Bæjarstjórn

1293. fundur 13. febrúar 2024 kl. 16:00 - 23:08 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.24011223 - Viljayfirlýsing um uppbyggingu lífsgæðakjarna

Dagskrármál að beiðni bæjarstjóra.
Umræður.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna með 6 atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Helgu Jónsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Bókun:
"Umræða í bæjarráði sýndi að ekki var samstaða um málið. Eftir sem áður var send út fréttatilkynning um að bæjarráð hefði samþykkt að vísa áfram til samþykktar drögum að viljayfirlýsingu við Aflvaka Þróunarfélag um uppbyggingu 5.000 íbúða lífsgæðakjarna á jörðinni Gunnarshólma. Það er óviðunandi og ámælisvert að bæjarstjóri, ásamt fjárfestum, kynni málið fyrir hönd Kópavogsbæjar áður en umræðu um það og afgreiðslu í bæjarstjórn er lokið."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Á næstu 15 árum fjölgar 65 ára og eldri um 70% og verða þá 85.000 talsins. Þetta kallar á stórátak í uppbyggingu húsnæðis og fjölbreyttrar þjónustu fyrir fólk á efri árum. Það er mat meirihluta bæjarstjórnar Kópavogs að þeirri þörf sem framundan er verði ekki mætt innan núverandi aðalskipulags. Á svæðinu sem um ræðir er stefnt að heildstæðri nálgun og bættri þjónustu fyrir fólk á 3. og 4. æviskeiðinu. Allt verkefnið miðast við að bæta lífskjör þessa vaxtandi samfélagshóps og stuðla að sjálfstæðri búsetu í heilsusamlegu umhverfi með áherslu á útivist, félagsleg tengsl og fjölbreyttri afþreyingu.
Með samþykkt þessarar viljayfirlýsingar verður farið í rannsóknir m.t.t. vatnsverndar, hraunflæðis og jarðhræringa. Það er grundvallarforsenda fyrir uppbyggingu á svæðinu að vatnsvernd sé tryggð."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Elísabet Sveinsdóttir


Bókun:
"Samkvæmt mannfjöldaspá hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsmönnum 65 ára og eldri fjölgi á næstu 15 árum um 42% samkvæmt miðspá eða 44% samkvæmt háspá. Það er fjölgun um 25.000-27.000 manns á landsvísu. Gefið að rúmlega 10% landsmanna búi í Kópavogi má gera ráð fyrir fjölgun um hátt í 3000 íbúa 65 ára og eldri í Kópavogi. Þeirri þörf er vel rúmlega hægt að mæta innan núverandi aðalskipulags Kópavogs. Það er ekki matsatriði heldur staðreynd."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Bókun:
"Það liggur fyrir að 65 ára og eldri verða 85.000 eftir fimmtán ár. Skortur er á hjúkrunarrýmum í dag og húsnæðisskortur ríkir á höfuðborgarsvæðinu. Uppbygging á Gunnarshólma er hugsuð sem ein lausn til að mæta þeim áskorunum sem blasa við."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Elísabet Sveinsdóttir


Bókun:
"Áætlað er að íbúum 65 ára og eldri á höfuðborgarsvæðinu fjölgi um 16.000-18.000 næstu 15 árin. Í skipulagi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu eru áætlaðar yfir 58 þúsund íbúðir innan núverandi vaxtamarka sem jafngildir heimili fyrir um 148.000 nýja íbúa. Það er því augljóst að meira en nóg er af tækifærum til þess að byggja upp raunverulega lífsgæðakjarna fyrir eldra fólk í bland við aðra byggð á höfuðborgarsvæðinu."

Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir



Bókun:
"Mikilvægt er að standa vel að uppbyggingu þjónustu, hjúkrunarrýma og íbúða fyrir eldra fólk enda er mikil fjölgun í þeim hópi fyrirséð á næstu árum. Tillagan sem hér um ræðir er þó slæmur kostur. Hún er á skjön við bæði Aðalskipulag Kópavogs, Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins og samþykkt um verndarsvæði vatnsbóla. Allar samþykktar áætlanir fyrir höfuðborgarsvæðið fela í sér áherslu á blandaða byggð með ólíka aldursdreifingu og fjölbreytta þjóðfélagshópa innan sama hverfis, enda felur slíkt í sér bæði meiri samfélagsleg gæði og betri nýtingu innviða."

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir


Fundarhlé hófst kl. 18:55, fundi fram haldið kl. 19:40.

Dagskrármál

2.2402618 - Tillaga um að hefja skipulagsvinnu fyrir Vatnsendahlíð til þess að mæta þörfum eldri íbúa í Kópavogi

Dagskrármál að beiðni bæjarfulltrúa Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar, Bergljótu Kristinsdóttur, Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

Umræður.

Bæjarstjórn hafnar tillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.


Fundarhlé hófst kl. 20:33, fundi fram haldið kl. 21:47

Bókun:
"Skipulagsvinna við Vatnsendahlíð er nú þegar í áætlunum bæjarins og stefnt er að því að hefja þá vinnu á næsta ári."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Elísabet Sveinsdóttir


Bókun:
"Í umræðu og kynningu bæjarstjóra á hugmyndum fjárfesta í Gunnarshólma, var lýst yfir neyðarástandi í húsnæðismálum fyrir eldra fólk. Þrátt fyrir þær yfirlýsingar þá hafnar meirihluti bæjarstjórnar tillögu um stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi strax frá upphafi og án þess að hafa kynnt sér málið. Breytingar á deiliskipulagi taka mun skemmri tíma en vinna við breytingar á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og aðalskipulagi Kópavogs og rannsóknir á vatnsbúskap."

Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
"Það er rangt að meirihlutinn hafi sett sig upp á móti uppbyggingu Boðaþings. Í fyrri bókun er bent á að skipulagsvinna við Vatnsendahlíð sé ekki hafin, en er á dagskrá."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Elísabet Sveinsdóttir


Bókun:
"Í tillögu minnihlutans um að hefja skipulagsvinnu fyrir Vatnsendahlíð til þess að mæta þörfum eldri íbúa felst frekari stækkun lífsgæðakjarnans í Boðaþingi. Meirihlutinn hafnaði því."

Bergljót Kristinsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson


Bókun:
"Meirihlutinn hafnar því að hefja skipulagsvinnuna á þessum tímapunkti enda tillagan unnin án samráðs eða skoðunar á hvaða áhrif það hefði á önnur skipulagsverkefni í bænum. Slík áætlun er lögð út í fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar þar sem kemur fram að skipulagsvinna í Vatnsendahlíð er framundan."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Elísabet Sveinsdóttir


Önnur mál fundargerðir

3.2401021F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 385. fundur frá 26.01.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2401013F - Bæjarráð - 3160. fundur frá 25.01.2024

Fundagerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 4.3 24011223 Viljayfirlýsing um uppbyggingu lífsgæðakjarna
    Frá bæjarstjóra, lögð fram uppfærð drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna.Bæjarráð frestaði málinu á fundi sínum þann 18.01.2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3160 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa framlögðum drögum að viljayfirlýsingu um uppbyggingu lífsgæðakjarna til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Viljayfirlýsingin er um uppbyggingu sem hlýtur annars vegar að byggjast á því að skýrt sé að vatnsvernd sé í engu ógnað og hins vegar að samstaða sé hjá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu um að breyta vaxtarmörkum í svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Þær forsendur þarf að skýra áður en lengra er haldið."

    Helga Jónsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir


    Bókun:
    "Vaxtarmörk höfuðborgarsvæðisins eru tilkomin vegna markmiða um aukna sjálfbærni - betri nýtingu á núverandi grunnkerfum samgangna, veitna og almannaþjónustu. Gert ráð fyrir að vaxtarmörkin dugi vel fram yfir skipulagstímabilið sem nær til ársins 2040."

    Einar Örn Þorvarðarson
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir

    Bókun:
    "Á næstu 15 árum mun fjöldi Íslendinga yfir 65 ára aukast um 70%. Þessi breytta aldurssamsetning þjóðarinnar, þar sem fólk er heilbrigðara lengur en áður, kemur með áskorunum en um leið tækifærum. Uppbygging á íbúðum og hjúkrunarrýmum í Gunnarshólma miða að því að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari búsetumöguleika en nú eru til staðar og mæta ýmsum þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir við öldrun þjóðar og húsnæðismálum á höfuðborgarsvæðinu.
    Með viljayfirlýsingu þessari verður hafin vinna við að huga vandlega að umhverfis- og vatnsverndarmálum samhliða þeirri skipulagsvinnu sem þarf að fara fram."

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Niðurstaða Sjá afgreiðslu undir lið 1.

Önnur mál fundargerðir

5.2401020F - Bæjarráð - 3161. fundur frá 01.02.2024

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2401022F - Bæjarráð - 3162. fundur frá 08.02.2024

Lagt fram.
  • 6.1 2402387 Lántökur Kópavogsbæjar 2024
    Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 06.02.2023, lögð fram beiðni um heimild bæjarráðs til að hækka lánalínu bæjarins um allt að 1,0 milljarð til að fjármagna framkvæmdir og að einhverju leiti endurfjármagna framkvæmdalán bæjarins á fyrri hluta ársins 2024.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3162 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
    Jafnframt er óskað eftir að fjármögnunaráætlun ársins verði lögð fram í bæjarstjórn.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur, Kolbeins Reginssonar og Bergljótar Kristinsdóttur að taka skammtímalán að fjárhæð 1.000 m.kr. í formi lánssamnings hjá Íslandsbanka, í samræmi við tilboð bankans, dags. 7. febrúar 2024. Gildistími/lánstími verði allt til loka júlí 2024.

    Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að veita Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149 og Ásdísi Kristjánsdóttur kt. 280978-3459 umboð til þess að ganga frá og undirrita nýjan lánssamning þess efnis.
  • 6.2 23111165 Endurskoðun lóðarúthlutunarreglna Kópavogsbæjar
    Frá bæjarlögmanni, lagðar fram að nýju drög að endurskoðuðum reglum um lóðarhúthlutanir. Málið var áður lagt fram á 3154. fundi bæjarráðs og var bæjarlögmanni þá falið að vinna málið áfram. Bæjarráð frestaði erindinu 11., 18. og 28.01.2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3162 Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar með áorðnum breytingum. Niðurstaða Breytingartillaga:
    "Úthlutunarreglur
    4.gr. Undanþága frá auglýsingu.
    Bæjarráði er í sérstökum undantekningartilvikum heimilt að gera tillögur að lóðarvilyrði eða úthlutun lóðar án undangenginnar auglýsingar til bæjarstjórnar til félagasamtaka sem stuðla að uppbyggingu íbúða á grundvelli stofnframlaga. Slík tillaga skal rökstudd sérstaklega með vísan til markmiða í Aðalskipulagi Kópavogs eða annarrar samþykktrar stefnu bæjarstjórnar.

    Breytingartillagan sjálf: Við fyrstu málsgrein 4. gr. bætist: “til félagasamtaka sem stuðla að uppbyggingu íbúða á grundvelli stofnframlaga."

    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir
    Helga Jónsdóttir
    Kolbeinn Reginsson

    Bæjarstjórn hafnar breytingartillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


    Bæjarstjórn samþykkir framlagðar lóðarúthlutunarreglur Kópavogsbæjar með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar..

    Fundarhlé hófst kl. 22:03, fundi fram haldið kl. 22.14

    Bókun:
    "Undirritaðar geta ekki samþykkt úthlutunarreglur sem ganga gegn meginreglum um opinber innkaup og stjórnsýsluréttarins er varðar jafnræði og gagnsæi."

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Theodóra S. Þorsteinsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir


    Bókun:
    "Úthlutunarreglur eru í samræmi við reglur um jafnræði og gagnsæi"

    Ásdís Kristjánsdóttir
    Elísabet B. Sveinsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri S. Hilmarsson
    Sigrún H. Jónsdóttir


    Bókun:
    "Það felst hvorki jafnræði né gegnsæi í því að úthluta lóðum án auglýsingar."

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Theodóra S. Þorsteinsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir



  • 6.3 24011155 Húsnæðisáætlun 2024
    Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2024. Niðurstaða Bæjarráð - 3162 Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Fundarhlé hófst kl. 22:22, fundi fram haldið kl. 22:26

    Bæjarstjórn samþykkir framlagða húsnæðisáætlun Kópavogsbæjar 2024 með einu atkvæði og hjásetu Elísabetar B. Sveinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur, Ásdísar Krisinsdóttar, Hjördís Ýrar Johnson, Andra S. Hilmarssonar, Sigrúnar H. Jónsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.


    Bókun bæjarstjórnar:
    "Mikilvægt er að húsnæðisáætlanir HMS endurspegli raunstöðu í hverju sveitarfélagi út frá þörf á húsnæðismarkaði. Skapalón HMS er enn í vinnslu og meðfylgjandi áætlun gefur því ekki rétta mynd af stöðunni í Kópavogi. Mikilvægt er að hraða þeirri vinnu þannig að skýrsla sem þessi geri gagn."
  • 6.4 24011687 Útboð - Sorphirða í Kópavogi 2024 - 2030
    Frá deildarstjóra gatnadeildar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til bjóða út sorphirðu úr tunnum, kerum og djúpgámum frá heimilum í Kópavogi til næstu sex ára með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Samningstími vegna tæmingu úr djúpgámum verður eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn.
    Bæjarráð frestaði málinu 01.02.2024.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3162 Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum, gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur, umbeðna heimild til bjóða út sorphirðu úr tunnum, kerum og djúpgámum frá heimilum í Kópavogi til næstu sex ára með heimild til framlengingar tvisvar sinnum um eitt ár í senn. Samningstími vegna tæmingu úr djúpgámum verður eitt ár með heimild til framlengingar þrisvar sinnum um eitt ár í senn.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 8 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Hjördísar Ýrar Johnson og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

7.2401008F - Forsætisnefnd - 221. fundur frá 08.02.2024

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2401003F - Hafnarstjórn - 134. fundur frá 30.01.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2401018F - Lista- og menningarráð - 160. fundur frá 26.01.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2402001F - Menntaráð - 125. fundur frá 01.02.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2401017F - Leikskólanefnd - 160. fundur frá 18.01.2024

Fundagerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2312007F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 14. fundur frá 13.12.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2401016F - Skipulagsráð - 157. fundur frá 29.01.2024

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.
  • 13.5 23071264 Sunnubraut 6. Kynning á byggingarleyfisumsókn
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. janúar 2024 var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 21. júlí 2023 þar sem byggingarleyfisumsókn Sigurðar Hallgrímssonar dags. 15. mars 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Sunnubraut var vísað til skipulagsráðs. Skipulagsráð samþykkti að grenndarkynna tillöguna en áður en grenndarkynning hófst voru teikningarnar uppfærðar og er uppfærð tillaga dags. 18. janúar 2024.
    Á lóðinni er 218,6 m² einbýlishús í byggingu skv. samþykktum teikningu byggingarfulltrúa og framkvæmdin er nú komin á byggingarstig 4 skv. vef HMS. Í breytingunni felst að inntök verði færð yfir í nýtt tæknirými undir útidyratröppum og svölum og að svefnherbergi verði stækkað ásamt innan- og utanhússbreytingum. Heildarfjöldi fermetra A rýma fer úr 218,6 m² í 222,6 m², samtals 4 m² stækkun. Nýtingarhlutfall A rýma verður 0.31 og helst óbreytt frá samþykktum teikningum. Nýtingarhlutfall A og B rýma verður 0.35.
    Uppdrættir, uppfærð tillaga B, í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 18. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 157 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu dags. 18. janúar 2024 með fimm atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins D. Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Hákon Gunnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum.

    Helga Jónsdóttir vék af fundi vegna vanhæfis undir afgreiðslu málsins.
  • 13.6 23111586 Vatnsendablettur 510. Ósk um stofnun lóðar.
    Lögð fram að nýju umsókn Þórðar Þorvaldssonar arkitekts dags. 22. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 510 við Vatnsendablett um stofnun nýrrar lóðar fyrir einbýlishús vestan núverandi lóðar. Uppdráttur í mkv. 1:500 ásamt greinargerð dags. 7. september 2023 fylgir umsókninni.
    Á fundi skipulagsráðs 18. desember 2023 var erindið lagt fram, afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 26. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 157 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 26. janúar 2024 með fjórum atkvæðum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæðum Kristins D. Gissurarsonar og Theódóru S. Þorsteinsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Gunnar Sær Ragnarsson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu með 8 atkvæðum gegn atkvæði Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Sigrúnar H. Jónsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.
  • 13.8 23092020 Melgerði 11. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 15. september 2023 þar sem umsókn Hauks Ásgeirssonar byggingarverkfræðings dags. 29. júní 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 11 við Melgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um leyfi fyrir reisa viðbyggingu með einni íbúð á tveimur hæðum við vesturhlið íbúðarhússins alls brúttó 126,5 m² að stærð. Eitt bílastæði eru á lóðinni en fjölgar um eitt og verða því tvö. Á lóðinni í dag er steinsteypt 160 m² einbýlishús á tveimur hæðum byggt 1954 auk 40,2 m² bílgeymslu, byggðri 1972. Byggingarmagn á lóðinni hækkar úr 200,2 m² í 326,7 m² við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,26 í 0,42. Fjöldi íbúða eykst úr einni í tvær á lóðinni. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500, skuggavarpsgreining og götumynd dags. 29. júní 2023 ásamt uppfærðum uppdrætti grunnmyndar 1. hæðar sem sýnir útfærslu bílastæðamála dags. 16. janúar 2024 og svo umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.
    Á fundi skipulagsráðs þann 2.október 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 12. desember 2023, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 18. desember 2023 var afgreiðslu frestað og athugasemdum vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 157 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu þar sem hún er ekki í fullu samræmi við rammaákvæði Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 hvað nýtingarhlutfall varðar með sex atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Andra Steins Hilmarssonar, Gunnars Sæs Ragnarssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.

    Bókun skipulagsráðs:
    Skipulagsráð beinir því til byggingarfulltrúa að brugðist verði við ábendingum í innsendum athugasemdum um núverandi nýtingu húsnæðis á lóðinni.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

14.2401023F - Skipulagsráð - 158. fundur frá 05.02.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 14.5 23031264 Brú yfir Fossvog. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram að nýju tillaga Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar að breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs 20. nóvember 2023 ásamt umsögn Skipulagsstofnunar dags. 15. janúar 2024 þar sem fram kemur að stofnunin geti ekki tekið afstöðu til breytingarinnar. Þá er jafnframt lagt fram svarbréf Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar til Skipulagsstofnunar dags. 23. janúar 2024 ásamt uppfærðum uppdrætti dags. 31. janúar 2024. Niðurstaða Skipulagsráð - 158 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 31. janúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 14.11 23091637 Nýr miðlunargeymir Heimsenda. Kjóavellir. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga umhverfissviðs að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 31 við Landsenda. Í gildi er deiliskipulagið Kópavogur- Garðabær. Kjóavellir samþykkt í bæjarstjórn Kópavogs 24. júní 2008 og í bæjarráði Garðabæjar 8. júlí 2008. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit um 38m að þvermáli fyrir nýjan 4.000 m³ miðlunargeymi norðan megin við núverandi vatnstank. Fyrirhugaður miðlunargeymir mun vera að sömu stærð og hæð og núverandi vatnstankur. Lóð stækkar til norðvesturs um 2.125 m², fer úr 2.134 m² í 4.258 m², og verður girt af með 2m hárri mannheldri girðingu á lóðarmörkum. Núverandi aðkoma helst óbreytt frá Landsenda en fyrirkomulag bílastæða breytist. Fallið er frá lóð fyrir fjarskiptamastur en gert verður ráð fyrir lóð fyrir fjarskiptamastur í deiliskipulagi Vatnsendahlíðar. Uppdráttur í mkv. 1:2000 dags. 2. nóvember 2023.
    Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 23. janúar 2024, athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsráðs 29. janúar 2024 var erindið lagt fram ásamt innsendum athugasemdum. Afgreiðslu var frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 2. febrúar 2024 ásamt uppfærðum uppdrættir dags. 2. febrúar 2024 þar sem bætt er við greinargerð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 158 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 2. febrúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

15.2401014F - Velferðarráð - 129. fundur frá 22.01.2024

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
  • 15.2 2401489 Reglur um fjárhagsaðstoð
    Lagðar fram til afgreiðslu breytingar á reglum Kópavogsbæjar um fjárhagsaðstoð ásamt minnisblaði skrifstofustjóra dags. 10.1.2024. Niðurstaða Velferðarráð - 129 Velferðarráð samþykkir framlagðar tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar tillögur að breytingum á reglum um fjárhagsaðstoð.
  • 15.3 2204193 Reglur Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu
    Lögð fram til afgreiðslu drög að nýjum reglum Kópavogsbæjar um stuðnings- og stoðþjónustu ásamt minnisblaði verkefnastjóra dags. 17.1.2024 og tilgreindum fylgiskjölum. Niðurstaða Velferðarráð - 129 Velferðarráð samþykkir drög að reglum um stuðnings- og stoðþjónustu og vísar þeim til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar reglur um stuðnings- og stoðþjónustu.

Önnur mál fundargerðir

16.2401005F - Öldungaráð - 24. fundur frá 17.01.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.24012261 - Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.01.2024.

Fundargerð fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.24012477 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22.01.2024

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 22.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.24011421 - Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.01.2024

Fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 12.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.24011609 - Fundargerð 123. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.01.2024

Fundargerð 123. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 12.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.24012061 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 10.01.2024

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 10.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.24012060 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.10.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 17.10.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.24012059 - Fundargerð 572. fundar stjórnar SSH frá 22.01.2024

Fundargerð 572. fundar stjórnar SSH frá 22.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.24011342 - Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2024

Fundargerð 420. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 17.01.2024.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Kosningar

25.2206325 - Kosningar í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga 2022-2026

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir kjörinn varamaður í yfirkjörstjórn.

Fundi slitið - kl. 23:08.