Bæjarstjórn

1270. fundur 10. janúar 2023 kl. 16:00 - 20:11 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Thelma Bergmann Árnadóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2301154 - Reitur 13 - Erindi frá bæjarfulltrúa Viðreisnar

Umræður.

Dagskrármál

2.2301155 - Úrskurður vegna kæru um breytingar á deiliskipulagi - skipulagsmál - Erindi frá bæjarfulltrúa Viðreisnar

Umræður.

Önnur mál fundargerðir

3.2212010F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 358. fundur frá 09.12.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2212020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 359. fundur frá 30.12.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2212008F - Bæjarráð - 3111. fundur frá 15.12.2022

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2212014F - Bæjarráð - 3112. fundur frá 22.12.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 6.1 2010555 Stytting vinnuvikunnar - Menntasvið
    Frá sviðsstjóra menntasviðs og deildarstjóra grunnskóladeildar, lagðar fram tillögur að samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá stjórnendum í grunnskólum. Niðurstaða Bæjarráð - 3112 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðar tillögur að samkomulagi um styttingu vinnuvikunnar hjá stjórnendum í grunnskólum.
  • 6.3 2209199 Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins
    Frá SSH, dags. 14.12.2022, lögð fram bókun stjórnar:

    Stjórn samþykkir fyrir sitt leyti að Áfangastaðastofa höfuðborgarsvæðisins verði sett á fót, til samræmis við fyrirliggjandi gögn og það sem fram kemur í fyrirliggjandi minnisblaði framkvæmdastjóra SSH frá 6. desember 2022. Á grundvelli þess er skrifstofu SSH falið að senda fyrirliggjandi samningsdrög, ásamt fylgigögnum, til umræðu, afgreiðslu og staðfestingar ávettvangi aðildarsveitarfélaga ásamt ósk um að framkvæmdastjórum þeirra verði falið fullt og
    ótakmarkað umboð til undirritunar samningsins.
    Niðurstaða Bæjarráð - 3112 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Bókun:
    "Fyrir árslok 2024 verður farið yfir árangur og ávinning af þátttöku Kópavogsbæjar í Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins. Mikilvægt er að væntanlegur rekstrarsamningur verði tímabundinn til tveggja til þriggja ára í senn, líkt og fram kemur í minnisblaði framkvæmdastjóra SSH."
    Ásdís Kristjánsdóttir
    Orri H. Vignisson
    Hjördís Ýr Johnson
    Andri S. Hilmarsson
    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlögð samningsdrög um stofnun Áfangastaðastofu höfuðborgarsvæðisins, ásamt fylgigögnum.

Önnur mál fundargerðir

7.2212018F - Bæjarráð - 3113. fundur frá 05.01.2023

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 7.1 2212466 Lántökur Kópavogsbæjar 2023
    Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 28. desember 2022, lagt fram erindi um framlengingu á hækkun lánalína Kópavogsbæjar, ásamt erindi um töku á nýju grænu láni frá Lánasjóði sveitarfélaga. Niðurstaða Bæjarráð - 3113 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Ákvörðun um framlengingu yfirdráttarheimilda:

    Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir með 11 atkvæðum framlengingu yfirdráttarheimilda á veltureikningi hjá viðskiptabönkunum eins og hér segir:
    - Í Íslandsbanka hf. verði fjárhæð yfirdráttarheimildarinnar áfram 1.600.000.000 kr.
    - Í Arion banka hf. verði fjárhæð yfirdráttarheimildarinnar áfram 1.800.000.000 kr.
    Bæjarstjórn veitir Ingólfi Arnarsyni kt. 050656-3149, Kristínu Egilsdóttur, kt. 030268-5989 og Ásdísi Kristjánsdóttir kt. 280978-3459, umboð til þess að semja um og undirrita samning um framlengingu framangreindra yfirdráttarheimilda á veltureikningum, á milli Kópavogsbæjar og viðkomandi viðskiptabanka. Yfirdráttarheimild verði framlengt um eitt ár í senn, eða til 20. janúar 2024 og svo áfram eftir því sem samningur við bankana hljóðar.



    Ákvörðun um lántöku hjá Lánasjóði sveitarfélaga:

    Bæjarstjórn Kópavogsbæjar samþykkir með 11 atkvæðum að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 1.500.000.000, með lokagjalddaga 23. mars 2040. Vextir þessa láns eru 3,05% auk verðtryggingar.
    Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standi tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
    Er lánið tekið til að fjármagna byggingu svansvottaðs grunnskóla, Kársnesskóla, sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
    Jafnframt er Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra, kt. 280978-3459 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari, þ.m.t. beiðni um útborgun láns.

Önnur mál fundargerðir

8.2301004F - Forsætisnefnd - 208. fundur frá 05.01.2023

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2211028F - Hafnarstjórn - 128. fundur frá 14.12.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2212002F - Íþróttaráð - 126. fundur frá 08.12.2022

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2212007F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 93. fundur frá 07.12.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2212004F - Leikskólanefnd - 147. fundur frá 08.12.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2211020F - Lista- og menningarráð - 147. fundur frá 15.12.2022

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2212011F - Notendaráð í málefnum fatlaðs fólks - 12. fundur frá 12.12.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2212006F - Skipulagsráð - 134. fundur frá 19.12.2022

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 15.6 2201242 Leiðbeiningar fyrir deiliskipulag og breytingar á lóðum og húsnæði í Kópavogi
    Lögð fram uppfærð tillaga að leiðbeiningum um gæði byggðar og breytingar á lóðum og húsnæði dags. 19. desember 2022. Í Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 kemur fram að á skipulagstímabilinu verði unnin greining á íbúðarhverfum Kópavogs og sett verði fram markmið og leiðbeiningar um fjölgun íbúða innan núverandi byggðar. Í aðgerðaráætlun Umhverfissviðs (stefnuáhersla 5-umhverfisvæn skipulagsheild) er verkefnið nánar útfært.
    Á fundum skipulagsráðs 4. júlí, 29. ágúst og 17 október 2022 voru lögð fram og kynnt drög að ofangreindri tillögu.
    Verkfærakistan og leiðbeiningar eru unnar af Alta í samvinnu við umhverfissvið. Þá lögð fram uppfærð tillaga dags. 19. desember 2022. Halldóra Hrólfsdóttir skipulagsfræðingur gerir grein fyrir málinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Fundarhlé kl. 17:47
    Fundur hófst á ný kl. 17:50

    Skipulagsráð samþykkir að framlagðar leiðbeiningar og gæðaviðmið dags. 19. desember 2022, ásamt þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum, verði hafðar að leiðarljósi við mat á umsóknum um breytingar á lóðum og húsnæði.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 15.7 2208241 Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.
    Lög fram tillaga Ask arkitekta f.h. Umhverfissviðs Kópavogsbæjar að deiliskipulagi nýs leikskóla við Skólatröð dags. 13. desember 2022. Á lóðinni var áður tveggja deilda leikskóli.
    Skipulagssvæði deiliskipulagsins afmarkast af lóðarmörkum við aðliggjandi raðhúsabyggð til norðurs, vesturs og austurs og bæjarlandi til suðurs. Aðkoma að lóðinni verður úr suðri eftir botnlanga frá Skólatröð.
    Í tillögunni er gert ráð fyrir að á lóðinni verði byggður þriggja deilda leikskóli á einni hæð, samtals um 650 m² að flatarmáli. Hámarkshæð byggingarreits er 5,5 m. Leiksvæði verður tvískipt eftir aldri.
    Áætlað nýtingarhlutfall á lóðinni verður 0,33.
    Gert er ráð fyrir að bílastæði verði áfram samnýtt með Kópavogsskóla.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 15.8 2109353 Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 22. nóvember 2022 f.h. lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Vatnsendablett.
    Í breytingu felst að lóðinni verði skipt í tvær lóðir, Vatnsendablettur 5 og 5A, og að reist verði einnar hæðar einbýlishús á nýrri lóð. Á lóðinni er í dag einnar hæðar einbýlishús og hesthús, núverandi byggingarmagn á lóðinni er 335,7m², lóðarstærð er 15.213 m² og núverandi nýtingarhlutfall á lóðinni er 0,02.
    Eftir breytingu yrði Vatnsendablettur 5, 13.404 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,03 og Vatnsendablettur 5A yrði 1.809 m² að stærð með nýtingarhlutfall 0,17. Gert er ráð fyrir að hámark bygggingarmagns á Vatnsendabletti 5A verði 300 m².
    Hámarkshæð nýbyggingar yrði 6,5 metrar og byggingarreitur 13x27m. Aðkoma yrði sameiginleg um lóð Vatnsendabletts 5 eftir núverandi heimkeyrslu. Einnig er lagt til að afmörkun lóðar og skipulagssvæðis ásamt legu reið- og göngustíga yrði uppfært í samræmi við gildandi mæliblað og núverandi legu stíga. Að öðru leiti verða skilmálar í gildandi deiliskipulagsáætlun óbreyttir.
    Á fundi skipulagsráðs 28. nóvember 2022 var afgreiðslu frestað.
    Nú lagt fram uppfært skriflegt erindi og kynningaruppdráttur dags. 12. desember 2022, samþykki lóðareiganda dags. 1. september 2022 og minnisblað skipulagsdeildar dags. 13. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 15.12 2211003 Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 28. október 2022, þar sem umsókn Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa um breytingar á lóðinni nr. 29 við Álfhólsveg er vísað til skipulagsráðs. Í breytingunni felst að núverandi einbýlishús á lóðinni verður rifið og nýbygging á tveimur hæðum með þremur íbúðum reist í þess stað. Heildarstærð nýbyggingarinnar er áætluð 446 m². Gert er ráð fyrir þremur bílastæðum á suðurhluta lóðarinnar ásamt stakstæðri hjóla- og vagnageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni eykst úr 0,12 í 0,42.
    Meðfylgjandi: Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:200 og 1:100 dags. 3. október 2022. Skýringarmyndir 29. ágúst 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 14. nóvember 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 16, 16A, 18, 18A, 20, 20A, 22A, 22B, 25, 27, 31 og 33, Löngubrekku 39, 41, 43, 45 og 47.
    Kynnningartíma lauk 16. desember 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 15.13 2212082 Kríunes. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Nexus arkitekta. dags. 1. desember 2022 fh. lóðarhafa Kríuness að breyttu deiliskipulagi; Vatnsendi - Milli vatns og vegar, samþykkt í bæjarstjórn 8. maí 2001 m.s.br. samþykktar í bæjarstjórn 23. september 2003, 28. júlí 2009, 22. september 2015 og 27. júní 2017.
    Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Fagraholti til norðurs, Elliðavatni til austurs og suðurs og landi Vatnsenda til vesturs og nær aðeins til leigulandsins Kríuness.
    Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri viðbyggingu hótelsins á neðri hæð hússins á suðurhluta lóðar. Að auki er gert ráð fyrir breytingum á innra fyrirkomulagi hússins með því að breyta hluta núverandi húsnæðis hótelsins í íbúðarhúsnæði. Heildarfjöldi hótelherbergja og íbúða er óbreyttur. Hæð byggingarreits breytist ekki.
    Við breytinguna eykst fermetrafjöldi á lóð úr 2.875 m² í 3.370 m². Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður um 0.22.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 15.14 2212442 Urðarhvarf 10, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Baldurs Ólafs Svavarssonar arkitekts dags. 6. desember 2022 fh. lóðarhafa Urðarhvarfs 10, tillaga að breyttu deiliskipulagi. Almennt er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsenda ? Athafnasvæði samþykkt í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 15. janúar 2002 með seinni breytingu sem birt var í B- deild Stjórnartíðinda 5. nóvember 2021 gerir ráð fyrir breyttum lóðamörkum og stækkar lóð í 5.915 m².
    Í tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Urðarhvarf 10 felst aukning á byggingarmagni á lóð úr 3.800 m² í 5.900 m² þar af um 2.200 m² í kjallara. Nýtingarhlutfall eykst úr 0.65 í 1.
    Ytri byggingarreitur breytist og færist til vesturs um 3 metra vegna stoðveggjar sem þegar hefur verið byggður á lóarmörkum Urðarhvarfs 8 og 10. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðurs og verður hann að hluta til á tveimur hæðum. Gert verður ráð fyrir 134 stæðum á lóð þar af 34 stæðum í niðurgrafinni bílageymslu. Gert verður ráð fyrir 40 reiðhjólum á lóð og þar af verði helmingur hjóla í lokuðu rými í kjallara eða á lóð.
    Klæðning og byggingarefni verði umhverfisvottuð.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 15.17 2009744 Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.
    Lögð fram að nýju tillaga Atelier arkitekta að breytingu á deiliskipulaginu Kársneshöfn fyrir lóðirnar nr. 2-4 við Bakkabraut, 1-3 við Bryggjuvör og 77 og 79 við Þinghólsbraut. Í breytingunni felst að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og núverandi grjótgarðs og strönd til suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð, auk 0.2 fyrir gestastæði og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,81. A-rými ofanjarðar 18.810m². B-rými ofanjarðar 2.385m². A-rými neðanjarðar 1.980m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022 og breytt 7. desember 2022. Tillögunni fylgir minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021 og uppfært 7. desember 2022, minnisblað um umhverfisáhrif frá Mannviti uppfært 1. desember 2022, áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 27. apríl 2022 og húsakönnun dags. 1. desember 2022 og uppfært 15. desember 2022.
    Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 15. desember 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 134 Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.

    Fundarhlé hófst kl. 19:40
    Fundur hófst á ný kl. 19:44

    Tillögu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur um að afgreiðslu málsins sé frestað var hafnað með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.

    Fundarhlé hófst kl. 19:46
    Fundur hófst á ný kl. 19:54

    Bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur:
    "Fyrir liggja upplýsingar um að vænta megi svars fyrir jól frá Innviðaráðuneytinu um niðurstöðu vegna málskots íbúa á Kársnesi til Skipulagsstofnunar um lögmæti við gerð deiliskipulags fyrir reit 13. Undirritaðar töldu eðlilegt að fresta málinu þar til svar liggur fyrir en þykir miður að fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi hafnað tillögu um frestun."

    Fundarhlé kl. 19:55
    Fundur hófst á ný kl. 20:11

    Bókun Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar:
    "Öll vinna málsins hefur verið afar vönduð, enda um mikilvæga ákvörðun að ræða. Skipulagsvinna á reit 13 á sér langan aðdraganda og ferill málsins liggur fyrir."

    Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Kolbeins Reginssonar, Thelmu B. Árnadóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.

    Fundarhlé hófst kl. 19:13, fundi fram haldið kl. 20:08.

    Bókun:
    "Undirrituð harma það að ekki hafi verið gætt að formsatriðum í skipulagsferlinu. Ljóst er að byggingarmagn upp á 18.800 fermetra er ekki í samræmi við samþykkta deiliskipulagslýsingu sem hljóðar upp á 14.500 fermetra. Það blasir við að markmið um söluvænleika íbúða og hagkvæmni í framkvæmd hafa verið höfð að leiðarljósi við alla vinnslu skipulagsins, líkt og fjárfestar óska eftir í minnisblaði frá upphafi málsins."

    Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Thelma B. Árnadóttir og Kolbeinn Reginsson


    Bókun:
    "Meirihlutinn fagnar því að loksins geti uppbygging á reit 13 hafist eftir skipulagsvinnu sem teygir sig yfir þrjú kjörtímabil. Um er að ræða fallega byggð sem fellur vel að nánasta umhverfi og nýtingarhlutfallið er í fullu samræmi við aðra reiti á þróunarsvæðinu. Skipulag svæðisins stuðlar að fjölbreyttu mannlífi og betri lífsgæðum og verður án efa eftirsóttur búsetukostur."

    Ásdís Kristjánsdóttir, Orri Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson, Andri Steinn Hilmarsson, Sigrún Hulda Jónsdóttir og Elísabet B. Sveinsdóttir


    Bókun:
    "Fulltrúar minnihlutans taka undir gagnrýni um óeðlilega langan afgreiðslutíma málsins í höndum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Betur hefði mátt stuðla að fjölbreyttu mannlífi milli húsa í deiliskipulagstillögu fjárfestanna, og nýta eiginleika í umhverfi sem ýta undir sálfræðilega endurheimt og vellíðan þeirra sem þar dvelja. Hvað nýtingarhlutfall varðar, á að miða við þann reit sem verið að vinna með, en ekki aðra reiti á þróunarsvæðinu."

    Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Thelma B. Árnadóttir og Kolbeinn Reginsson

Önnur mál fundargerðir

16.2212013F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 159. fundur frá 20.12.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2211021F - Velferðarráð - 111. fundur frá 12.12.2022

Fundargerð í ellefu liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.2212362 - Fundargerð 100. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 07.12.2022

Fundargerð 100. fundar Markaðsstofu Kópavogs frá 07.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2212310 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 17.11.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 17.11.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2212311 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 02.12.2022

Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 02.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2212282 - Fundargerð 547. fundar stjórnar SSH frá 05.12.2022

Fundargerð 547. fundar stjórnar SSH frá 05.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2212504 - Fundargerð 548. fundar stjórnar SSH frá 12.12.2022

Fundargerð 548. fundar stjórnar SSH frá 12.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2212385 - Fundargerð 112. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 09.12.2022

Fundargerð 112. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 09.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2212597 - Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2022

Fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 14.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2212463 - Fundargerð 474. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.11.2022

Fundargerð 474. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 25.11.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.2212514 - Fundargerð 244. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.11.2022

Fundargerð 244. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 28.11.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.2212736 - Fundargerð 245. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 09.12.2022

Fundargerð 245. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 09.12.2022.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

28.2212552 - Fundargerð 408. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2022

Fundargerð 408. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 14.12.2022.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 20:11.