Fundargerð í 17 liðum.
15.6
2201242
Leiðbeiningar fyrir deiliskipulag og breytingar á lóðum og húsnæði í Kópavogi
Niðurstaða Skipulagsráð - 134
Fundarhlé kl. 17:47
Fundur hófst á ný kl. 17:50
Skipulagsráð samþykkir að framlagðar leiðbeiningar og gæðaviðmið dags. 19. desember 2022, ásamt þeim breytingum sem samþykktar voru á fundinum, verði hafðar að leiðarljósi við mat á umsóknum um breytingar á lóðum og húsnæði.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
15.7
2208241
Leikskóli við Skólatröð. Deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 134
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
15.8
2109353
Vatnsendablettur 5. Breytt deiliskipulag
Niðurstaða Skipulagsráð - 134
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
15.12
2211003
Álfhólsvegur 29. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 134
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
15.13
2212082
Kríunes. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 134
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
15.14
2212442
Urðarhvarf 10, breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 134
Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
15.17
2009744
Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Reitur 13.
Niðurstaða Skipulagsráð - 134
Helga Jónsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Fundarhlé hófst kl. 19:40
Fundur hófst á ný kl. 19:44
Tillögu Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur um að afgreiðslu málsins sé frestað var hafnað með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.
Fundarhlé hófst kl. 19:46
Fundur hófst á ný kl. 19:54
Bókun Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Bergljótar Kristinsdóttur og Sigurbjargar E. Egilsdóttur:
"Fyrir liggja upplýsingar um að vænta megi svars fyrir jól frá Innviðaráðuneytinu um niðurstöðu vegna málskots íbúa á Kársnesi til Skipulagsstofnunar um lögmæti við gerð deiliskipulags fyrir reit 13. Undirritaðar töldu eðlilegt að fresta málinu þar til svar liggur fyrir en þykir miður að fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi hafnað tillögu um frestun."
Fundarhlé kl. 19:55
Fundur hófst á ný kl. 20:11
Bókun Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar:
"Öll vinna málsins hefur verið afar vönduð, enda um mikilvæga ákvörðun að ræða. Skipulagsvinna á reit 13 á sér langan aðdraganda og ferill málsins liggur fyrir."
Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi með fjórum atkvæðum Hjördísar Ýrar Johnson, Kristins Dags Gissurarsonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Krinstinsdóttur.
Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Kolbeins Reginssonar, Thelmu B. Árnadóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Sigurbjargar E. Egilsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.
Fundarhlé hófst kl. 19:13, fundi fram haldið kl. 20:08.
Bókun:
"Undirrituð harma það að ekki hafi verið gætt að formsatriðum í skipulagsferlinu. Ljóst er að byggingarmagn upp á 18.800 fermetra er ekki í samræmi við samþykkta deiliskipulagslýsingu sem hljóðar upp á 14.500 fermetra. Það blasir við að markmið um söluvænleika íbúða og hagkvæmni í framkvæmd hafa verið höfð að leiðarljósi við alla vinnslu skipulagsins, líkt og fjárfestar óska eftir í minnisblaði frá upphafi málsins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Thelma B. Árnadóttir og Kolbeinn Reginsson
Bókun:
"Meirihlutinn fagnar því að loksins geti uppbygging á reit 13 hafist eftir skipulagsvinnu sem teygir sig yfir þrjú kjörtímabil. Um er að ræða fallega byggð sem fellur vel að nánasta umhverfi og nýtingarhlutfallið er í fullu samræmi við aðra reiti á þróunarsvæðinu. Skipulag svæðisins stuðlar að fjölbreyttu mannlífi og betri lífsgæðum og verður án efa eftirsóttur búsetukostur."
Ásdís Kristjánsdóttir, Orri Hlöðversson, Hjördís Ýr Johnson, Andri Steinn Hilmarsson, Sigrún Hulda Jónsdóttir og Elísabet B. Sveinsdóttir
Bókun:
"Fulltrúar minnihlutans taka undir gagnrýni um óeðlilega langan afgreiðslutíma málsins í höndum meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Betur hefði mátt stuðla að fjölbreyttu mannlífi milli húsa í deiliskipulagstillögu fjárfestanna, og nýta eiginleika í umhverfi sem ýta undir sálfræðilega endurheimt og vellíðan þeirra sem þar dvelja. Hvað nýtingarhlutfall varðar, á að miða við þann reit sem verið að vinna með, en ekki aðra reiti á þróunarsvæðinu."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg E. Egilsdóttir, Thelma B. Árnadóttir og Kolbeinn Reginsson