Bæjarstjórn

1271. fundur 24. janúar 2023 kl. 16:00 - 18:22 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.23011608 - Staða framkvæmda á Fannborgarreit - Samningur Kópavogsbæjar við Árkór. Erindi frá bæjarfulltrúa Samfylkingar.

Erindi frá bæjarfulltrúa Samfylkingar.
Umræður.

Önnur mál fundargerðir

2.2301012F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 360. fundur frá 13.01.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2301002F - Bæjarráð - 3114. fundur frá 12.01.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2301008F - Bæjarráð - 3115. fundur frá 19.01.2023

Fundargerð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 4.2 2301093 Skipulag velferðarsviðs
    Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, dags. 16.01.2023, lagðar fram tillögur að breytingum á skipulagi velferðarsviðs.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3115 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa framlagðri tillögu sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að breytingum á skipulagi velferðarsviðs Kópavogsbæjar.

Önnur mál fundargerðir

5.2301015F - Forsætisnefnd - 209. fundur frá 19.01.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2301006F - Íþróttaráð - 127. fundur frá 11.01.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
  • 6.6 2210817 SÍK - Erindi frá SÍK varðandi málefni Samstarfsvettvangsins
    Lagður fram til kynningar viðaukasamningur við Samstarfssamning milli Kópavogsbæjar og SÍK. Niðurstaða Íþróttaráð - 127 Íþróttaráð samþykkir framlagðan samning fyrir sitt leiti og vísar honum til bæjarráðs. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum viðaukasamning við samstarfssamning milli Kópavogsbæjar og SÍK

Önnur mál fundargerðir

7.2301007F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 92. fundur frá 11.01.2023

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2212019F - Skipulagsráð - 135. fundur frá 16.01.2023

Fundargerð í 14. liðum.
Lagt fram.
  • 8.4 22114382 Svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins 2040. Breyting á vaxtarmörkum við Rjúpnahlíð. Skipulagslýsing.
    Lagt fram að nýju erindi Jóns Kjartans Ágústssonar, svæðisskiplagsstjóra höfuðborgarsvæðisins dags. 9. nóvember 2022 um skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á vaxtarmörkum við sveitarfélagsmörk Kópavogs og Garðabæjar í Rjúpnahlíð/Rjúpnahæð. Óskað er eftir því að lýsingin verði tekin til efnislegrar umræðu, afgreiðslu og staðfestingar sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Á fundi skipulagsráðs 19. desember 2022 var lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. desember 2022. Afgreiðslu frestað.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 135 Skipulagsráð samþykkir ofangreinda umsögn skipulagsdeildar dags. 15. desember 2022 og hafnar framlagðri skipulagslýsingu á tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs og hafnar erindinu.
  • 8.7 2208095 Boðaþing 5-13. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Boðaþings 5-13
    Í breytingunni felst að innri byggingarreitur fyrir Boðaþing nr. 11 og nr. 13 breytist og færist fjær Boðaþingi 1-3. Gert er ráð fyri aðkomu þjónustubíla á norðurhluta lóðarinnar (sjúkra- sorp og matarbíla) með nýjum einbreiðum akvegi 3,5 til 4 m. á breidd sem liggur frá núverandi bílastæðum að nýjum þjónustuinngangi austan núverandi þjónustukjarna.
    Rökin fyrir umræddri breytingu liggja í ósk lóðarhafa um betra innra fyrirkomulag fyrirhugaðra bygginga til hagsbóta fyrir íbúa Boðaþings og til að auka vinnuhagræðingu hjá starfsfólki þar sem minni fjarlægð verður milli heimiliseininga.
    Aðkoma og lega bílastæða breytist.
    Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag samþykkt í bæjarstjórn 24. ágúst 2006 m.s.br. samþykkt 12. apríl 2016 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 26. apríl 2016.
    Á fundi skipulagsráðs 15. ágúst 2022 var afgreiðslu frestað.
    Á fundi skipulagsráðs 5. september 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Á fundi bæjarstjórnar 13. septmber 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 4. nóvember 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 voru lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartíma. Afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 12. janúar 2023 ásamt breyttri tillögu dags. 12. janúar 2023 þar sem komið er til móts við sjónarmið í framkomnum athugasemdum. Lega aðkomuvegar og núverandi bílastæða færist til suðurs fjær Boðaþingi 1-3, umferð um þjónustuveg verður aðgangsstýrð og merkt er inn á uppdrátt staðsetning smáhýsis/geymsluskúrs á lóð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 135 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með áorðnum breytingum dags. 12. janúar 2023. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 8.8 2212629 Gilsbakki. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram umsókn lóðarhafa dags. 22. desember 2022 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Vatnsendablettur Gilsbakki. Í breytingunni felst að komið verði fyrir nýjum byggingarreit að stærð 16.5 x 8.35m á norðvesturhluta lóðarinnar fyrir stakstætt aukahús, alls 107 m². Á lóðinni er fyrir einbýlishús 175,7 m² að flatarmáli og vinnuskúr. Vinnuskúrinn verður fjarlægður.
    Byggingarmagn á lóðinni er 175,5 m², verður 282,4 m². Nýtingarhlutfall er 0,06, verður 0,09.
    Uppdráttur í mkv. 1:2000, 1:1000 og 1:200 dags. 29. desember 2022 og aðaluppdrættir í mkv. 1:100 dags. 14. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 135 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 8.9 2211265 Baugakór 10. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Magnúsar Aðalmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa dags. 7. nóvember 2022 um breytingu á deiliskipulagi. Stækkun byggingarreits sem nemur stærð svala efri hæðar 34,3 m². Ekki gert ráð fyrir að breyta samþykktu útliti lokunar. Breytingin snýr að nýtingu svalalokunar, að svalalokun verði upphitað rými, sólskáli (A-rými). Sólskálinn verði full glerjaður með möguleika til opnunar til suðurs. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
    Meðfylgjandi: Kynningaruppdráttur dags. 19. september 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Baugakórs 8, 10 og 12.
    Kynningartíma lauk 6. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 135 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 8.13 22115501 Grenigrund 8. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 25. nóvember 2022, vegna umsóknar K.R. arkitekta f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi.
    Á lóðinni er fjölbýlishús á þremur hæðum byggt árið 1958. Ekki er í gildi deiliskipulag á lóðinni. Í breytingunni felst viðbygging á einni hæð við vesturhlið hússins, 8,3 m² að flatarmáli. Byggingarmagn eyskt úr 386 m² í 394,3 m². Nýtingarhlutfall eykst úr 0,38 í 0,39. Samþykki meðeigenda liggur fyrir.
    Meðfylgjandi: Skýringaruppdrættir í mkv. 1:100 dags. 14. september 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 5. desember 2023 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Grenigrundar 2A, 2B, 4, 6 og 10.
    Kynningartíma lauk 13. janúar 2023, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 135 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Önnur mál fundargerðir

9.2301003F - Velferðarráð - 112. fundur frá 09.01.2023

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2301009F - Menntaráð - 107. fundur frá 17.01.2023

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.23011591 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 13.12.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 13.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.23011592 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 20.12.2023

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 20.12.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2301159 - Fundargerð 363. fundar stjórnar Strætó frá 16.12.2022

Fundargerð 363. fundar stjórnar Strætó frá 16.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.23011589 - Fundargerð 549. fundar stjórnar SSH frá 09.01.2023

Fundargerð 549. fundar stjórnar SSH frá 09.01.2023.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.23011416 - Fundargerð 475. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.12.2022

Fundargerð 475. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.12.2022.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:22.