Bæjarstjórn

1264. fundur 11. október 2022 kl. 16:00 - 18:33 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson aðalmaður
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2209022F - Bæjarráð - 3101. fundur frá 06.10.2022

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.
  • 1.1 22031152 Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022
    Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagður fram viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2022. Viðaukinn er vegna 17. liðar, málsnúmer 2209860. Niðurstaða Bæjarráð - 3101 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðan viðauka með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.2209027F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 353. fundur frá 30.09.2022

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

3.2209024F - Hafnarstjórn - 127. fundur frá 04.10.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2209019F - Menntaráð - 102. fundur frá 04.10.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.2209009F - Skipulagsráð - 128. fundur frá 03.10.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 17:29, fundi fram haldið kl. 17:39.
  • 5.4 22067538 Bakkabraut 9-23, reitur 8. Breytt deiliskipulag og byggingaráform.
    Lögð fram að nýju umsókn Björns Skaptasonar arkitekts fh. lóðarhafa dags. 26. júní 2022 og breytt 29. september 2022 um breytingu á deiliskipulagi Kársneshafnar - Bakkabraut 1-26, Nesvör 1 og Vesturvör 29, 31 og 33 sem samþykkt var í bæjarstjórn 17. október 2017 ásamt skipulagsskilmálum og skýringarhefti B og birt í B- deild Stjórnartíðinda 22. janúar 2018. Breytingin nær aðeins til hluta deiliskipulagssvæðisins nánar til tekið til Bakkabrautar 9-23. Til að auka gæði íbúða í húsinu eru 34 geymslum sem ráðgerðar voru inni í íbúðum færðar í kjallara og þar með er rými sem er undir burðarvirki hússins nýtt betur. Að auki verður gert ráð fyrir 11 sérgeymslum sem fylgja stórum íbúðum. Byggingarmagn A-rýma í kjallara er aukið um 774 m² og byggingarmagn A-rýma ofanjarðar er aukið um 306 m². Heildarbyggingarmagn á lóð eykst um 1.080 m² og verður um 21.730 m². Lóðin er skráð 10.368 m² og nýtingarhlutfall í heild eykst úr 1.99 í 2.09 Byggingaráform koma fram í skýringarhefti dags. í ágúst 2022 og breytt 29. september 2022 þar sem fram kemur að hönnun og frágangur húsa og lóðar fellur að og er í samræmi við lið 2 og viðmið sem tilgreind eru í almennum ákvæðum í gildandi skipulagsskilmálum. Nýtingarhlutfall hækkar úr 1,9 í 2,2. Að öðru leyti er vísað í gildandi deiliskipulag.
    Meðfylgjandi skipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 dags. 10.08.2022 og skýringarhefti B dags. 10. ágúst 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt með tilvísun 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að tillagan yrði auglýst og var málinu vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Á fundi bæjarráðs þann 18. ágúst 2022 var samþykkt að vísa málinu til frekari rýni skipulagsdeildar.
    Þá lögð fram breytt byggingaráform dags. 29. september 2022 þar sem fermetrafjöldi verslunar- og þjónusturýma á jarðhæð er aukinn í 970 m² í samræmi við markmið gildandi deiliskipulags.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði auglýst. Helga Jónsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur og Kolbeins Reginssonar.
  • 5.5 2208612 Hlíðarvegur 15. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 19. ágúst 2022 þar sem umsókn Andra Gunnars Lyngberg Andréssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóðinni nr. 15 við Hlíðarveg er vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Í breytingunni felst að núverandi íbúðarhús á lóðinni verði fjarlægt og fjölbýlishús með kjallara reist í þess stað. Fyrirhuguð nýbygging verði á á tveimur hæðum ásamt niðurgrafinni bílageymslu í kjallara. Ráðgert er að íbúðirnar verði fjögurra herbergja og um 110 m² að stærð með yfirbyggðum svölum ásamt geysmlu í kjallara.
    Heildarstærð fyrirhugaðrar viðbyggingar er áætluð 560,9 m² að flatarmáli, þar af 115,9 í niðurgrafinni bílageymslu. Nýtingarhlutfall á lóðinni hækkar úr 0,13 í 0,66 við breytinguna.
    Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 1. júlí 2002 ásamt greinargerð og ásýndarmyndum.
    Jafnframt lagt fram minnisblað skipulagdeildar dags. 30. september 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.7 2207138 Hrauntunga 60A, kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi byggingarfulltrúa dags. 7. júlí 2022 þar sem umsókn Bjarna Kristinssonar arkitekts f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi fyrir breytingum á lóðinni nr. 60A við Hrauntungu er vísað til skipulagsráðs með tilvísun í 44. skipulagslaga nr. 123/2010.
    Tvær íbúðir eru á lóðinni. Sótt er um leyfi til að byggja 20,2 m² garðskála við íbúð á neðri hæð hússins. Auk þess að breyta tveimur gluggum á suðurhlið hússins og bæta við glugga á vesturhlið hússins. Uppdrættir í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14. júní 2022.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var samþykkt að grenndarkynna ofangreinda umsókn. Kynningartíma lauk 23. september 2022. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 5.8 22068209 Lækjarbotnaland 53. Waldorfskólinn, ósk um deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Waldorfskóla í Lækjarbotnum dags. 29. júní 2022, þar sem óskað er eftir því að deiliskipulag verði unnið fyrir Lækjarbotna og skólastarfsemina.
    Á fundi skipulagsráðs þann 15. ágúst 2022 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar umhverfissviðs.
    Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 30. september 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 128 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarsjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

6.2209020F - Velferðarráð - 107. fundur frá 26.09.2022

Fundargerð í tólf liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2210013 - Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.09.2022

Fundargerð 405. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 30.09.2022
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

8.2210089 - Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 03.10.2022

Fundargerð 7. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarnes frá 03.10.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2209857 - Fundargerð 38. eigendafundar stjórnar Strætó frá 26.09.2022

Fundargerð 38. eigendafundar stjórnar Strætó frá 26.09.2022
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:33.