Bæjarstjórn

1253. fundur 08. mars 2022 kl. 16:00 - 18:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Donata Honkowicz Bukowska varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2203439 - Beiðni um lausn frá störfum

Dagskrártillaga:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að setja málið á dagskrá með afbrigðum.
Beiðni um lausn frá störfum:
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum beiðni Guðmundar Gísla Geirdal um lausn frá störfum bæjarstjórnar, og annarra trúnaðarstarfa fyrir bæjarstjórn Kópavogs, til loka kjörtímabilsins.

Önnur mál fundargerðir

2.2202012F - Bæjarráð - 3079. fundur frá 24.02.2022

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.
  • 2.4 2202032 Geirland - viðræður um sölu hluta jarðar
    Frá bæjarlögmanni, lögð fram umsögn vegna framkominnar beiðni Dyljáar Ernu Eyjólfsdóttur um kaup á hluta af Geirlandi við Suðurlandsveg ásamt fasteignum. Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022 og 17.02.2022. Niðurstaða Bæjarráð - 3079 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur að fela bæjarstjóra að ganga til samninga við beiðanda um sölu á húsakosti jarðarinnar.

Önnur mál fundargerðir

3.2202019F - Bæjarráð - 3080. fundur frá 03.03.2022

Fundargerð í 20 líðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 17:10, fundi fram haldið kl. 17:43
  • 3.6 2203069 Viðauki við fjárhagsáætlun 2022
    Frá fjámálastjóra, dags. 1. mars 2022, lagður fram viðauki við fjárhagsáætlun vegna liðar nr. 5, málsnúmer 18031182. Niðurstaða Bæjarráð - 3080 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka.
  • 3.8 2201231 Urðarhvarf 12, afturköllun lóðar
    Frá bæjarlögmanni, dags. 22. febrúar 2022, lögð fram umsögn vegna afturköllunar lóðarúthlutunar: Urðarhvarf 12. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 24. febrúar 2022. Niðurstaða Bæjarráð - 3080 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjóra.
  • 3.9 2008519 Ósk um aðkomu Kópavogsbæjar að húsnæðismálum HSSK
    Frá starfshópi um framtíðarhúsnæði fyrir Hjálparsveit skáta í Kópavogi, lögð fram skilagrein um valkosti nýs húsnæðis undir starfsemina. Bæjarráð frestaði erindinu 03.02.2022. Niðurstaða Bæjarráð - 3080 Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fela bæjarstjóra að ganga til samninga HSSK með vísan til framlagðar viljayfirlýsingar.

    Bókun:
    Undirrituð taka undir niðurstöðu frá starfshópi um framtíðarhúsnæði fyrir Hjálparsveit skáta í Kópavogi en taka ekki undir forsendur í útreikningum sem byggðir eru á skipulagi fyrir reit nr.13.
    Theodóra S. Þorsteinsdóttir
    Einar Örn Þorvarðarson

Önnur mál fundargerðir

4.2202007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 337. fundur frá 11.02.2022

Fundargerð í tíu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

5.2202020F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 338. fundur frá 25.02.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

6.2202017F - Forsætisnefnd - 194. fundur frá 03.03.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.2202014F - Íþróttaráð - 118. fundur frá 24.02.2022

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2202021F - Menntaráð - 93. fundur frá 01.03.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2202013F - Skipulagsráð - 115. fundur frá 28.02.2022

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
  • 9.1 2011714 Vatnsendahæð - Vatnsendahvarf. Deiliskipulag
    Lögð fram á vinnslustigi tillaga Arkþing nordic arkitekta dags. 11. febrúar 2022 fh. umhverfissviðs að deiliskipulagi nýs íbúðahverfis á Vatnsendahæð í Vatnsendahvarfi.
    Megintilgangur deiliskipulagsvinnunnar er að móta hverfi með vistvænum áherslum í samræmi við markmið Aðalskipulags Kópavogs 2019-2040. Deiliskipulagssvæðið er um 29 hektarar og liggur að mörkum Reykjavíkur, Kórahverfis og Hvörfum í Vatnsenda. Gert er ráð fyrir nýju íbúðahverfi með fjölbreyttu formi íbúða, leikskóla og útivistarsvæðum ásamt verslun- og þjónustu. Tillagan gerir ráð fyrir 500 íbúðum alls, þar af um 150-200 íbúðum í sérbýli, (einbýli, raðhús/parhús). Hámarkshæð bygginga er 3 hæðir auk kjallara.
    Uppdrættir í mkv. 1:2000 og greinargerð dags. 11. febrúar 2022.
    Þá lögð fram tillaga að samráðsáætlun dags. 25. febrúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða vinnslutillögu skv. samráðsáætlun. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.5 2201817 Hafnarbraut 10, breytt deiliskipulag.
    Lagt fram á ný erindi Skala arkitekta fh. lóðarhafa dags. 26. janúar 2022, þar sem sótt er um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar. Í breytingunni felst að íbúðum fjölgi um 8, verði 48 í stað 40 í sama rými og fyrir er og að bílageymsla verði stækkuð neðanjarðar og fjöldi bílastæða á lóð verði í samræmi við íbúðastærðir.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 14. janúar 2022.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð samþykkir með tilvísun í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.6 2109355 Nýbýlavegur 32. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram á ný erindi Einars Ólafssonar arkitekts dags. 9. september 2021 fh. lóðarhafa Nýbýlavegar 32. Í erindinu er óskað eftir að að byggja skyggni yfir innganga íbúða á þriðju hæð og bæta við tveimur gluggum á austur- og vesturhlið. Uppdrættir dags. 17. desember 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 20. desember 2021 var samþykkt með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Nýbýlavegar 30, Dalbrekku 27, 29, 56 og 58. Kynningartíma lauk 31. janúar 2022, engar athugasemdir bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.7 2201461 Hlíðarvegur 15, kynning á byggingaleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi Tripóli arkitekta fh. lóðarhafa þar sem sótt er um að byggja fjölbýlishús á lóðinni í stað einbýlishúss. Í breytingunni felst að núverandi hús á lóðinni, einbýlishús frá árinu 1945, 114,4 m² að flatarmáli verði rifið. Á lóðinni verði reist 459,1 m² (byggingarmagn ofanjarðar og geymsla í kjallara) fjölbýlishús með fjórum íbúðum á tveimur hæðum og kaldri bílgeymslu í kjallara fyrir átta bíla. Lóðin er 850 m², nýtingarhlutfallið 0,13 og eftir breytingar verður það 0,94 með bílgeymslu. Greinargerð og uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 6. desember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 115 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

10.2202009F - Ungmennaráð - 29. fundur frá 23.02.2022

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2202008F - Velferðarráð - 97. fundur frá 21.02.2022

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2203023 - Fundargerð 907. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.02.2022

Fundargerð í 23 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.22021185 - Fundargerð 399. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 23.02.2022

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Kosningar

14.18051283 - Kosningar í lista- og menningarráð 2018-2022

Margrét Friðriksdóttir er kosin aðalmaður í lista-og menningarráð í stað Guðmundar Gísla Geirdal.
Jón Finnbogason er kosinn varamaður í stað Margrétar Friðriksdóttur.

Kosningar

15.18051284 - Kosningar í menntaráð 2018-2022

Hjördís Ýr Johnson er kosin aðalmaður í stað Guðmundar Gísla Geirdal.
Jón Finnbogason er kosinn varamaður í stað Hjördísar Ýr Johnson.

Kosningar

16.1906475 - Kosningar í notendaráð um málefni fatlaðs fólks

Karen E. Halldórsdóttir er kosin aðalmaður í notendaráði fatlaðs fólks í stað Guðmundar Gísla Geirdal.

Kosningar

17.1809143 - Kosningar í öldungaráð 2018-2022

Hjördís Ýr Johnson er kosin varamaður í öldungaráð í stað Guðmundar Gísla Geirdal.

Kosningar

18.18051285 - Kosningar í skipulagsráð 2018-2022

Karen E. Halldórsdóttir er kosin sem varamaður í skipulagsráð í stað Guðmundar Gísla Geirdal.

Kosningar

19.18051308 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2018-2022

Margrét Friðriksdóttir er kosin varamaður í stað Guðmundar Gísla Geirdal í umhverfis- og samgöngunefnd.

Fundi slitið - kl. 18:05.