Bæjarstjórn

1261. fundur 23. ágúst 2022 kl. 16:00 - 17:50 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ásdís Kristjánsdóttir aðalmaður
  • Hjördís Ýr Johnson aðalmaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Hannes Steindórsson aðalmaður
  • Orri Vignir Hlöðversson, aðalmaður boðaði forföll og Björg Baldursdóttir varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Sigrún Hulda Jónsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Kolbeinn Reginsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalmaður
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.2208001F - Bæjarráð - 3095. fundur frá 18.08.2022

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.2206002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 347. fundur frá 22.06.2022

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

3.2207001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 348. fundur frá 07.07.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

4.2208002F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 349. fundur frá 05.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2208007F - Forsætisnefnd - 201. fundur frá 18.08.2022

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2208005F - Hafnarstjórn - 126. fundur frá 15.08.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2207002F - Skipulagsráð - 124. fundur frá 15.08.2022

Fundagerð í 25 liðum.
Lagt fram.
  • 7.7 2208057 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 15. ágúst 2022 um breytt skipulagsmörk deiliskipulags Smárans - vestan Reykjanesbrautar.
    Breyting þessi er gerð vegna tengsla skipulagssvæðisins við nýtt deiliskipulag Smárahvammsvegar sem samþykkt var í bæjarstjórn Kópavogs þann 11. janúar 2022.
    Í breytingunni fellst að svæðismörkum á deiliskipulagi Smárans - vestan Reykjanesbrautar sem samþykkt var í bæjarstjórn 24. nóvember 2015 og birt í B- deild Stjórnartíðinda er breytt í samræmi við deiliskipulagsmörk Smárahvammsvegar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir með 6 atkvæðum framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.8 2112277 Suðurlandsvegur í Kópavogi og Mosfellsbæ. Deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga verkfræðistofunar Eflu f.h. umhverfissviðs Kópavogsbæjar og Mosfellsbæjar að deliskipulagi Suðurlandsvegar í Kópavogi og Mosfellsbæ. Skipulagssvæðið er rúmir 67,3 ha að stærð, um 5,6 km að lengd og liggur frá Geithálsi vestan Hólmsár, í Mosfellsbæ, að tvíbreiðum hluta Suðurlandsvegar, austan Lögbergsbrekku. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi Suðurlandsvegur verði breikkaður til norðurs og verði samfelldur stofnvegur 2 2. Gert er ráð fyrir vegamótum við Geirland ásamt hliðarvegum/tengivegum í Lækjarbotnum, Gunnarshólma og Geirlandi. Markmið deiliskipulagsins er að auka þjónustustig samgangna á svæðinu og bæta umferðaröryggi. Uppdrættir dags. 30. júní 2022 í mkv 1:10000.
    Á fundi skipulagsráðs 4. júlí 2022 var afgreiðslu frestað.
    Ómar Ingþórsson landslagsarkitekt gerir grein fyrir erindinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að deiliskipulagi verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.15 22061271 Bæjarlind 5, 7 og 9. Breytt deiliskipulag. Aðkoma að lóðum.
    Lagt fram erindi Umhverfissviðs Kópavogs dags. 5. júlí 2022 fyrir hönd lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Bæjarlindar 5 og 7-9. Í tillögunni er gert ráð fyrir að aðkomu sé breytt í samræmi við núverandi fyrirkomulagi á lóðinni og lóðarblaði dags. 2. febrúar 2022 gert af teiknistofunni Landslagi. Lóðarmörk og stærðir lóða breytast sem og fyrirkomulag bílastæða. Lóð Bæjarlindar 5 verður með hlut í sameiginlegri lóð 3.118 m2 eftir breytingu og lóð Bæjarlindar 7-9 verður með hlut í sameiginlegri lóð 3.310 m² eftir breytingu. Að öðru leyti er vísað til deiliskipulags Glaðheima - austurhluta samþykkt í bæjarstjórn 15. desember 2015. Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísun í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.18 22032529 Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi KRark arkitekta ehf. fyrir hönd lóðarhafa dags. 24. mars 2022 þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að heimilt verði að byggja á vesturhlið 42,6 m² sólskála á þaksvalir við íbúð á efstu hæð. Samþykki lóðarhafa Kópavogsgerði 5-7 liggur fyrir.
    Uppdráttur dags. 25. mars 2022 í mkv. 1:2000 og 1:500.
    Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2022 samþykkti skipulagsráð með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3, 5-7, 8 og 10.
    Kynningartíma lauk 8. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.20 22052776 Þinghólsbraut 10. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Á afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2022, var lagt fram erindi byggingarfulltrúa dags. 27. maí 2022, þar sem lóðarhafi sækir um byggingarleyfi fyrir 44,6 m² viðbyggingu á suðurhlið hússins. Núverandi húsnæði er 177 m², verður eftir breytingu 221,6 m². Fyrir liggur samþykki nágranna.
    Uppdættir í mkv. 1:500 dags. 27. janúar 2022.
    Á fundinum samþykkti embætti skipulagsfulltrúa með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum í Þinghólsbraut 7, 8, 9, 11, 12, 13 og Kópavogsbraut 49.
    Kynningartíma lauk 4. júlí 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 7.23 22061276 Vatnsendablettur 724. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Andra Martins Sigurðssonar byggingartæknifræðings dags. 13. júní 2022 f.h. lóðarhafa, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Byggingarreitur verði stækkaður til suðurs á suðausturhorni reitsins um 3,76 metra og verði samsíða lóðarmörkum í 4,89 metra fjarlægð. Hámarksbyggingarmagn á lóðinni helst óbreytt miðað við gildandi skipulagsskilmála. Þá er óskað eftir breytingu á aðkomu að lóðinni, sem verði í suðvesturhorni lóðarinnar. Fyrir liggur samþykki landeiganda.
    Meðfylgjandi: Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:500 dags. 13. júní 2022.
    Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var samþykkt með tilvísun í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga að breyttu deiliskipulagi verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Vatnsendabletta nr. 0, 18, 720, 721, 722, 723 og 725.
    Kynningartíma lauk 8. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið með sex atkvæðum. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Bergljótar Kristinsdóttur.
  • 7.24 22061767 Kópavogsbraut 101. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi byggingarfulltrúa dags. 14. júní 2022 sem vísar til skipulagsráðs umsókn Yrki arkitekta ehf. f.h. lóðarhafa um byggingarleyfi. Sótt er um að hluti fyrstu hæðar núverandi húss verður stækkaður til suðausturs um 3 metra að útvegg efri hæðar. Heildarstækkun húss er áætluð um 30 m².
    Uppdrættir í mkv. 1:500, 1:100 dags. 10. maí 2022 ásamt skýringarmyndum og greinargerð.
    Á fundi skipulagsráðs 20. júní 2022 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga yrði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kópavogsbrautar 99, 103, Þinghólsbrautar 66 og 68.
    Kynningartíma lauk 11. ágúst 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 124 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2207006F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 155. fundur frá 16.08.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2206015F - Lista- og menningarráð - 142. fundur frá 17.08.2022

Fundargerð í fjórum liðum.

Önnur mál fundargerðir

10.2208003F - Menntaráð - 99. fundur frá 16.08.2022

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

11.2206470 - Kosningar í notendaráð í málefnum fatlaðs fólks

Kosning formanns notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.
Björg Baldursdóttir er kosin formaður notendaráðs í málefnum fatlaðs fólks.

Kosningar

12.2206325 - Kosningar í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga 2022-2026

Kosning aðalmanns í yfirkjörstjórn.
Jón Guðlaugur Magnússon tekur sæti sem aðalmaður í yfirkjörstjórn í stað Ingibjargar Ingvadóttur.

Kosningar

13.2206320 - Kosningar í velferðarráð 2022-2026

Kosning varamanns í velferðarráð.
Svava H. Friðgeirsdóttir er kosin varamaður í velferðarráð í stað Sigurbjargar Vilmundardóttur.

Fundi slitið - kl. 17:50.