Bæjarstjórn

1304. fundur 10. september 2024 kl. 16:00 - 19:15 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Hanna Carla Jóhannsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2408007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 400. fundur frá 23.08.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

2.2408005F - Bæjarráð - 3184. fundur frá 29.08.2024

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 2.1 24081203 Tekjuskattsundanþága byggðasamlaga- breytt rekstrarform efnahaglegrar starfsemi Sorpu bs.
    Frá SSH, dags. 16.08.2024, lagt fram erindi varðandi tekjuskattsundanþágu byggðasamlaga- breytt rekstrarform efnahaglegrar starfsemi Sorpu bs. Bæjarrráð frestaði málinu þann 22.08.2024 til næsta fundar og óskaði eftir því að fulltrúar Sorpu mæti til fundarins. Niðurstaða Bæjarráð - 3184 Með vísan til niðurstöðu í máli ESA nr. 81738 og fyrirliggjandi tillögu SSH um viðbrög við niðurstöðunni, samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði færð í félag, eða eftir atvikum félög, með takmarkaðri ábyrgð fyrir. Bæjarráð vísar málinu jafnframt til staðfestingar bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu bæjarráðs.
  • 2.3 24081777 Uppfærsla samgöngusáttmálans
    Frá SSH, dags. 21.08.2024, lagður fram uppfærður samgöngusáttmáli. Fyrirligggjandi eru gögn númeruð frá 1-4 sem óskað er eftir að verði rædd og afgreidd í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs. Niðurstaða Bæjarráð - 3184 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir að vísa málinu til síðari umræðu.
  • 2.4 22061270 Markavegur 7. Beiðni um skil á lóðarréttindum.
    Frá bæjarlögmanni. Umsögn vegna beiðni lóðarhafa um að skila hesthúsalóð, Markavegi 7. Niðurstaða Bæjarráð - 3184 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum skil á lóðinni Markavegur 7 í samræmi við beiðni lóðarhafa.

Önnur mál fundargerðir

3.2408011F - Bæjarráð - 3185. fundur frá 05.09.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2408009F - Íþróttaráð - 143. fundur frá 29.08.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2406012F - Lista- og menningarráð - 166. fundur frá 28.08.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2406014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 108. fundur frá 28.08.2024

Fundargerð í þreumur liðum
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2408013F - Leikskólanefnd - 164. fundur frá 29.08.2024

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2407005F - Skipulagsráð - 169. fundur frá 02.09.2024

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 8.5 2110841 Borgarlínan, lota 2, leiðarval.
    Lagt fram uppfært minnisblað frá Verkefnastofu Borgarlínu dags. 20. maí 2024 um legu 2. lotu Borgarlínu frá Hamraborg að Smáralind. Í minniblaðinu koma fram niðurstöður rýni Verkefnastofu Borgarlínu í samráði við Strætó bs og umhverfissvið Kópavogsbæjar á samanbuðri tveggja valkosta, legu Borgarlínu um Hafnarfjarðarveg annarsvegar og Digranesveg hinsvegar.
    Sunna Björg Reynisdóttir og Hallbjörn R. Hallbjörnsson frá verkefnastofu Borgarlínu gera grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 169 Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð samþykkir með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttir, Helgu Jónsdóttir og Hákonar Gunnarssonar að unnið verði áfram með valkost 1 og að lega 2. lotu Borgarlínu verði eftir Hafnarfjarðarvegi og Fífuhvammsvegi að Smáralind. Kristinn Dagur Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum gegn atkvæði Kolbeins Reginssonar.
  • 8.10 2408515 Dalvegur 24. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. júlí 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Ragnars Magnússonar byggingarfræðings f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 24 við Dalveg er vísað til skipulagsráðs.
    Sótt um byggingarleyfi fyrir þegar gerðum breytingum á innra skipulagi þar sem búið er að breyta annarri hæð atvinnuhúsnæðis í gistiheimili.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 24. febrúar 2024. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 169 Theódóra S. Þorsteinsdóttir tók aftur sæti á fundinum.

    Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 30. ágúst 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Fundarhlé kl. 17:56 og fundi framhaldið kl. 17:59.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 8.12 2402171 Grænatún 20B. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 26. janúar 2024 þar sem byggingarleyfisumsókn Einar V. Tryggvasonar f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20B við Grænatún er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi til að byggja 11,1 m² sólstofu. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,36 í 0,37. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 24. október 2022 ásamt skráningartöflu dags. 25. janúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs þann 5. febrúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk 22. ágúst, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 169 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.13 24042487 Hlíðarvegur 44. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 19. apríl 2024 þar sem umsókn Sigríðar Arngrímsdóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 44 við Hlíðarveg um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir 18,1 m² viðbyggingu ofan á svalir annarrar hæðar á norð-vestur hlið hússins. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,37 í 0,40.
    Á fundi skipulagsráðs þann 3. júní 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk 29. ágúst 2024, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 169 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjrráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.2408006F - Velferðarráð - 135. fundur frá 26.08.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.24081871 - Fundargerð 582. fundar stjórnar SSH frá 21.08.2024

Fundargerð 582. fundar stjórnar SSH frá 21.08.2024.
Lagt fram.

Önnur mál

11.2408372 - Erindi til aðildarsveitarfélaga Strætó vegna aukaframlags

Frá Strætó bs., dags. 08.08.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir auknu rekstrarframlagi vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.

Niðurstaða Bæjarráð - 3182

Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Niðurstaða

Bæjarstjórn frestar erindinu til næsta fundar.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum aukið rekstrarframlag vegna hækkunar kostnaðar við aðkeyptan akstur.

Kosningar

12.2206345 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2022-2026

Helga G. Halldórsdóttir tekur sæti aðalmanns og Margrét Pála Ólafsdóttir tekur sæti varamanns.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Helga G. Halldórsdóttir taki sæti aðalmanns og að Margrét Pála Ólafsdóttir taki sæti varamanns í jafnréttis- og mannréttindaráði.

Kosningar

13.24062017 - Beiðni bæjarfulltrúa um lausn frá störfum tímabundið

Beiðni bæjarfulltrúa Andra Steins Hilmarssonar um framhald á tímabundinni lausn til frá 15. september og með 31. október 2024.
Bæjarstjórn samþykkir umbeðna tímabundna lausn til og með 31. október 2024.

Fundi slitið - kl. 19:15.