Bæjarstjórn

1292. fundur 23. janúar 2024 kl. 16:00 - 17:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2401009F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 384. fundur frá 12.01.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

2.2401001F - Bæjarráð - 3158. fundur frá 11.01.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2401006F - Bæjarráð - 3159. fundur frá 18.01.2024

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2312015F - Íþróttaráð - 139. fundur frá 11.01.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2401004F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 104. fundur frá 10.01.2024

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2401011F - Menntaráð - 124. fundur frá 16.01.2024

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 6.3 2312032 Kársnesskóli
    Lögð fram tillaga um breytingar á Kársnesskóla. Máli frestað á fundi menntaráðs þann 5.desember 2023. Niðurstaða Menntaráð - 124 Menntaráð samþykkir fyrir sitt leyti tillögu um skipulagsbreytingar á Kársnesskóla með öllum greiddum atkvæðum og vísar tillögunni til bæjarráðs og bæjarstjórnar til afgreiðslu. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum tillögu um skipulagsbreytingar Kársnesskóla.

Önnur mál fundargerðir

7.2312012F - Skipulagsráð - 156. fundur frá 15.01.2024

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 7.7 22031695 Smiðjuvegur 64-66. Umsókn um stækkun lóðar.
    Lögð fram umsókn Gunnars Bergmann Stefánssonar arkitekts dags. 10. janúar 2024 f.h. lóðarhafa lóðanna nr. 64-66 við Smiðjuveg um stækkun lóðanna. Í breytingunni felst að lóð nr. 64 stækki um 32,2 m², úr 476 m² í 508,2 m² og að lóð nr. 66 stækki um 72,9 m², úr 939 m² í 1.011,9 m².
    Uppdrættir í mvk. 1:500 dags. 6. desember 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn um stækkun lóðar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.8 23031267 Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 14. mars 2023 þar sem umsókn Helga Indriðasonar arkitekts dags. 1. mars 2023 um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um stækkun bílskúrs um 33cm til suðurs og 26cm til austurs, samtals 4,1 m² ásamt færslu bílskúrs rúmum metra nær lóðarmörkum bæjarlands eða 2,87 metra frá lóðarmörkum.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 19. ágúst 2023. Á fundi skipulagsráðs 4. desember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk kl. 12:00 þann 12. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.9 23092312 Dalvegur 20. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Landslags arkitekta dags. 20. september 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 20 við Dalveg um breytt deiliskipulag. Í breytingunni felst að nýjum byggingarreit 3m x 8m að stærð eða samtals 24 m² að flatarmáli fyrir spennistöð og tæknirými verði komið fyrir á norðvestur hluta lóðarinnar fyrir rafhleðslustöð. Einnig er hjólastæðum komið fyrir á lóð í samræmi við hjólastæðaviðmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 3. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. desember, ein umsögn barst.
    Þá lagður fram uppfærður uppdráttur dags. 10. janúar 2024.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn með áorðnum breytingum dags. 10. janúar 2024. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.10 2310613 Hagasmári 9. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Landslags arkitekta dags. 6. október 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 9 við Hagasmára um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur 2,5m x 4m að stærð eða samtals 10 m² að flatarmáli fyrir spennustöð og tæknitými á núverandi bílastæði á suðurhluta lóðarinnar fyrir rafhleðslustöð. Einnig er hjólastæðum komið fyrir á lóð í samræmi við hjólastæðaviðmið í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Uppdráttur í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt fylgiskjali dags. 1. nóvember 2023 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 3. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 6. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 29. desember, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.11 2311812 Bollasmári 6. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Emils Þórs Guðmundssonar byggingarverkfræðings dags. 17. nóvember 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Bollasmára um breytingu á deiliskipulagi.
    Í gildandi deiliskipulagi er ein íbúð á tveimur hæðum heimiluð á lóðinni og heildarbyggingarmagn 308,6 m². Í breytingunni felst að neðri hæð hússins verði stækkuð til vesturs um 11 m² undir nýja útbyggingu efri hæðar, sem samþykkt var 2020. Byggingarmagn eykst úr 308.6 m² í 320m². Nýtingarhlutfall hækkar úr 0.45 í 0.46. Uppdrættir í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. nóvember 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 17. nóvember 2023. Á fundi skipulagsráðs þann 20. nóvember 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 3. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 156 Skipulagsráð samþykkir framlagða umsókn. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2311023F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 170. fundur frá 19.12.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2401654 - Fundargerð 571. fundar stjórnar SSH frá 08.01.2024

Fundargerð 571. fundar stjórnar SSH frá 08.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.24011138 - Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2023

Fundargerð 255. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2401483 - Fundargerð 382. fundar stjórnar Strætó frá 15.12.2023

Fundargerð 382. fundar stjórnar Strætó frá 15.12.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.24011156 - Fundargerð 383. fundar stjórnar Strætó frá 12.01.2024

Fundargerð 383. fundar stjórnar Strætó frá 12.01.2024.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2401557 - Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.01.2024

Fundargerð 491. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.01.2024.
Lagt fram.

Kosningar

14.2206333 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs 2022-2026

Kosning aðalmanns í stjórn Reykjanesfólkvangs.
Bergur Þorri Benjamínsson er kosinn aðalmaður í stjórn Reykjanesfólkvangs.

Kosningar

15.2206337 - Kosningar fulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022-2026

Kosning tveggja varamanna.
Elísabet Berglind Sveinsdóttir og Hanna Carla Jóhannsdóttir eru kosin sem varamenn á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga í stað Hannesar Steindórssonar og Sigvalda E. Lárussonar.

Fundi slitið - kl. 17:17.