- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson um liði 6,7, 10, 12, 19, 23 og 25.
Kl. 16:10 mætti Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, til fundar.
Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson um lið 15 og lagði til að málinu yrði vísað að nýju til bæjarráðs, og Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 19 og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég vil benda bæjarfulltrúa Ármanni Kr. Ólafssyni á að starfsmenn bæjarins vinna gott og fagleg starf og eru okkur til sóma. Það er miður og óásættanlegt að bókað sé með þeim hætti sem hér var gert af hálfu bæjarfulltrúans og í raun talað niður til starfsmanns sem um ræðir. Hér var um vandað og gott svar að ræða af hálfu deildarstjóra grunnskóladeildar og í fullkomnu samræmi við það sem spurt var um, þó að það hafi ekki verið svar sem umræddur bæjarfulltrúi vildi heyra enda hann ekki sammála um að tölvumál skóla þurfi að ræða ítarlega. Upplýsingatækni hefur fleygt fram án nokkurra takmarkana í samfélagi okkar og því afar mikilvægt að börnum og ungmennum sé kennt að nýta sér tæki og tól í upplýsingatækni bæði til vinnu og varna undir handleiðslu. Ekki síst er nauðsynlegt að fjölbreytileiki ríki í umhverfi sem kveður á um einstaklingsmiðað og fjölbreytilegt nám fyrir alla.
Rannveig Ásgeirsdóttir"
Þá tóku til máls Gunnar Ingi Birgisson um liði 2, 7, 15, 9, 11, 23, 25 og 31, Una María Óskarsdóttir um liði 7 og 8 og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Margir telja að lengi hafi Kópavogsbúar þurft að búa við ófullnægjandi þjónustu Strætó í Kópavogi. Ég tel að Kópavogsbær eigi að leita allra leiða og hefja rekstur Kópavogsstrætó sem aka myndi innan bæjarins og tengjast stofnæðum í nágrannasveitarfélögunum. Þannig myndu börn, ungmenni og almenningur eiga auðveldara með að sækja verslun og margvíslega íþrótta- og tómstundaþjónustu í bænum.
Una María Óskarsdóttir"
Því næst tóku til máls Hjálmar Hjálmarsson um liði 2, 3, 6, 7, 8 og 15, Guðný Dóra Gestsdóttir um liði 2, 6, 7, 9, 15, 19, 21 og 31, Pétur Ólafsson um liði 7, 8 og 9, Guðríður Arnardóttir um liði 6, 23, 30 og 2, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 31 og lagði til að tillögunni yrði vísað frá, Hafsteinn Karlsson um lið 15 og Gunnar Ingi Birgisson um liði 15 og 30. Þá tók Hafsteinn Karlsson til máls og bar af sér sakir. Því næst tók Guðríður Arnardóttir til máls og bar af sér sakir.
Þá tóku til máls Hjálmar Hjálmarsson til máls um lið 6, 16 og 17, Ármann Kr. Ólafsson um lið 19 og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ef meirihlutinn er virkilega sannfærður um að það sé forgangsmál að auka kostnað við tölvunotkun í grunnskólum bæjarins á meðan verið er að skera niður með sársaukamiklum hætti á ýmsum sviðum þá hafa þeir vald til þess og þurfa ekkert að munnhöggvast við mig um það. Þá lýsi ég yfir furðu minni á því að Rannveigu Ásgeirsdóttur finnist óviðeigandi að ég sem pólitískur fulltrúi skuli viðra skoðanir mínar eins og fram kom í máli hennar. Þvert á móti þá er ég kjörinn til þess og þvi er það skylda mín.
Ármann Kr. Ólafsson"
Þá fjallaði Ármann Kr. Ólafsson um liði 6 og 2, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 6.
Forseti bar undir fundinn tillögu Hafsteins Karlssonar um að vísa lið 15 til bæjarráðs. Var það samþykkt með sex samhljóða atkvæðum.
Forseti bar undir fundinn frávísunartillögu Guðnýjar Dóru Gestsdóttur og var hún samþykkt með sex atkvæðum gegn einu. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.
Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson um liði 5 og 30 og lagði fram eftirfarandi fyrirspurn undir þeim lið:
"Hvaða ár byrjaði Kópavogsbær að leigja þetta húsnæði?
Gunnar Ingi Birgisson"
Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson um lið 29 og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bifreiðaeigendur borga mun meira til ríkisins en sem nemur kostnaði við vegaframkvæmdir, rekstur og viðhald vega. Framlag ríkisins til þessara liða eru tæplega 20 milljarðar króna ár hvert og af því fer innan við 20% til framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Skattar á bifreiðaeigendur og umferð er hins vegar um 50 m.a. árlega skv. upplýsingum frá FÍB. Þar af falla ríflega 33 m.a. króna til vegna eldsneytisgjalda.
Það gengur því ekki að ríkisstjórn Íslands ætla að leggja enn frekari skatt á bifreiðaeigendur með sérstökum vegtollum á vegi sem liggja út frá höfuðborgarsvæðinu. Slíkur skattur er algerlega óásættanlegur og þá leggst hann með sérstökum þunga á íbúa á höfuðborgarsvæðinu og nágrenni þess. Mun nær væri að nota það fé sem bifreiðaeigendur greiða nú þegar í ríkissjóð til fyrirhugaðra framkvæmda um leið og hagkvæmari lausnum er beitt til þess að ná fram markmiðum um umferðaröryggi.
Fjölskyldur landsins standa ekki undir núverandi skattheimtu, hvað þá aukinni. Sennilega hefur kostnaður við rekstur bifreiða aldrei verið hærri en nú og ekkert bendir til þess að hann lækki í fyrirsjáanlegri framtíð ef marka má efnahagsspár og spár um þróun heimsmarkaðsverðs á eldsneyti. Vegtollar ganga því einfaldlega ekki upp.
Ármann Kr. Ólafsson"
Því næst tók til máls Una María Óskarsdóttir um liði 5 og 6 og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Mánaðarskýrsla um yfirlit á starfsemi Kópavogsbæjar sýnir að teljandi fækkun hefur orðið á sundlaugargestum í Sundlaugar Kópavogs. Sundið hentar öllum aldurshópum og er einhver hollasta íþróttagrein sem völ er á. Það er því áhyggjuefni ef fram heldur sem horfir, en hægt er að leiða að því líkum að fækkunin eigi sér rætur í styttri opnunartíma lauganna.
Ég vil því gera það að tillögu minni að skoða þann möguleika að lengja opnunartímann t.d. á þann hátt að útilaug verði lokað fyrr og innilaug og pottum síðar.
Sundlaugar Kópavogs eru stærsta rekstrareining íþrótta- og tómstundaráðs og eins og hjá öðrum stofnunum þarf rekstur og þjónusta að vera í stöðugri endurskoðun. Ég vil því ennfremur gera það að tillögu minni að heildarendurskoðun fari fram á rekstri sundlauga Kópavogs með það að markmiði að hægt verði að bæta þjónustu Sundlaugar Kópavogs og Sundlaugarinnar í Versölum við Kópavogsbúa.
Una María Óskarsdóttir"
Þá tóku til máls Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 2 og 3, Guðný Dóra Gestsdóttir um lið 29, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri um liði 3 og 6, Guðríður Arnardóttir um liði 5, 9 og 29 og lagði til að tillögunni yrði vísað frá, og Ármann Kr. Ólafsson um liði 29 og 9.
Hlé var gert á fundi kl. 18:47. Fundi var fram haldið kl. 19:14.
Til máls tóku Margrét Björnsdóttir um lið 29, Gunnar Ingi Birgisson um lið 29, Pétur Ólafsson um lið 29, Hjálmar Hjálmarsson um liði 4, 6, 29 og 5, Ármann Kr. Ólafsson um lið 6, 5 og 29, Hjálmar Hjálmarsson um lið 6, 5 og 29, Pétur Ólafsson um lið 29 og Una María Óskarsdóttir um liði 6 og 29.
Forseti bar undir fundinn frávísunartillögu Guðríðar Arnardóttur. Óskað var eftir nafnakalli og féllu atkvæði þannig:
Margrét Björnsdóttir sagði nei,
Pétur Ólafsson sagði já,
Rannveig Ásgeirsdóttir sagði já,
Una María Óskarsdóttir sagði nei,
Ármann Kr. Ólafsson gerði grein fyrir atkvæði sínu og lagði fram eftirfarandi bókun:
"Sambærileg tillaga og þessi var flutt af Samfylkingunni 9. janúar 2007. Þá þótti það sjálfsagt og eðlilegt að bæjarstjórn Kópavogs tæki afstöðu varðandi vegaframkvæmdir til og frá höfuðborgarsvæðinu.
Ármann Kr. Ólafsson"
Ármann Kr. Ólafsson sagði nei,
Guðný Dóra Gestsdóttir sagði já,
Guðríður Arnardóttir sagði já,
Gunnar Ingi Birgisson sagði nei,
Hjálmar Hjálmarsson sagði já,
Hildur Dungal sagði nei,
Hafsteinn Karlsson sagði já.
Frávísartillagan var samþykkt með sex atkvæðum gegn fimm.
Sérafgreiðslur byggingarfulltrúa samþykktar án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Til máls tók Una María Óskarsdóttir um lið 4. Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Fundargerðin afgreidd án umræðu.
Guðríður Arnardóttir tók til máls og kynnti tillöguna og greinargerð sem var lögð fram á fundinum. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls um stjórn fundarins. Forseti tók til máls um stjórn fundarins og þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls um stjórn fundarins. Því næst tóku til máls Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, forseti, Una María Óskarsdóttir, Hafsteinn Karlsson, forseti, Ármann Kr. Ólafsson og Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins. Þá bar Guðríður Arnardóttir af sér sakir. Til máls tóku Guðný Dóra Gestsdóttir, Una María Óskarsdóttir, sem bar af sér sakir, Hildur Dungal, Margrét Björnsdóttir, og óskaði eftir að tillögunni yrði frestað. Þá tóku til máls Guðríður Arnardóttir, Rannveig Ásgeirsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, Una María Óskarsdóttir, og lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Með vísan til 12. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og að jafnréttisnefnd Kópavogs er fyrsta jafnréttisnefnd sveitarfélaga er lagt til að í stað mannréttindanefndar komi jafnréttisnefnd í framlagðri tillögu.
Una María Óskarsdóttir"
Þá tóku til máls Hildur Dungal og Margrét Björnsdóttir, sem lagði til eftirfarandi tillögu:
"Lagt er til að skipulagsnefnd verði sjö manna nefnd.
Margrét Björnsdóttir"
Þá tóku til máls Ármann Kr. Ólafsson og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri.
Bæjarstjórn samþykkir með sex samhljóða atkvæðum að vísa tillögunni til síðari umræðu.
Hlé var gert á fundi kl. 21:23. Fundi var fram haldið kl. 21:27.
Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:
"Sjálfstæðisflokkurinn lýsir furðu sinni á því að ekki skuli hafa verið haft samráð allra flokka eins og hefð er fyrir við breytingar á bæjarmálasamþykkt. Allar fullyrðingar um slíkt eru úr lausu lofti gripnar ef frá er talin breyting á félagsmálaráði þar sem stofnuð er sér nefnd um barnaverndarmálin. Þá vekur sérstaka furðu að íþróttamálin verða vistuð í lítilli nefnd. Margir fleiri þættir orka tvímælis en efnislegar breytingar verða lagðar fram við næstu umræðu.
Ármann Kr. Ólafsson, Hildur Dungal, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir"
Hlé var gert á fundi kl. 21:28. Fundi var fram haldið kl. 21:33.
Una María Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð telur að aðdragandi að framlagðri tillögu um breytingar á bæjarmálasamþykkt hefði mátt vera betri og samráð haft við oddvita allra lista. Ef það hefði verið gert hefði fyrsta umræða orðið markvissari og skilað meiri árangri.
Una María Óskarsdóttir"
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:
"Fulltrúar meirihlutans benda á að hér er verið að leggja fram tillögur að breytingum á nefndarskipan til fyrri umræðu. Tillagan hefur legið fyrir frá því hún var lögð fram á bæjarráðsfundi þann 6. janúar og öllum bæjarfulltrúum aðgengileg á fundarmannagáttinni.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Pétur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson, Guðný Dóra Gestsdóttir"
Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Það er rangt að þetta hafi verið aðgengilegt á netinu þar sem fundarmannagátt datt út kvöldið fyrir bæjarstjórnarfund auk þess sem fylgigögn voru ranglega vistuð.
Ármann Kr. Ólafsson"
Kristín Sævarsdóttir kjörin í stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í stað Hjálmars Hjálmarssonar.
Fundi slitið - kl. 18:00.