Bæjarstjórn

1280. fundur 13. júní 2023 kl. 16:00 - 18:53 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hanna Carla Jóhannsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Einar Örn Þorvarðarson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2305010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 367. fundur frá 12.05.2023

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.2305019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 368. fundur frá 26.05.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.2305007F - Bæjarráð - 3130. fundur frá 25.05.2023

Fundargerð í 31 lið.
  • 3.4 2009381 Stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.
    Frá mannauðsstjóra, lögð fram til samþykktar endurskoðuð stefna Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Einnig lagðar fram til upplýsinga vinnulýsing og verklagsreglur. Niðurstaða Bæjarráð - 3130 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa stefnu Kópavogsbæjar gegn einelti, kynbundinni áreitni, kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða stefnu með 11 greiddum atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

4.2305018F - Bæjarráð - 3131. fundur frá 01.06.2023

Fundargerð í 16 liðum.
  • 4.1 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs dags. 14.5.2023 með tillögu að samræmdri móttöku flóttafólks í Kópavogi, ásamt tilgreindum fylgiskjölum, lagt fram til afgreiðslu.
    Niðurstaða Velferðarráð - 120
    Fundarhlé hófst kl. 17:39, fundi var framhaldið kl. 17:49.
    Bókun:
    Undirrituð fagna því að loksins verði gengið til samninga um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi en lýsa yfir vonbrigðum með að einungis sé gert ráð fyrir að taka á móti 81-101 einstaklingi. Þá er ekki vitað hversu stór hluti kvótans verður fylltur með fólki sem þegar hefur sest hér að, svo að endanlegur fjöldi fólks sem getur bæst við er óljós. Þess má geta að Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að taka á móti allt að 450 manns, Reykjavíkurborg 1500 manns og Garðabær 180 manns í samræmdri móttöku flóttafólks.
    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson
    Fundarhlé hófst kl. 17:50, fundi var framhaldið kl. 17:57.
    Bókun:
    Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði. Sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög.
    Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna.
    Björg Baldursdóttir
    Hjördís Ýr Johnson
    Hólmfríður Hilmarsdóttir
    Páll Marís Pálsson
    Rúnar Ívarsson
    Velferðarráð vísar tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarráðs.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3131 Fundarhlé hófst kl. 9:13, fundi fram haldið kl. 9:21

    Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að vísa tillögu um samræmda móttöku flóttafólks til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Undirrituð tekur undir bókun Sigurbjargar, Bergljótar og Einars úr velferðarráði."
    Helga Jónsdóttir

    Bókun:
    "Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks, mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið en ljóst er að framlög sem fylgt hafa samningum um samræmda móttöku duga ekki fyrir útlögðum kostnaði.
    Með þessum samningi sýnir Kópavogsbær ábyrgð en mikilvægt er að innviðir standi undir þeim fjölda sem um er samið. Mikill skortur er í dag á leiguhúsnæði hjá Kópavogsbæ og viðbúið er að það verður vandkvæðum bundið að tryggja fólki húsnæði innan tímamarka samningsins ef horft er til stöðunnar á húsnæðismarkaði.

    Þá er rétt að benda á að sveitarfélög hafa m.a. bent á að raunkostnaður vegna skólagöngu flóttabarna er hærri en framlög. Undirrituð telja æskilegt að stuðningur mennta- og barnamálaráðuneytisins við skólaþjónustu sveitarfélaga sé hluti af samningi um samræmda móttöku flóttafólks til að tryggja betur fjármögnun sérhæfðrar þjónustu leik- og grunnskóla til flóttabarna."
    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri V. Hlöðversson
    Andri S. Hilmarsson
    Elisabet B. Sveinsdóttir.

    Bókun:
    "Móttaka flóttafólks er samfélagsleg ábyrgð Kópavogsbæjar rétt eins og annarra sveitarfélaga. Þessir nýju íbúar auðga mannlífið, efnahags- og atvinnulíf. Öll sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu glíma við húsnæðisvanda en bjóða engu að síður miklu fleira fólk velkomið. Kópavogsbær hefur árum saman verið langt undir viðmiðum menntamálastofnunar um framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Framganga Kópavogsbæjar í þessu máli er til skammar."
    Bergljót Kristinsdóttir
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir
    Sigurbjörg E. Egilsdóttir
    Helga Jónsdóttir.
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 6 greiddum atkvæðum tillögu um samræmda móttöku flóttafólks. Bæjarfulltrúarnir Bergljót Kristnsdóttir, Sigrbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Þorvarðarson, Kolbeinn Reginsson og Helga Jónsdóttir sátu hjá.

    ,,Undirrituð fagna því að loksins verði gengið til samninga um samræmda móttöku flóttafólks í Kópavogi en lýsa yfir vonbrigðum með að einungis sé gert ráð fyrir að taka á móti 81-101 einstaklingi. Þá er ekki vitað hversu stór hluti kvótans verður fylltur með fólki sem þegar hefur sest hér að, svo að endanlegur fjöldi fólks sem getur bæst við er óljós. Þess má geta að Hafnarfjarðarbær hefur samþykkt að taka á móti allt að 450 manns, Reykjavíkurborg 1500 manns og Garðabær 180 manns í samræmdri móttöku flóttafólks.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
    Bergljót Kristinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson
    Helga Jónsdóttir
    Kolbeinn Reginsson"

    Undirrituð fagna því að Kópavogsbær gangi til samninga við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið um samræmda móttöku flóttafólks og mikilvægt er að vel sé að móttöku staðið. Með þessum samningi sýnir Kópavogsbær ábyrgð enda nauðsynlegt að innviðir standi undir þeim fjölda sem um er samið.

    Orri Hlöðversson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri Steinn Hilmarsson
    Hannes Steinþórsson
    Hanna Carla Jóhannsdóttir
    Björg Baldursdóttir
  • 4.6 2304678 Úthlutun lóðar. Tónahvarf 8.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 22.05.2023, lögð fram tillaga að úthlutun lóðar til HSSK.
    25.05.2023: Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3131 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að úthluta lóðinni Tónahvarfi 8 til Hjálparsveitar skáta í Kópavogi. Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá.

Önnur mál fundargerðir

5.2305022F - Bæjarráð - 3132. fundur frá 08.06.2023

Fundargerð í 11 liðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2305014F - Íþróttaráð - 132. fundur frá 25.05.2023

Fundargerð í 23. liðum.
Lagt fram.

Bæjarstjórn óskar samhljóða eftir að erindi frá íþróttafélaginu Gerplu sem tekið var fyrir undir 19. lið fundargerðar íþróttaráðs verði aftur tekið til umfjöllunar á næsta fundi Íþróttaráðs og skoðað nánar.

Önnur mál fundargerðir

7.2304021F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 100. fundur frá 24.05.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2304022F - Leikskólanefnd - 152. fundur frá 16.05.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2305017F - Leikskólanefnd - 153. fundur frá 25.05.2023

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2305011F - Menntaráð - 114. fundur frá 16.05.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2304008F - Skipulagsráð - 142. fundur frá 15.05.2023

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 11.4 2304668 Vallakór 4. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Helga Más Halldórssonar arkitekts dags. 4. apríl f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 4 við Vallakór að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst heimild fyrir 23 bílastæðum á norðvestur horni lóðarinnar. Þá yrði fyrirhuguð grenndarstöð færð nær Vatnsendavegi og stækkuð í samræmi við stefnu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar samræmda flokkun á úrgangi. Í Aðalskipulagi Kópavogs er svæðið skilgreint sem hverfiskjarni.
    Uppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 4. apríl 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.8 23042111 Vatnsendi - reitur F2. Breytt deiliskipulag. Skipulagsmörk.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar Kópavogs dags. 15. maí 2023 að breyttum mörkum deiliskipulags Vatnsenda reit F2 til samræmis við lóðamörk. Svæðið afmarkast af Vatnsendavegi til norðurs, Elliðahvammsvegi til vesturs, íbúðabyggð í Fellahvarfi til austurs og Vatnsendabletti 5 (Lindarhvammi) til suðurs. Í breytingunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Vatnsenda reitar F2 í samræmi við deiliskipulag Vatnsenda, svæði milli vatns og vegar nánar tiltekið Vbl. 5 sem samþykkt var á fundi bæjarstjórnar 28. mars 2023. Breytingin hefur engin umhverfisáhrif þar sem ekki er verið að breyta neinu á lóðarmörkum. Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.9 2305161 Endurnýjun Kolviðarhólslínu. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lögð fram umsókn Eflu hf. f.h. Landsnets dags. 28. apríl 2023 um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á Kolviðarhólslínu 1 sem er 220KV háspennulína, milli tengivirkjanna á Kolviðarhóli og Geithálsi. Til stendur að skipta um 34 möstur, þar af 5 innan sveitarfélagsmarka Kópavogsbæjar og setja upp stálröramöstur í stað núverandi grindarmastra, ásamt því að skipta um undirstöður. Einnig verður skipt um leiðara og settur sverari leiðari með meiri flutningsgetu. Að auki verða aðkomuvegir og vegslóðar að mastraplönum styrktir. Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur framlagða umsókn um framkvæmdaleyfi með tilvísun í 13. og 15. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglu­gerð um fram­kvæmda­leyfi nr. 772/2012.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum. Helga Jónsdóttir og Kolbeinn Reginsson sátu hjá.
  • 11.10 2112277 Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunnar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deiliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ.
    Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur með tveimur akreinum í hvora akstursstefnu. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi.
    Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi yrði auglýst. Á fundi bæjarstjórnar 23. ágúst 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 14. október 2022, athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 6. febrúar 2023 var tillagan dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar 2023 lögð fram ásamt sameiginlegri umsögn Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar og samantekt um málsmeðferð dags. í febrúar 2023. Skipulagsráð samþykkti tillöguna. Á fundi bæjarstjórnar 14. febrúar 2023 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Ofangreind tillaga dags. 30. júní 2022 og uppfærð 2. febrúar og 9. maí 2023 er nú lögð fram að nýju ásamt afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2023.
    Jafnframt er lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir að nýju framlagða tillögu að deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags. 9. maí 2023 í samræmi við ábendingar í afgreiðslubréfi Skipulagsstofnunar dags. 14. apríl 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.11 23012510 Kársnesbraut 96. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2023 þar sem umsókn Falks Kruger um byggingarleyfi f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 96 við Kársnesbraut er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi mannvirki á lóðinni, einbýlishús á einni hæð ásamt risi, alls 60 m² að flatarmáli og byggt árið 1942 verði fjarlægt. Þá verði reist á lóðinni þriggja íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum alls 431,2 m² að flatarmáli. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum innan lóðarinnar ásamt sorpgerði og hjólageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,06 í 0,44 við breytinguna.
    Uppdráttur í mvk. 1:100, 1:200, 1:500 dags. 17. janúar og 7. febrúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs þann 20. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna erindið. Kynningartíma lauk þann 11. apríl 2023, athugasemdir bárust.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 11. maí 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Kolbeinn Reginsson situr hjá.
  • 11.13 2303172 Digranesheiði 45. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 24. febrúar 2023 þar sem umsókn Helga Hjálmarssonar arkitekts dags. 02.02.2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 45 við Digranesheiði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs. Á lóðinni er einbýlishús byggt árið 1955 ásamt bílskúr byggðum árið 1968, alls 141,8 m². Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús verður rifið og byggt fjögurra íbúða raðhús á tveimur hæðum ásamt stakstæðu skýli fyrir hjól og 2 bíla. Fyrirhugað byggingarmagn á lóðinni eftir breytingu yrði 561,9 m², nýtingarhlutfall ykist við breytinguna úr 0,12 í 0,50. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa þann 9. mars 2023 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 18. apríl 2023, athugasemdir bárust.
    Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 9. febrúar 2023. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 15. maí 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum. Kolbeinn Reginsson greiðir atkvæði á móti.
  • 11.16 2212629 Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa dags. 22. desember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vatnsendablettur Gilsbakki. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit að stærð 16.5 x 8.35m á norðvesturhluta lóðarinnar fyrir stakstætt aukahús, alls 107 m². Á lóðinni er fyrir einbýlishús 175,7 m² að flatarmáli og vinnuskúr. Vinnuskúrinn verður fjarlægður.
    Byggingarmagn á lóðinni er 175,5 m², verður 282,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,07, verður 0,11. Uppdráttur í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:200 dags. 29. desember 2022 og í mkv. 1:100 dags. 14. desember 2022, uppfærður 12. maí 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 135 þann 16. janúar 2023 var samþykkt að auglýsa tillöguna. Kynningartíma lauk 26. apríl 2023, ein umsögn barst. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 12. maí 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.17 23031159 Austurkór 177. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Jakobs Líndal arkitekts dags. 24. febrúar 2023 f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 177 við Austurkór um breytingu á deiliskipulagi. Í breytingunni felst nýr byggingarreitur fyrir 21m² auka húsi (frístundaherbergi) í suðvesturhorni lóðar. Frístundaherbergið hefur þegar verið byggt með hliðsjón af grein 2.3.5 í byggingareglugerð án vitundar um ákvæði um deiliskipulag. Frístundahúsið er einnar hæðar timburklætt timburhús með 314 cm mænishæð. Húsið stendur 1,36m frá SV lóðarmörkum og 1,24 m frá NV lóðarmörkum. Byggingin er innan við 180 cm háa girðingu sem umlykur lóðina. Nýtingarhlutfall hækkar úr 0,32 í 0,35. Uppdráttur ásamt greinargerð dags. 24. febrúar 2023. Á fundi skipulagsráðs nr. 139 þann 20. mars 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.18 2301081 Skólagerði 65. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 30. desember 2022 þar sem umsókn Ástríðar B. Árnadóttur arkitekts f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 65 við Skólagerði um byggingarleyfi er vísað til skipulagsráðs.
    Í breytingu felst að byggðir verði kvistir á efri hæð hússins, tveir á suðurhlið og einn á norðurhlið. Byggingarmagn eykst úr 154 m² í 178,2 m². Nýtingarhlutfall er 0,19, verður 0,22.
    Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 26. október 2022.
    Á fundi skipulagsráðs nr. 135 þann 16. janúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 18. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.19 2301146 Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn lóðarhafa lóðarinnar nr. 25 við Gulaþing dags. 16. febrúar 2023 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í gildandi deiliskipulagi fyrir lóðina er gert ráð fyrir einbýlishúsi á tveimur hæðum ásamt opnu bílskýli, stakstæðum bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar og stakstæðri vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar. Hámark byggingarmagn er 250 m² og nýtingarhlutfall 0,14. Í breytingunni felst að byggingarreitur vinnustofu á suðausturhluta lóðarinnar yrði felldur niður. Bílskúr á norðvesturhluta lóðarinnar yrði þess í stað nýttur sem vinnustofa og að í staðin fyrir opið bílskýli myndi vera byggður 53 m² bílskúr sambyggðum íbúðarhúsinu, lagt er til að byggingarreitur fyrir nýjan bílskúr stækki til suðausturs. Hámark byggingarmagns eykst úr 250 m² í 270 m² og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,14 í 0,15.
    Uppdráttur í mkv. 1:200, 1:500 og 1:1000 dags. 16. febrúar 2023.
    Á fundi skipulagsráðs nr. 137 þann 20. febrúar 2023 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 11.20 2208037 Kópavogsbraut 75. Breytt deiliskipulag. Svalalokun.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn KR arkitekta f.h. lóðarhafa lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut dags. 7. júní 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 75 við Kópavogsbraut. Í breytingunni felst að tvennum svölum á þriðju hæð hússins verði lokað að hluta til, með kaldri svalalokun. Samþykki lóðarhafa liggur fyrir. Byggingarmagn er 699,4 m², verður 768,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,7, verður 0,78.
    Meðfylgjandi: Skýringarmyndir og deiliskipulagsuppdráttur dags. desember 2022. Á fundi skipulagsráðs nr. 133 þann 5. desember 2022 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna. Kynningartíma lauk 27. apríl 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 142 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

12.2304017F - Skipulagsráð - 143. fundur frá 05.06.2023

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 12.5 23052090 Fossvogsbrún 8. Umsókn um lóðarstækkun.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa lóðrinnar nr. 8 við Fossvogsbrún dags. 27. apríl 2023 þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar til vesturs.
    Meðfylgjandi er erindi dags. 27. apríl 2023 ásamt minnisblaði skipulagsdeildar dags. 2. júní 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 143 Skipulagsráð hafnar framlögðu erindi með tilvísun í minnisblað skipulagsdeildar dags. 2. júní 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.12 2208241 Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.
    Lög fram að nýju tillaga Ask arkitekta f.h. Umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð dags. 13. desember 2022, uppfærð 1. júní 2023. Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli.
    Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri.
    Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33.
    Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla.
    Þá lagðir fram uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2022, uppfærðir 1. júní 2023. Athugasemdir sem báurst á kynningartíma tillögunnar, umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023, umhverfismat dags. 26. janúar 2023, minnisblað um umferð dags. 1. febrúar 2023 og minnisblöð frá samráðsfundum dags. 7. desember 2022, 22. febrúar 2023 og 22. maí 2023.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 143 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að deiliskipulagi dags. 13. desember 2022 með áorðnum breytingum dags. 1. júní 2023 með tilvísun í umsögn skipulagsdeildar dags. 1. júní 2023.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.2305012F - Velferðarráð - 120. fundur frá 22.05.2023

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2306223 - Fundargerð 14. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 05.06.2023

Fundargerð 14. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 05.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2306150 - Fundargerð 108. fundar stjórnar Markaðsstofu frá 24.05.2023

Fundargerð 108. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópaavogs frá 24.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2306149 - Fundargerð 107. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 03.05.2023.

Fundargerð 107. fundar stjórnar Markaðsstofu Kópavogs frá 03.05.2023.

Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.23051814 - Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.05.2023

Fundargerð 926. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 17.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.23052197 - Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.05.2023

Fundargerð 927. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.23051476 - Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH frá 15.05.2023

Fundargerð 557. fundar stjórnar SSH frá 15.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.23051984 - Fundargerð 558. fundar stjórnar SSH frá 22.05.2023

Fundargerð 558. fundar stjórnar SSH frá 22.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.23051478 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 11.05.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 11.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2306148 - Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 02.06.2023

Fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 02.06.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.23051617 - Fundargerð 117. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 12.05.2023

Fundargerð 117. fundar stjórnar svæðisskipulagsnefndar frá 12.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.23051477 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 19.04.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á skíðasvæðunum frá 19.04.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.23051829 - Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó frá 19.05.2023

Fundargerð 370. fundar stjórnar Strætó frá 19.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.23051812 - Fundargerð 480.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.05.2023

Fundargerð 480.fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.05.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.23051616 - Fundargerð 40. eigendanfundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.05.2023

Fundargerð 40. eigendanfundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.05.2023.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:53.