Bæjarstjórn

1281. fundur 27. júní 2023 kl. 16:00 - 19:23 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.22114511 - Tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs

Lagðar fram tillögur starfshóps um skipulag og starfsumhverfi leikskóla.



Fundarhlé hófst kl. 11:03, fundi fram haldið kl. 11:14



Bæjarráð samþykkir að vísa tillögum starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs, ásamt breytingatillögu, til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt verði uppfærð samráðsáætlun send bæjarfulltrúum.



Bókun bæjarráðs:

"Mikið og víðtækt samráð var haft við hagaðila við mótun tillagna starfshópsins þar sem fulltrúar stéttarfélaga, leikskólastarfsmanna, stjórnenda, foreldra og meiri- og minnihluta tóku þátt í vinnunni. Tillögurnar eru vel rökstuddar og horft til sjónarmiða ólíkra hópa. Með boðuðum kerfisbreytingum er markmiðið að bæta starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs og þjónustu við börn og foreldra í bæjarfélaginu. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og tilgangur breytingann er að efla leikskólastarfið með hag barnanna í fyrsta sæti."
Fundarhlé hófst kl. 17:29, fundi fram haldið kl. 17:39.

Breytingartillaga:
"Undirritaðar leggja til að fyrirhugað samráð við foreldra hefjist samkvæmt samráðsáætlun en afgreiðslu tillagna sé frestað þar til foreldrum hefur í það minnsta gefist kostur á að koma ábendingum á framfæri. Auk þess verði óskað eftir ráðgefandi afstöðu leikskólanefndar til lokatillagna bæjarstjórnar enda ber hún ábyrgð á heildarskipan og framkvæmd skólahalds í leikskólum Kópavogs samkvæmt erindisbréfi."
Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Bæjarstjórn hafnar breytingatillögunni með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Theódóru S. Þorsteinsdóttur og hjásetu Bergljótar Kristinsdóttur, Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur framlagða breytingartillögu við tillögu starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur svo breytta tillögu starfshóps um skipulag og starfsumhverfi í leikskólum Kópavogs.

Viðaukatillaga 1:
"Kópavogsbær láti í té aðstöðu inni og úti fyrir ung börn í hverfum þar sem húsnæði er að finna og því verður við komið t.d. á leikvöllum og bókasöfnum. Foreldrum og dagforeldrum verði tryggður aðgangur að leikaðstöðu og húsnæði þar sem hægt er að hafa afdrep og sinna tilfallandi þörfum barna, t.d. skiptiaðstaða, hitunaraðstaða og aðstaða til að borða nesti. Aðgangur verði gjaldfrjáls og á ábyrgð notenda sem fá úthlutað talnakóðum þannig að ljóst sé hverjir nýta aðstöðuna hverju sinni.

Rökstuðningur
Vandi foreldra ungra barna blasir við og leita þarf leiða til að leysa hann hér og nú. Árangur af tillögum starfshóps um skipulag leikskólastarfs í Kópavogi kemur þá fyrst í ljós þegar reynsla fæst af því hvort notendur þjónustunnar geri þær breytingar, sem þeim er ætlað að stuðla að. Þessari tillögu er ætlað að tryggja afdrep þar sem aðstandendur ungra barna geta á eigin ábyrgð haft skjól og nauðsynlegustu aðstöðu til að sinna börnunum, gefa þeim færi á að leika sér með öðrum börnum og eiga samskipti við aðra fullorðna í svipaðri stöðu.

Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa viðaukatillögu 1 til afgreiðslu bæjarráðs.


Viðaukatillaga 2:
"Til þess að mæta þeim bráðavanda sem við stöndum frammi fyrir í dagvistun ungra barna er lagt til að ráðist verði í aðgerðir til þess að styrkja dagforeldrakerfið og fjölga starfandi dagforeldrum í Kópavogi. Til dæmis með því að koma fyrir lausum kennslustofum við leikvelli. Þetta verði útfært í góðu samráði við dagforeldra í Kópavogi."

Rökstuðningur:
Vandi foreldra ungra barna blasir við og leita þarf leiða til að leysa hann hér og nú. Árangur af tillögum starfshóps um skipulag leikskólastarfs í Kópavogi kemur þá fyrst í ljós þegar reynsla fæst af því hvort notendur þjónustunnar geri þær breytingar, sem þeim er ætlað að stuðla að. Þessari tillögu er ætlað að mæta þörfum foreldra ungra barna fyrir dagvistun eftir að fæðingarorlofi lýkur og áður en leikskólapláss býðst með því að fjölga dagforeldrum, bæta starfsumhverfi þeirra og kjör.

Helga Jónsdóttir
Kolbeinn Reginsson
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa viðaukatillögu 2 til afgreiðslu bæjarráðs.

Dagskrármál

2.23061886 - Beiðni um lausn frá störfum

Beiðni Hannesar Steindórssonar um lausn frá störfum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum beiðni Hannesar Steindórssonar um lausn frá störfum bæjarstjórnar, og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs, til loka kjörtímabilsins.

Önnur mál fundargerðir

3.2306005F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 369. fundur frá 09.06.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2306002F - Bæjarráð - 3133. fundur frá 15.06.2023

Fundargerð í 24 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2306007F - Bæjarráð - 3134. fundur frá 22.06.2023

Fundargerð i 26 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2306003F - Forsætisnefnd - 213. fundur frá 22.06.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2306001F - Íþróttaráð - 133. fundur frá 08.06.2023

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2305021F - Lista- og menningarráð - 155. fundur frá 07.06.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2305016F - Lista- og menningarráð - 154. fundur frá 24.05.2023

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2305023F - Velferðarráð - 121. fundur frá 12.06.2023

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2305015F - Skipulagsráð - 144. fundur frá 19.06.2023

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 11.7 2211020 Dalvegur 18. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Kristjáns Ásgeirssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 18. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 18 við Dalveg. Í breytingunni felst hækkun byggingarreits á matshluta 02 á lóðinni úr tveimur hæðum í þrjár hæðir. Byggingarmagn á lóðinni aukist um 1.120 m² og verði alls 10.210 m². Nýtingarhlutfall á lóðinni verði 0.51.
    Á fundi skipulagsráðs þann 14. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. nóvember 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk miðvikudaginn 14. júní 2023. Engar athugasemdir bárust.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 1. desember 2022
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.9 23052122 Hófgerði 18. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 26. maí 2023 þar sem umsókn Hebu Hertervig um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 18 við Hófgerði er vísað til skipulagsráðs. Sótt er um að stækka kvisti að norðanverðu, útbúa séríbúð í kjallara og flytja inntak í bískúr.
    Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 8. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn um byggingarleyfi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.11 23021022 Breikkun Suðurlandsvegar. Frá Lögbergsbrekku að Gunnarshólma. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram að nýju umsókn Vegagerðarinnar dags. í febrúar 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir áframhaldandi tvöföldun Suðurlandsvegar (Hringvegar 1) frá núverandi fjögurra akreina vegi í Lögbergsbrekku að Gunnarshólma, vegamótum við Geirland og Lækjarbotna ásamt hliðar- og tengivegum. Sótt er um leyfi fyrir hreinsun undirstöðu vega, gerð nauðsynlegra fyllinga og skeringa, lagningu styrktar- og burðarlaga ásamt slitlagi þannig að vegir uppfylli hönnunar- og öryggiskröfur sem til þeirra eru gerðar. Umsókninni fylgir áhættumat vatnsverndar Hringvegur, Fossvellir - Gunnarshólmi, dags. í desember 2022 ásamt matsskýrslu Suðurlandsvegur frá Hólmsá ofan Reykjavíkur að Hveragerði dags. í júní 2009. Þá er lögð fram greinargerð Kópavogsbæjar dags. 2 júní 2023 með veitingu framkvæmdaleyfisins sbr. 2. mgr. 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi skipulagsráðs 5. júní 2023 var afgreiðslu á framlagðri umsókn frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð samþykkir með fimm atkvæðum veitingu framkvæmdaleyfis með tilvísun í 13. og 14. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og með vísan til greinargerðar Kópavogsbæjar dags. 2. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.
  • 11.12 2305488 Jörfalind 6. Umsókn um fjölgun bílastæða á lóð.
    Lögð fram fyrirspurn lóðarhafa lóðarinnar nr. 6 við Jörfalind. Breytingin felur í sér að taka niður kantstein á bæjarlandi og þar með breikka innkeyrslu til að fjölga bílastæðum á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags dags 27. júlí 1995 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Erindi ásamt skýringarmyndum dags 8. maí 2023. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. júní 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.15 1908534 Hlíðarvegur 61, 63 og 65. Ósk um úrbætur á bílastæðum.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðanna nr. 61, 63 og 65 við Hlíðarveg vegna bílastæða. Íbúar og eigendur húsanna að Hlíðarvegi 61, 63 og 65 fara þess á leit í erindi til bæjarráðs 1. ágúst 2019 með ítrekun 14. apríl 2023 að gerð verði bílastæði fyrir framan umrædd hús sem samsvara bílastæðum utar við Hlíðarveginn. Á fundi bæjarráðs 22. ágúst 2019 var erindinu vísað til umsagnar umhverfissviðs. Ítrekuð beiðni barst 19. apríl 2023 til bæjarráðs.
    Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 12. júní 2023
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Skipulagsráð hafnar framlagðri umsókn með tilvísun í umsögn umhverfissviðs dags. 12. júní 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.21 2009744 Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13.
    Lögð fram að nýju uppfærð tillaga Atelier arkitekta að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og núverandi grjótgarðs og strönd til suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m².
    Uppdrættir eru í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022 og breytt 7. desember 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 19. desember 2022 var tillagan lögð fram að lokinni kynningu skv. 1. mgr. 43 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umsögn skipulagsdeildar um framkomnar athugasemdir. Skiplagsráð samþykkti tillöguna og vísaði henni til afgreiðslu bæjaráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar þann 10. janúar 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Í kjölfarið var samþykkt breyting á deiliskipulagi send Skipulagsstofnun til yfirferðar sbr. 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í bréfi skipulagsstofnunar dags. 10. mars 2023 eru gerðar athugasemdir við gögn deiliskipulagsins.
    Þá er lagt fram ofangreint bréf Skipulagsstofnunar ásamt svarbréfi Kópavogsbæjar dags. 31. maí 2023, minnisblaði skipulagsdeildar dags. 25. maí 2023 og minnisblaði lögfræðideildar dags. 8. maí 2023 þar sem brugðist er við ábendingum stofnunarinnar. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 24. maí 2023 og umsögn Samtaka sveitarfélaganna á Höfuðborgarsvæðinu dags. 24. apríl 2023. Þá lagt fram nýtt minnisblað um hljóðvist dags. 22. maí 2023.
    Þá lögð fram uppfærð deiliskipulagstillaga dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022 og uppfærð dags 25. maí 2023 ásamt umsögn skipulagsdeildar um framkomnar athugasemdir dags. 15. desember 2022 og uppfærð 25. maí 2023, húsakönnun dags. 1. desember 2022 uppfærð 15. desember 2022 og 21. apríl 2023 og minnisblað um umhverfisáhrif dags. 27. apríl 2022, uppfært 21. nóvember 2022, 1. desember 2022 og 19. maí 2023.
    Tillögunni fylgir minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021 og uppfært 7. desember 2022 og minnisblað um áhættumat vegna lofslagsbreytinga dags. 27. apríl 2022. Jafnframt er lagt fram afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 14. júní 2023 þar sem fram kemur að stofnunin hafi yfirfarið framlögð gögn og geri ekki athugasemd við að sveitarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsbreytingarinnar í B-deild Stjórnartíðinda þegar ofangreind uppfærð deiliskipulagsögn hafa verið tekin til umræðu í sveitarstjórn.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 144 Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins, Kolbeinn Reginsson tók sæti á fundinum í hennar stað.

    Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 30. mars 2022, breytt 7. desember 2022 og uppfærð 25. maí 2023 með fjórum atkvæðum, gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Kolbeins Reginssonar, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

12.2306006F - Leikskólanefnd - 154. fundur frá 15.06.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2306010F - Menntaráð - 115. fundur frá 20.06.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2305006F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 13. fundur frá 30.05.2023

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2305005F - Öldungaráð - 22. fundur frá 23.05.2023

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál

16.23061368 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 23.05.2023

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 23.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.23061367 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 25.04.2023

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 25.04.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.23061012 - Fundargerð 118. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 07.06.2023

Fundargerð 118. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 07.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2306821 - Fundargerð 559. fundar stjórnar SSH frá 05.06.2023

Fundargerð 559. fundar stjórnar SSH frá 05.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2306318 - Fundargerð 249. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 05.05.2023

Fundargerð 249. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 05.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2306319 - Fundargerð 250. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.05.2023

Fundargerð 250. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 19.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.23061354 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 22.09.2022

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 22.09.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.23061356 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.11.2022

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 21.11.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.23061355 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.02.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 06.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.23061357 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 13.02.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 13.02.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.23061358 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 29.03.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 29.03.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.23061359 - Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 01.06.2023

Fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 01.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

28.23061575 - Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 09.06.2023

Fundargerð 929. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 09.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

29.23061576 - Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.06.2023

Fundargerð 930. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

30.23061496 - Fundargerð 371. fundar stjórnar Strætó frá 09.06.2023

Fundargerð 371. fundar stjórnar Strætó frá 09.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

31.23061395 - Sumarleyfi bæjarstjórnar - fundafyrirkomulag bæjarráðs

Tillaga forsætisnefndar um að sumarleyfi bæjarstjórnar hefjist að loknum yfirstandandi bæjarstjórnarfundi. Sumarleyfið standi til og með 15. ágúst 2023. Bæjarráði er falið umboð bæjarstjórnar á sumarleyfistíma hennar. Fundir bæjarráðs verði 1. og 3. fimmtudag í júlí og 1. fimmtudag í ágúst. Fyrsti fundur bæjarstjórnar að loknu sumarleyfi verði þriðjudaginn 22. ágúst.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu forsætisnefndar með 11 atkvæðum.

Kosningar

32.2206315 - Kosning forseta bæjarstjórnar 2022-2026

Kosning forseta bæjarstjórnar til eins árs.
Elísabet Berglind Sveinsdóttir var kosin forseti bæjarstjórnar með 10 atkvæðum.

Kosningar

33.2206316 - Kosning 1. og 2. varaforseta 2022 - 2026

Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Bergljót Kristinsdóttir var kosin 1. varaforseti með 10 atkvæðum.
Sigrún Hulda Jónsdóttir var kosin 2. varaforseti með 10 atkvæðum.

Kosningar

34.2206321 - Kosningar í bæjarráð 2022-2026

Kosning fimm bæjarfulltrúa í bæjarráð sem aðalmenn og tilnefning áheyrnarfulltrúa. Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs.
Kosningu hlutu:
Aðalmenn:
Orri Vignir Hlöðversson
Hjördís Ýr Johnson
Andri Steinn Hilmarsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir

Varamenn:
Sigrún Hulda Jónsdóttir
Ásdís Kristjánsdóttir
Elísabet B. Sveinsdóttir
Einar Þorvarðarson
Kolbeinn Reginsson

Áheyrnarfulltrúar:
Bergljót Kristinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Varaáheyrnarfulltrúar:
Hákon Gunnarsson
Indriði Ingi Stefánsson

Formaður bæjarráðs kosinn: Orri Vignir Hlöðversson
Varaformaður: Hjördís Ýr Johnson

Kosningar

35.2206322 - Kosningar í forsætisnefnd 2022-2026

Aðalmenn eru forseti bæjarstjórnar ásamt varaforsetum, skipað er til eins árs í senn. Kosning þriggja varamanna í forsætisnefnd.
Kosningu sem varamenn hlutu:
Hjördís Ýr Johnson
Orri Vignir Hlöðversson
Sigurbjörg E. Egilsdóttir

Kosningar

36.2206346 - Kosningar í íþróttaráð 2022-2026

Kosningar í íþróttaráð.
Hildur Karen Sveinbjarnardóttir tekur sæti Elísabetar B. Sveinsdóttur og Ingvar Smári Birgisson er kosinn varamaður.

Kosningar

37.2206318 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2022-2026

Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd.
Hanna Carla Jóhannsdóttir er kosin formaður.

Kosningar

38.2206419 - Kosningar í öldungaráð 2022-2026

Kosningar í öldungaráð.
Helga Magnúsdóttir er kosin varamaður.

Kosningar

39.2206334 - Kosningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs 2022-2026

Kosningar í stjórn Markaðsstofu Kópavogs 2022-2026.
Sveinn Gíslason tekur sæti Teits Erlingssonar.

Fundi slitið - kl. 19:23.