Bæjarstjórn

1302. fundur 25. júní 2024 kl. 16:00 - 17:22 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Bergur Þorri Benjamínsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Þórarinn Hjörtur Ævarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Óskar Hákonarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.24062017 - Beiðni bæjarfulltrúa um lausn frá störfum tímabundið

Beiðni bæjarfulltrúa um tímabundna lausn frá störfum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum beiðni Andra Steins Hilmarssonar um tímabundna lausn frá störfum bæjarstjórnar, og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs. Lausnin varir frá 10. júlí 2024 til og með 16. september 2024.

Fundargerð

2.2406004F - Bæjarráð - 3177. fundur frá 13.06.2024

Lagt fram.
  • 2.2 24051876 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024
    Frá fjármálasviði, lagður fram viðauki nr. 3 við fjárhagsáætlun 2024. Viðaukinn er vegna viðbótarframlags til Lions vegna hækkaðs kostnaðar við standsetningu Kópavogsbúsins. Í upphafi gekk samningur við þá út á að Kópavogsbær legði til 25 m.kr. og þeir 28 m.kr. og eru þeir að óska eftir hækkun á framlagi bæjarins um 5 m.kr. Samkvæmt þeim sótti Kópavogsbær um framlag frá Húsfriðunarsjóði og verður framlag þaðan kr. 3,5 mkr.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3177 Bæjarráð samþykkir að vísa framlögðum viðauka nr. 3 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka nr. 3. við fjárhagsáætlun 2024
  • 2.4 2311520 Staða gæðamála
    Frá sviðsstjórum og gæðastjóra lögð fram minnisblöð um stöðu gæðamála. Niðurstaða Bæjarráð - 3177 Lagt fram og kynnt.

    Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vottun á gæðakerfi Kópavogsbæjar verði hætt. Vinna sem nú þegar er hafin við endurskoðun gæðakerfisins verði lokið fyrir næstu áramót. Fyrirkomulag eftirlits bæjarráðs með gæðakerfi bæjarins verði vísað til vinnu við endurskoðun eftirlists bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálum Kópavogsbæjar.

    Bókun:
    "Undirrituð telur miður að hætt verði að votta gæðakerfi Kópavogsbæjar. Markmiðið með innleiðingu gæðakerfis er að tryggja góða og skilvirka þjónustu, gagnsæja stjórnsýslu, aukið öryggi og bætt eftirlit með kostnaði. Í niðurstöðu síðustu úttektar komu fram mörg frávik og athugasemdir.

    Eftirfarandi texti er tekinn upp úr niðurstöðu úttektarfyrirækisins eftir síðustu vottun sem fór fram 2022: „Kópavogsbær mun því halda vottun sinni að því gefnu að bæjarfélagið framkvæmi fullnægjandi úrbótaáætlun fyrir þau frábrigði sem fram komu. Bæjarfélaginu ber þannig að greina orsök og innleiða úrbætur til að lagfæra frábrigðin fyrir næstu vottunarúttekt sem áætluð er í byrjun desember 2023“. Alla jafna gefur vottunaraðilinn skipulagsheildinni sem um ræðir 12 mánuði, eða fram að næstu vottunarúttekt, til þess að skilgreina og innleiða úrbætur og umbætur sem dugar til að standast kröfur. Það er augljóst á gögnum máls sem hér liggja undir að ekki hefur tekist að uppfylla kröfur vottunaraðila. Faglegra hefði verið að halda áfram vottun og uppfylla þær kröfur sem okkur ber til að tryggja þau markmið sem lagt var upp með."

    Theódóra S. Þorsteinsdóttir


    Bókun:
    "Kópavogsbær hefur starfað eftir gæðakerfið frá árinu 2008. Innri og ytri úttektir á gæðakerfi Kópavogsbæjar munu tryggja að virkni þess verði með fullnægjandi hætti og því ekki þörf á vottun."

    Orri V. Hlöðversson
    Ásdís Kristjánsdóttir
    Hjördís Ýr Johnson


    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 8 atkvæðum framlagða tillögu gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Þórarins H. Ævarssonar.
  • 2.7 2406733 Örútboð - Endurskoðun Kópavogsbæjar 2024
    Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 10.06.2024, lagðar fram upplýsingar um örútboð vegna innkaupa á endurskoðun Kópavogsbæjar á grundvelli rammasamnings Ríkiskaupa.

    Niðurstaða Bæjarráð - 3177 Bæjarráð vísar tillögu um heimild til örútboðs til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum umbeðna heimild til örútboðs um endurskoðun Kópavogsbæjar

Önnur mál fundargerðir

3.2406007F - Bæjarráð - 3178. fundur frá 20.06.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2405013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 174. fundur frá 18.06.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2209827 - Gjaldskrá Kópavogshafnar

Lögð fram til samþykktar bæjarstjórnar gjaldskrá Kópavogshafnar vegna leiðréttra gjalda.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða gjaldskrá Kópavogshafnar.

Önnur mál fundargerðir

6.2406461 - Fundargerð 579. fundar stjórnar SSH frá 03.06.2024

Fundargerð 579. fundar stjórnar SSH frá 03.06.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.24061043 - Fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.05.2024

Fundargerð 948. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.05.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2406535 - Fundargerð 498. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.06.2024

Fundargerð 498. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.06.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.24061559 - Fundargerð 423. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 15.05.2024

Fundargerð 423. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 15.05.2024.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

10.24061553 - Fundargerð 128. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 07.06.2024

Fundargerð 128. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 07.06.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.24062546 - Sumarleyfi bæjarstjórnar 2024 - fundafyrirkomulag bæjarráðs

Tillaga um að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að loknum yfirstandandi bæjarstjórnarfundi. Sumarleyfið standi til og með 14. ágúst 2024. Bæjarráði er falið umboð bæjarstjórnar á sumarleyfistíma hennar. Fundir bæjarráðs verði 4. júlí og 18. júlí. Fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi verði þriðjudaginn 27. ágúst.
Bæjarstjórn samþykkir að taka málið á dagskrá með afbrigðum.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu að sumarleyfi bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

Kosningar

12.2206325 - Kosningar í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga 2022-2026

Geir Guðmundsson er kjörinn varamaður í yfirkjörstjórn Kópavogs og lætur samhliða af störfum sem áheyrnarfulltrúi.

Kosningar

13.2206321 - Kosningar í bæjarráð 2022-2026

Elísabet B. Sveinsdóttir kjörin aðalmaður í bæjarráð í stað Andra S. Hilmarssonar

Kosningar

14.2206341 - Kosningar í skipulagsráð 2022-2026

Aðalmaður í skipulagsráði: Sveinbjörn Sveinbjörnsson í stað Andra S. Hilmarssonar
Varamaður: Helgi Ólafsson í stað Sveinbjörns Sveinbjörnssonar

Kosningar

15.2206329 - Kosningar í stjórn Strætó bs. 2022-2026

Aðalmaður í stjórn strætó: Hjördís Ýr Johnson í stað Andra S. Hilmarssonar
Varamaður í stjórn strætó: Elísabet B. Sveinsdóttir í stað Hjördísar Ýr Johnson

Kosningar

16.2206318 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026

Hanna Carla Jóhannsdóttir kemur inn sem varamaður í stað Andra S. Hilmarssonar

Kosningar

17.2206339 - Kosningar í samstarfsnefnd um rekstur skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2022-2026

Elísabet B. Sveinsdóttir sem aðalmaður í stað Sigvalda E. Lárussonar
Hanna Carla Jóhannsdóttir sem varamaður í stað Andra S. Hilmarssonar

Fundi slitið - kl. 17:22.