarfélaga Strætó vegna aukaframlags

Frá Strætó bs., dags. 08.08.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir auknu rekstrarframlagi vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.

Niðurstaða Bæjarráð - 3182

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Niðurstaða

Bæjarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum aukið rekstrarframlag vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur, auk viðauka nr. 5 við fjárhagsáætlun.

Kosningar

17.24093269 - Beiðni um lausn frá störfum

Frá bæjarfulltrúa Sigrúnu Huldu Jónsdóttur, dags. 24.09.2024, lögð fram beiðni um tímabundna lausn frá störfum. Óskað er eftir að lausnin vari frá 01.10.2024 til loka 31. ágúst 2025. Björg Baldursdóttir tekur sæti sem aðalmaður í bæjarstjórn í stað Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir framlagða beiðni um tímabundna lausn frá störfum.

Kosningar

18.2206320 - Kosningar í velferðarráð 2022-2026

Svava B. Friðriksdóttir tekur sæti sem aðalmaður og Haukur Ólasson tekur sæti sem varamaður í stað Páls M. Pálssonar.
Bæjarstjórn samþykkir að Svava B. Friðriksdóttir taki sæti í velferðarráði sem aðalmaður í stað Páls M. Pálssonar og Haukur Ólafsson taki sæti sem varamaður í stað Svövu B. Friðriksdóttur.

Kosningar

19.2206342 - Kosningar í menntaráð 2022-2026

Hjördís Einardóttir tekur sæti Sigrúnar Huldu Jónsdóttur sem aðalmaður í menntaráði.

Kosningar

20.2206419 - Kosning í öldungaráð 2022-2026

Björg Baldursdóttir tekur sæti sem aðalmaður í öldungaráði í stað Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.

Kosningar

21.2206330 - Kosningar í stjórn Sorpu bs. 2022-2026

Björg Baldursdóttir tekur sæti sem varamaður í stjórn Sorpu bs. í stað Sigrúnar Huldu Jónsdóttur.

Fundi slitið - kl. 17:51.