Bæjarstjórn

1298. fundur 23. apríl 2024 kl. 16:00 - 17:38 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2311810 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2023 - fyrri umræða

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2023.
Bæjarstjórn samþykkir að vísa ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2023, ásamt ársreikningum stofnana bæjarins, til seinni umræðu með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2404005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 390. fundur frá 05.04.2024

Fundargerð í 4 liðum.
Fundarhlé hófst kl. 17:09, fundi fram haldið kl. 17:15.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.2404008F - Bæjarráð - 3171. fundur frá 18.04.2024

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 3.6 2110264 Samþykkt og gjaldskrá fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi
    Lögð fram drög að samþykkt fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi. Óskað er eftir samþykki bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarráð - 3171 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlögð drög að samþykkt fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi Kópavogsbæjar. Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum samþykkt fyrir götu- og torgsölu á bæjarlandi Kópavogsbæjar.

Önnur mál fundargerðir

4.2404002F - Bæjarráð - 3170. fundur frá 11.04.2024

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2403011F - Skipulagsráð - 162. fundur frá 15.04.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 5.10 2402464 Vatnsendahvarf. Staðsetning dreifistöðva. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn Veitna um breytingu á deiliskipulagi Vatnsendahvarfs dags. 12. apríl 2024.
    Í breytingunni felst tilfærsla og breyting á staðsetningu og fjölda dreifistöðva rafmagns á skipulagssvæðinu. Auk breyttrar staðsetningar verður stöðvum fækkað úr sex í fjórar.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð dags. 12. apríl 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 162 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.11 24011343 Jörfalind 19. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jóns Hrafns Hlöðverssonar dags. 23. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 19 við Jörfalind um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 190,8 m² endaraðhús á tveimur hæðum. Í breytingunni felst að byggja 18 m² staðsteypta viðbyggingu við suðurgafl hússins, neðri hæð með þaksvölum til suðurs. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,43 í 0,47.
    Á 157. fundi skipulagsráðs þann 29. janúar 2024 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 16. mars 2024, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 162 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

    Orri V. Hlöðversson vék af fundi vegna vanhæfis undir umfjöllun og afgreiðslu þessa máls.
  • 5.12 24011874 Kjóavellir, hesthúsabyggð og keppnisleikvangur. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram svarbréf skipulagsnefndar Garðabæjar dags. 20. mars 2024 þar sem óskað er eftir að Kópavogsbær taki til afgreiðslu tillögu að breytingu deiliskipulags Kjóavalla. Deiliskipulagsbreytingin felst í breikkun byggingarreita úr 12m í 13m á öllum hesthúsalóðum innan Garðabæjar á Kjóavöllum. Auk þess felst breytingin í því að viðhalda núverandi þakformi á hesthúsum í Andvarahverfi, bæði á núverandi hesthúsum og 8 nýjum hesthúsum vestast í Andvarahverfinu, um leið og heimildir fyrir kvistum og þakgluggum eru rýmkaðar. Skilmálar fyrir þakform húsa norðan megin við Andvaravelli 2A-8A, haldast óbreyttir. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma tillögunnar og var tillagan því samþykkt í skipulagsnefnd Garðabæjar sem breyting á deiliskipulagi Kjóavalla.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 21. ágúst 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 162 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2404009F - Menntaráð - 127. fundur frá 16.04.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.24041050 - Fundargerð 494. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2024

Fundargerð 494. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.24041260 - Fundargerð 495. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.03.2024

Fundargerð 495. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 19.03.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.24041377 - Fundargerð 496. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.04.2024

Fundargerð 496. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.04.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.24032894 - Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024

Fundargerð 946. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.03.2024.
Lagt fram.

Kosningar

11.2206323 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2022-2026

Breytingar á hverfiskjörstjórn Kór og Smára.
Guðmundur Birkir Þorkelsson tekur sæti Einars Bollasonar sem varamaður í hverfiskjörstjórn Kór.

Jónas Haukur Einarsson tekur sæti Hrefnu Hilmisdóttur sem varamaður í hverfiskjörstjórn Smára.

Fundi slitið - kl. 17:38.