Bæjarstjórn

1301. fundur 11. júní 2024 kl. 16:00 - 16:21 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2405007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 393. fundur frá 17.05.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

2.2406001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 394. fundur frá 31.05.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2405014F - Bæjarráð - 3175. fundur frá 30.05.2024

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 3.1 24051700 Úthlutun Vatnsendahvarfs. 2. áfangi
    Lögð fram að nýju drög að úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar 2. áfanga Vatnsendahvarfs. Málinu var frestað á fundi bæjarráðs þann 16. maí sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3175 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Með samþykkt þessara úthlutunarskilmála eru virtar að vettugi skuldbindingar bæjarfélagsins lögum samkvæmt sem og í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar, aðalskipulagi Kópavogsbæjar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði til að fullnægja búsetuþörfum allra félagshópa.

    Afgreiðsla meirihlutans á úthlutunarskilmálunum tekur ekkert mið af þessum skuldbindingum og markmiðum, sem byggjast á þeirri reynslu að markaðurinn hefur ekki getað leyst þær fjölbreyttu þarfir sem ungir, tekjulágir, námsmenn og fleiri hópar samfélagsins hafa. Kópavogsbær hefur ekki staðið að almennri lóðaúthlutun í 9 ár en því miður tapast hér gullið tækifæri til að leiðrétta þá skekkju, sem orðið hefur með uppbyggingu fjárfesta á þróunarreitum þar sem arðsemiskrafa er leiðarljósið."

    Bergljót Kristinsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir


    Bókun:
    "Í þessari úthlutun er nær eingöngu um par-, rað- og einbýlishús að ræða. Meiri- og minnihluta greinir á um leiðir að því marki hvernig sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Hér er verið að auka framboð á lóðum í Kópavogi og slíkt framboð kemur öllum húsnæðismarkaðinum til góða. Mikið hefur verið kallað eftir auknu framboði íbúða á almennan markað og hér er brugðist við því ákalli."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Telmu Árnadóttur og Bergljótar Kristinsdóttur framlögð drög að úthlutunarskilmálum 2. áfanga Vatnsendahvarfs.

Önnur mál fundargerðir

4.2406002F - Bæjarráð - 3176. fundur frá 06.06.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 2403248 Úthlutun Vatnsendahvarfs. I. áfangi
    Frá lögfræðideild, lögð fram tillaga að úthlutun lóða í fyrsta áfanga Vatnsendahvarfs. Niðurstaða Bæjarráð - 3176 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Fundarhlé hófst kl. 10:53, fundi fram haldið kl. 11:18.

    Bókun:
    "Í Roðahvarfi er nú úthlutað byggingarrétti á 184 íbúðum á sex fjölbýlishúsalóðum. Þetta er fyrsta úthlutun Kópavogbæjar á byggingarlóðum í áratug. Með aðferð meirihlutans við sölu á byggingarrétti þurfa væntanlegir íbúðareigendur að greiða 12 til 16 milljónir króna fyrir hverja einstaka íbúð auk lögboðinna gjalda til bæjarins fyrir utan sjálfan byggingarkostnaðinn við íbúðina. Þessi úthlutun er enn ein staðfesting á að meirihlutinn virðir að vettugi skuldbindingar bæjarfélagsins lögum samkvæmt sem og í húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar, aðalskipulagi Kópavogsbæjar og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins um framboð á húsnæði á viðráðanlegu verði til að fullnægja búsetuþörfum allra félagshópa. Það er miður að engri lóð sé úthlutað til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga sem byggja íbúðir fyrir þá sem ekki hafa efni á ofurkjörum Kópavogsbæjar."

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir


    Bókun:
    "Það er ánægjulegt að sjá þann mikla áhuga sem var á lóðum í þessari úthlutun en um er að ræða 20 fjölbýlishús á sex lóðum. Með þessu er verið að auka við framboð íbúða á almennum húsnæðismarkaði sem mikið hefur verið kallað eftir. Það er rangt að meirihlutinn sé að virða að vettugi skuldbindingar sveitarfélagsins í húsnæðismálum og er fyrirkomulag þessarar lóðaúthlutunar lögum samkvæmt."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri S. Hilmarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með sex atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Telmu Árnadóttur og Bergljótar Kristinsdóttur framlagða tillögu að úthlutun lóða í 1. áfanga Vatnsendahvarfs.

Önnur mál fundargerðir

5.2405008F - Lista- og menningarráð - 164. fundur frá 24.05.2024

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2405017F - Menntaráð - 129. fundur frá 04.06.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2405003F - Íþróttaráð - 142. fundur frá 23.05.2024

Fundargerð i 33 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2405004F - Skipulagsráð - 165. fundur frá 03.06.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 8.4 24042507 Brú yfir Fossvog. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn Vegagerðarinnar dags. 19. apríl 2024 ásamt fylgiskjölum um framkvæmdaleyfi fyrir landfyllingu og brúargerð vegna brúar yfir Fossvog.
    Jafnframt er lagt fram minnisblað skipulagsfulltrúa, unnið af VSÓ Ráðgjöf dags. 30. maí 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 165 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.7 24053646 Vatnsendahlíð - Þing. Breytt deiliskipulagsmörk.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs Kópavogsbæjar að breytingu á mörkum skipulagssvæðis Vatnsendahlíðar- Þing. Í gildi er deiliskipulagið Vatnsendahlíð-Þing samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 13. janúar 2009. Breytingin felst í því að aðlaga mörk skipulagssvæðisins að mörkum aðliggjandi skipulagssvæðis Kjóavalla. Niðurstaða Skipulagsráð - 165 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.9 24033636 Tónahvarf 12. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Gunnars Sigurðssonar arkitekts dags. 12. apríl 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 12 við Tónahvarf um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst stækkun lóðarinnar um 12 m til suðurs, lóðarstækkun nemur 840 m² að flatarmáli. Stærð lóðarinnar eykst úr 5.287 m² í 6.157 m². Nýtingarhlutfall lækkar úr 0.67 í 0.58. Fyrirhuguð lóðarstækkun er til að koma fyrir stækkun á bílastæðaplani, gert er ráð fyrir að bílastæðum fjölgi um 16 stæði og að heildarfjöldi bílastæða verði 87.
    Á fundi skipulagsráðs þann 6. maí 2024 var afgreiðslu málsins frestað.
    Uppdrættir í mvk. 1:500 og 1:2000 dags. 12. apríl 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 165 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um breytingu á deiliskipulagi.
    Skipulagsráð leggst gegn því að skilmálum gildandi deiliskipulags sé breytt þar sem gert er ráð fyrir opnu óbyggðu svæði og skógræktarsvæði á umræddum stað. Því svæði er ætlað að aðskilja athafnalóðir í Tóna- og Turnahvarfi frá íbúðarhúsalóðum við Álfkonuhvarf og nýju íbúðarhverfi í Vatnsendahvarfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.15 24032188 Dalsmári 5. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Ellerts Hreinssonar arkitekts dags. 13. mars 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 5 við Dalsmára um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið verði fyrir á lóðinni tveimur færanlegum skrifstofueiningum á tveimur hæðum alls 115 m² að flatarmáli, suðvestan við núverandi tengibyggingu íþróttahúss. Hámark byggingarmagns verður 10.315 m² eftir breytingu.
    Á fundi skipulagsráðs þann 18. mars 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 28. maí, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 165 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um breytingu á deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.2405010F - Velferðarráð - 133. fundur frá 27.05.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.24052665 - Fundargerð 394. fundar stjórnar Strætó frá 17.05.2024

Fundargerð 394. fundar stjórnar Strætó frá 17.05.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.24053368 - Fundargerð 24. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.05.2024

Fundargerð 24. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness frá 27.05.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2406233 - Fundargerð 497. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 07.05.2024

Fundargerð 497. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 07.05.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 16:21.