Bæjarstjórn

1255. fundur 12. apríl 2022 kl. 16:00 - 20:16 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson, aðalmaður boðaði forföll og Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Pétur Hrafn Sigurðsson, aðalmaður boðaði forföll og Steini Þorvaldsson varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2204068 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2021

Frá sviðsstjóra fjármálasviðs, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2021.
Bæjarstjórn vísar afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2021, ásamt ársreikningum stofnana bæjarins, til seinni umræðu með 11 atkvæðum.

Dagskrármál

2.2204025 - Sjálfbærniskýrsla Kópavogsbæjar

Lögð fram sjálfbærniskýrsla Kópavogsbæjar.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum sjálfbærniskýrslu Kópavogsbæjar.

Önnur mál fundargerðir

3.2203014F - Bæjarráð - 3083. fundur frá 24.03.2022

Fundargerð í tíu liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:28, fundi fram haldið kl. 19:03

Önnur mál fundargerðir

4.2203021F - Bæjarráð - 3084. fundur frá 31.03.2022

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.
  • 4.3 2202032 Geirland - viðræður um sölu hluta jarðar
    Frá bæjarlögmanni, dags. 28.03.2022, lögð fram drög að kaupsamningi. Niðurstaða Bæjarráð - 3084 Bæjarráð samþykktir framlagðan kaupsamning með fjórum atkvæðum gegn atkvæði Karenar E. Halldórsdóttur og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagðan kaupsamning með 9 atkvæðum gegn atkvæði Karenar E. Halldórsdóttur og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

5.2203024F - Bæjarráð - 3085. fundur frá 07.04.2022

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2203012F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 339. fundur frá 11.03.2022

Fundargerð í níu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2203022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 340. fundur frá 25.03.2022

Fundargerð í 12 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

8.2203025F - Forsætisnefnd - 196. fundur frá 07.04.2022

Fundagerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2203018F - Íþróttaráð - 119. fundur frá 24.03.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2203011F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 85. fundur frá 16.03.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2203020F - Lista- og menningarráð - 137. fundur frá 24.03.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2203027F - Menntaráð - 95. fundur frá 05.04.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2203002F - Skipulagsráð - 117. fundur frá 28.03.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 13.10 2201220 Vatnsendahvarf - athafnasvæði 3. Tónahvarf 2. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs svæði 3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 9. október 2007 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2. nóvember 2007 með seinni breytingu samþykkt í bæjarstjórn 12. mars 2019 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 2019.
    Í breytingunni felst að breyta lóðamörkum, Tónahvarfs 2 þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Lóðin sem minnkar úr 5.900 m2 og verður eftir breytingu 3.750 m2 að flatarmáli. Gert er ráð fyrir að byggingarreitur breytist og verður grunnflötur eftir breytingu 650 m2. Hámarksbyggingarmagn verður óbreytt eða 3.800 m2 þar af 3.000 m2 í verslun og þjónustu. Hámarks hæð byggingarreits breytis úr þremur hæðum auk kjallara í fjórar hæðir auk kjallara. Hámarksvegghæð í gildandi deiliskipulagi er 15 metrar á norðurhlið breytist og verður 20 metrar og þakform er frjáls. Aðkoma og fjöldi bílastæða breytist og er gerð krafa um eitt bílastæði á hverja 100 m2 atvinnuhúsnæðis og skal ekki reikna geymslur eða þjónusturými inn í þeim tölum.
    Hámarks byggingarmagn kjallara og niðurgrafinnar bílageymslu er 800 m2. Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs þar sem gert er ráð fyrir nýju hringtorgi og breyttum skipulagsmörkum er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:1000 dags. 17. janúar 2022
    Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag athafnasvæðis Vatnsendahvarfs 3 með síðari breytingum.
    Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar sl var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 16. mars sl. Engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 117 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

14.2203019F - Skipulagsráð - 118. fundur frá 04.04.2022

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 14.4 2009744 Bakkabraut 2-4, Bryggjuvör 1, 2, 3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga Atelier arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóða við Bakkabraut 2 og 4, Bryggjuvör 1-3 og Þinghólsbraut 77 og 79. Svæði 13 á þróunarsvæði á Kársnesi, ÞR-1 samkv. Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040. Í tillögunni er gert ráð fyrir að núverandi atvinnuhúsnæði á lóðunum víki og íbúðarhús rísi í þess stað. Skipulagssvæðið afmarkast af Þinghólsbraut og lóðamörkum Þinghólsbrautar 73 og 75 í austri, fyrirhugaðri nýrri vegtengingu milli Borgarholtsbrautar og Bakkabrautar í norðri, fyrirhugaðs nýs hafnarkants til vesturs og suðurs. Gert er ráð fyrir að heildarfjöldi íbúða á reitnum verði að hámarki 150, á 2-4 hæðum þar sem 4. hæðin verður inndregin. Gert er ráð fyrir 0,75-1 bílastæði pr. íbúð og að u.þ.b. 90% þeirra verði í innbyggðum og niðurgröfnum bílageymslum. Fyrirhugað er að heildarbyggingarmagn á svæðinu verði 24.995 m² ofan- og neðanjarðar með nýtingarhlutfalli 1,9. A-rými ofanjarðar 18.700m². B-rými ofanjarðar 2.595m². A-rými neðanjarðar 2.180m². B-rými neðanjarðar - Bílakjallari - 3.800m². Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 30. mars 2022. Tillögunni fylgir einnig minnisblað um samgöngur frá VSÓ ráðgjöf dags. 17. febrúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 118 Bókun Sigurbjargar Erlu Egilsdóttur og Einars Arnar Þorvarðarsonar: "Í framkomnum athugasemdum eftir kynningu vinnslutillögu kölluðu íbúar eftir auknu samráði. Meðal annars var óskað eftir kynningu á fyrirhugaðri uppbyggingu og heildarbyggingarmagni á stærra svæði Kársness, auk stefnu um hönnun og arkitektúr á svæðinu. Samþykkt skipulagslýsing gerir ráð fyrir 18.700 fermetrum en í deiliskipulagstillögunni er tæplega 34% aukning á byggingamagni. Af þessum sökum telja undirrituð mikilvægt að staldra við og fara í meira samráð við íbúa og hagsmunaaðila á svæðinu áður en lengra er haldið."

    Fundarhlé kl. 17:09
    Fundur hófst á ný kl. 17:40

    Formaður lagði til að afgreiðslu málsins væri frestað til loka fundar, samþykkt.

    Bókun Bergljótar Kristinsdóttur: "Nú er kynningarferli á vinnslutillögu á reit 13 lokið og við tekur lögformlegt auglýsingaferli á tillögu til deiliskipulags með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á vinnslutillögunni í samræmi við athugasemdir.
    Nauðsynlegt er að nota öll ráð sem tiltæk eru til að íbúar nái að kynna sér tillöguna og þær breytingar sem gerðar hafa verið. Ég legg aftur til að boðið verði upp á þrívíddarmódel svo auðvelt sé fyrir íbúa að mynda sér skoðun á hæð bygginga og legu þeirra í landinu. Íbúar eru ekki sérfræðingar í lestri skipulagstillagna og þurfa gögn við hæfi til að meta raunhæfni tillögunnar."

    Hjördís Ýr Johnson, Birkir Jón Jónssonar, Kristinn D. Gissurarsonar og Sigríður Kristjánsdóttur taka undir bókun Bergljótar.

    Skipulagsráð samþykkir með 5 atkvæðum með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Einar Örn Þorvarðarson greiddu atkvæði á móti.

    Fundarhlé kl. 18:53
    Fundur hófst á ný kl. 18:58

    Bókun Hjördísar Ýr Johnson, Birkis Jóns Jónssonar, Kristins D. Gissurarsonar og Sigríðar Kristjánsdóttur: "Tekið hefur verið tillit til framkominna athugasemda, íbúðum fækkað, hæðir húsa lækkaðar, byggð aðlöguð enn frekar að aðliggjandi byggð og grænum svæðum fjölgað. Rétt er að árétta að nú hefst lögbundið kynningarferli þar sem íbúum gefst enn frekari kostur á að koma að athugasemdum og ábendingum."
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum, gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Steina Þorvaldssonar, Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Ragnhildar Reynisdóttur.

    Bókun:
    "Undirrituð telja tölvuverða ágalla á framkvæmd deiliskipulagningar á nýrri byggð sem rís á Kársnestá. Þar sem hver reitur er skipulagður sérstaklega vantar heildarsýn á hverfið m.t.t. lýðheilsumarkmiða. Pólitík forysta hefur ekki fylgt ákvörðunum sínum úr hlaði með því að tala við íbúa heldur eru starfsmenn ítrekað settir í þá stöðu sem er óásættanlegt þegar um svo pólitískar ákvarðanir er að ræða. Kynningum á deiliskipulagstillögum og vinnslutillögum er mjög áfátt. Íbúar geta ekki komið á opinberan stað og skoðað gögnin í leshæfu formi þegar þeim hentar né eru gögnin þannig sett fram að almenningur eigi auðvelt með að gera sér góða grein fyrir þeim breytingum sem tillögurnar munu hafa á þeirra nánasta umhverfi."
    Bergljót Kristinsdóttir
    Steini Þorvaldsson

    Bókun:
    "Vek athygli á því að bæjarfulltrúinn Bergljót Kristinsdóttir situr í skipulagsráði og var sammála öllu ferlinu og samþykkti deiliskipulagstillöguna út úr skipulagsráði til auglýsingar. Hér er um tillögu að ræða þar sem aftur er kallað eftir athugasemdum en ekki verið að samþykkja skipulagið."
    Ármann Kr. Ólafsson

  • 14.5 2112233 Hliðarvegur í Lækjarbotnum. Umsókn um framkvæmdaleyfi.
    Lagt fram á ný erindi Vegagerðarinnar dags. í nóvember 2022 þar sem sótt er um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu hliðarvegar í Lækjarbotnum.
    Um er að ræða hliðarveg frá fyrirhuguðum gatnamótum við Geirland að að núverandi vegi að Waldorfskólanum í Lækjarbotnum.
    Framkvæmdin er liður í að tryggja öruggar tengingar við Lækjarbotnaland samhliða breikkun Suðurlandsvegar.
    Fyrir liggur umsögn Kópavogsbæjar til Skipulagsstofnunar dags. 27. október 2021, þar sem fram kemur að framkvæmdin sé ekki líkleg til að valda umtalsverðum neikvæðum umhverfisáhrifum og því skuli hún ekki matsskyld.
    Á fundi skipulagsráðs 31. janúar 2022 var samþykkt með tilvísan í 8. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012 að grenndarkynna ofangreinda umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir hagsmunaaðilum og umsagnaraðilum.
    Kynningu lauk 28. mars sl. athugasemdir bárust. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 118 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu aftur til afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 14.6 2102346 Skilti HK við Breiddina. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram á ný erindi Handknattleiksfélags Kópavogs varðandi breytingu á auglýsingaskilti félagsins við stofnbraut í Breidd í Kópavogi, þar sem rekið hefur verið auglýsingaskilti um árabil. Óskað er eftir leyfi til að breyta tveimur flettiskiltaflötum í stafræna fleti. Annar mun snúa í norð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi og hinn í suð-austur frá íbúabyggð í Kópavogi. Skjám er stýrt af Aopen DE3450 tölvu sem stillt er á að minnka ljósmagn niður í 4% ef bilun verður á búnaði. Þá lögð fram umsókn og skýringarteikning dags. í febrúar 2021. Þá lagður fram ferill máls sem inniheldur umsögn Samgöngustofu dags. 30. september 2021, umsögn Vegagerðinnar dags. 17. ágúst 2021 og Reykjavíkurborgar 20. október 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 1. nóvember 2021 var erindinu vísað til úrvinnslu og umsagnar skipulagsdeildar. Þá lagt fram minnisblað skipulagsdeildar dags. 31. mars 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 118 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 14.7 2202230 Lyklafellslína 1 - Hamraneslínur, núllkostur 2.
    Lagt fram á ný erindi Landsnets hf. dags. 8. febrúar 2022, þar sem kynntur er nýr valkostur í útfærslu Lyklafellslínu 1 í landi Kópavogs. Um er að ræða niðurrif mastra Hamraneslína 1 og 2 á milli tengivirkisins í Hamranesi að Urriðakotsdal og lagningu 220 KV jarðstrengja í stað loftlínunnar á þeim kafla sem er um 5 km. Jarðstrengurinn mun liggja frá tengivirki í Hamranesi og tengjast við möstur Hamraneslína 1 og 2 (HN 1&2) í Urriðakotsdal. Þessar framkvæmdir fela ekki í sér niðurrif Hamraneslína 1 og 2 alla leið, líkt og ef um byggingu nýrrar línu (Lyklafellslínu 1) væri að ræða. Þessi nýja útfærsla hefur hlotið vinnuheitið "Núllkostur 2" og verður metinn sem einn valkostur í umhverfismatinu sem nú er í vinnslu.
    Skv. erindinu uppfyllir "Núllkostur 2" ekki meginmarkmið verkefnisins, en engu að síður telur Landsnet, miðað við stöðu og gögn málsins nú, að valkosturinn hafi margvíslegan ávinning og með fyrirvara um endanlega niðurstöðu umhverfismatsins, geti hann mögulega orðið aðalvalkostur Landsnets þegar umhverfismatsskýrslan verður lögð fram. Vinnu við skýrsluna lýkur í vor og er óskað eftir afstöðu Kópavogsbæjar áður en þeirri vinnu líkur.
    Á fundi skipulagsráðs 14. febrúar sl. var afgreiðslu erindisins frestað, vísað til umsagnar umhverfissviðs. Þá lögð fram umsögn umhverfissviðs dags. 29. mars 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 118 Lagt fram og kynnt. Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við að "núllkostur 2" verði aðalvalkostur fyrirhugaðrar framkvæmdar.
    Bókun: "Skipulagsráð óskar eftir nánari skýringum á breyttum forsendum fyrir orkuþörf."
    Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 14.8 2201221 Hörðuvellir, breytt deiliskipulag.
    Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júní 2003 og birt í B- deild Stjórnartíðinda 12. nóvember 2003.
    Í tillögunni felst að breyta mörkum skipulagssvæðis Hörðuvalla í samræmi við deiliskipulag fyrir þriðja áfanga Arnarnesvegar sem auglýst er samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
    Þar sem gert er ráð fyrir brú eða undirgöngum undir Arnarnesveg rétt norðaustan hringtorgs við Rjúpnaveg geta göngu- og hjólastígar færst nær íbúðarbyggð við Desjakór.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
    Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Hörðuvalla með síðari breytingum.
    Á fundi skipulagsráðs 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 28. mars sl. var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. mars 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 118 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 14.9 2201223 Vatnsendahvarf - athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram á ný tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi athafnasvæðis Vatnsendahvarfs sem samþykkt var í bæjarstjórn 25. september 2001 og birt í B- deild
    Stjórnartíðinda 15. janúar 2002.
    Í tillögunni felst að skipulagsmörk breytast þar sem ný lega Arnarnesvegar hefur færst til austurs. Stærð skipulagssvæðisins eftir breytingu er 22 ha. Við gatnamót Vatnsendavegar og Tónahvarfs er gert ráð fyrir nýju hringtorgi í stað krossgatnamóta.
    Umrætt deiliskipulag Arnarnesvegar og breytt deiliskiplaga Tónahvarfs 2 er auglýst samhliða breyttu deiliskipulagi þessu.
    Uppdrættir í mælikvarða 1:2000 dags. 17. janúar 2022
    Að öðru leiti er vísað í gildandi deiliskipulag Vatnsendahvarfs - Athafnasvæðis með síðari breytingum.
    Á fundi skipulagsráð 17. janúar 2022 var samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Á fundi bæjarstjórnar 25. janúar 2022 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Kynningartíma lauk 16. mars sl. Athugasemdir bárust.
    Á fundi skipulagsráðs 28. mars sl. var afgreiðslu frestað, vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 25. mars 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 118 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með 6 atkvæðum, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 10 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur afgreiðslu skipulagsráðs.
  • 14.10 2109065 Breytt lega jarðstrengjar frá Vesturvör að Fossvogsbrú.
    Lagt fram að nýju erindi Veitna. Áður hefur verið samþykkt í skipulagsráði að leyfa breyta legu jarðstrengs frá Vesturvör að fyrirhugaðri brú yfir Fossvog og að sveitarfélagamörkum Kópavogs og Reykjavíkur. Það kemur nú í ljós að betra væri að komast hjá að leggja stenginn undir götu/stíga þar sem hágæða almennings samgöngur ásamt stofnstíg hjólreiða munu liggja í framtíðinni. Núverandi jarðstrengur liggur meðfram vesturlóðamörkum fjölbýlishússins að Hafnarbraut nr. 14. og að dælustöð við Hafnarbraut nr. 20 og í sjó fram. Ný lega jarðstrengjar mun því liggja frá lóðarmörkum Hafnarbrautar 27, eftir hjólastíg til vesturs og eftir Bakkabraut til norðurs. Þar sem strengur þverar Bakkabraut við Vesturvör 34 og liggur meðfram austurlóðamörkum Vesturvarar nr. 34 og 38 þar sem strengur beygir til norðvesturs að sjó og áfram að sveitarfélagsmörkum. Gert verður ráð fyrir 3m helgunarsvæði fyrir umræddan streng þar sem sett verður fram krafa um graftarrétt á bæjarlandi og innan lóðanna við Vesturvör 34 og 38 þó svo að strengur liggi ekki innan umræddra lóða. Þá lögð fram skýringarmynd af staðsetningu. Niðurstaða Skipulagsráð - 118 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslu skipulagsráðs.

Önnur mál fundargerðir

15.2203008F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 150. fundur frá 15.03.2022

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2203016F - Velferðarráð - 99. fundur frá 21.03.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.22033033 - Fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnanes frá 28.03.2022

Fundargerð 2. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnafjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæ og Seltjarnanes frá 28.03.2022
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.22032344 - 2. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 08.03.2022

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.22033008 - Fundargerð 908. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.03.2022

Fundargerð í 29 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.22032513 - Fundargerð 105. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 18.03.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.22033177 - Fundargerð 106. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 31.03.2022

Fundagerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.22032128 - Fundargerð 456. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.02.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.22032511 - Fundargerð 37. eigendafundar stjórnar Sorpu bs. frá 11.03.2022

Önnur mál fundargerðir

24.22032512 - Fundargerð 35. eigendafundar stjórnar Strætó frá 11.03.2022

Önnur mál fundargerðir

25.22032333 - Fundargerð 353. fundar stjórnar Strætó frá 11.03.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.22032514 - Fundargerð 239. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 18.03.2020

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.2204135 - Fundargerð 538. fundar stjórnar SSH frá 04.04.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

28.2204139 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðarsvæðunum frá 28.02.2022

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

29.2204140 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðarsvæðunum frá 21.03.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

30.2204141 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðarsvæðunum frá 30.03.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Kosningar

31.1906475 - Kosningar í notendaráð um málefni fatlaðs fólks

Karen E. Halldórsdóttir er kosin sem formaður samráðshóps um málefni fatlaðs fólks.

Kosningar

32.1806584 - Kosningar í hverfakjörstjórnir 2018-2022

Bæjarstjórn samþykkir að Guðmundur Sigurbergsson taki sæti í hverfiskjörstjórn Smáranum í stað Steingríms Steingrímssonar.

Fundi slitið - kl. 20:16.