Bæjarstjórn

1248. fundur 14. desember 2021 kl. 16:00 - 20:41 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Donata Honkowicz Bukowska varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1807289 - Tillaga um mótun meginreglna um íbúasamráð. Tillaga frá bæjarfulltrúum BF Viðreisnar.

Frá bæjarfulltrúa Théodóru Þorsteinsdóttur, lögð fram tillaga um mótun meginreglna um íbúasamráð.
Lagt fram.

Fundargerð

2.2111010F - Bæjarráð - 3068. fundur frá 25.11.2021

Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 18:25, fundi fram haldið kl. 18:55.
  • 2.3 20061023 Skipulag Kópavogsbæjar
    Frá bæjarritara, lögð fram drög að uppfærðu skipuriti Kópavogsbæjar. Bæjarráð frestaði erindinu á fundi sínum 21. október sl. Niðurstaða Bæjarráð - 3068 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum nýtt skipurit fyrir Kópavogsbæ.

Önnur mál fundargerðir

3.2111023F - Bæjarráð - 3069. fundur frá 02.12.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.2111025F - Bæjarráð - 3070. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 4.6 21111259 Gjaldskrá Heilbrigðiseftirlitsins fyrir árið 2022
    Frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjaðar og Kópavogs, lögð fram gjaldskrá fyrir árið 2022. Niðurstaða Bæjarráð - 3070 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða gjaldskrá.

Önnur mál fundargerðir

5.2111019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 331. fundur frá 19.11.2021

Fundargerð í níu liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

6.2112006F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 322. fundur frá 03.12.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Önnur mál fundargerðir

7.2112008F - Forsætisnefnd - 189. fundur frá 09.12.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.2111015F - Hafnarstjórn - 123. fundur frá 18.11.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2111014F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 83. fundur frá 24.11.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2110008F - Lista- og menningarráð - 133. fundur frá 11.11.2021

Fundargerð í 81 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2111012F - Leikskólanefnd - 136. fundur frá 18.11.2021

Fundagerð í átta liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2111021F - Menntaráð - 88. fundur frá 23.11.2021

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2112003F - Menntaráð - 89. fundur frá 07.12.2021

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2111013F - Skipulagsráð - 110. fundur frá 06.12.2021

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 14.4 2002204 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Deiliskipulag. Lagt fram svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
    Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2021 þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir framlögð gögn fyrir deiliskipulag miðbæjar Kópavogs, Reiti B1-1, B4, B2 og B1-3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 og tekið fram að áður en samþykkt deiliskipulagsins er auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda telji stofnunin að Kópavogsbær þurfi að yfirfara og bregðast við tilgreindum atriðum í bréfinu.
    Tillagan sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 nær til svæðis sem afmarkast af Vallartröð til austurs, Digranesvegi til suðurs, Fannborg 8 til vestur og Hamraborg 10-38 til norðurs. (Reitir B1-1 og B1-3 og B4 í rammahluta Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024). Stærð skipulagssvæðisins er um 4.3 ha að flatarmáli. 1) Á Fannborgarreit (á reit B1-1) standa nú þrjár byggingar fyrir atvinnuhúsnæði á 2, 3 og 4 hæðum (gömlu bæjarskrifstofurnar í Fannborg 2, 4 og 6) alls um 5300 m2 sem byggðar voru á árunum 1973-1979. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar verði rifnar og nýtt húsnæði á 1-7 hæðum, með stöku byggingum sem eru 8 og 12 hæðir, rísi á svæðinu fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu. Á jarðhæðum sem snúa að göngugötu (mannlífsás) sem mun verða milli fyrirhugaðra nýbygginga og núverandi íbúðarhúsa við Hamraborg 30-38 er gert ráð fyrir verslun og þjónustu. Áætlað heildar byggingarmagn verður um 18.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 2000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.04 án bílakjallara og 3.56 með bílastæðakjallara. Gert er ráð fyrir 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílastæði fyrir hverja 100 m2 í verslunar- og þjónustuhúsnæðis og að lágmarksfjöldi reiðhjólastæða er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 2) Á Traðarreit-vestur standa nú 8 byggingar á einni til þremur hæðum með samtals 13 íbúðum, þar af 2 atvinnuhúsnæði, sem byggð voru á árunum 1952-1958 alls um 3000 m2. Í tillögunni er gert ráð fyrir að þessar byggingar víki fyrir nýrri byggð á 1-7 hæðum fyrir allt að 280 íbúðir auk verslunar- og þjónustuhúsnæðis alls um 22.000 m2 að samanlögðum gólffleti þar af 1.000 m2 fyrir verslun og þjónustu. Hámarksnýtingarhlutfall er áætlað 2.42 án bílakjallara og 3.90 með bílastæða kjallara. Gert er ráð fyrir 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð og 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Lóðarmörk og aðkoma breytast. 3) Gert er ráð fyrir göngugötu (mannlífsás) allt frá Vallartröð að Hálsatorgi fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði.
    Ofangreind tillaga var lögð fram á fundi skipulagsráðs 19. október 2020 og samþykkt að auglýsa hana í samræmi við 1. gr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Á fundi bæjarstjórnar 27. október 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Erindið var auglýst í fréttablaði og lögbirtingarblaði, heimasíðu bæjarins og á íbúafundum.
    Frestur til að skila inn athugasemdum var til 2. mars 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt innsendum athugasemdum og því frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar.
    Á fundi skipulagsráðs 3. maí 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsdeildar og erindinu frestað.
    Á fundi skipulagsráðs 17. maí 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsdeildar dags. 22. apríl 2021 og erindið samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Á fundi bæjarstjórnar 25. maí 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Erindið var sent Skipulagsstofnun til afgreiðslu 15. júní 2021.
    Á fundi skipulagsráðs 20. september 2021 var erindið lagt fram að nýju ásamt erindi Skipulagsstofnunar dags. 26. ágúst 2021 þar sem fram koma athugasemdir við birtingu í B- deild Stjórnartíðinda. Jafnframt lagt fram erindi skipulagsfulltrúa dags. 17. september 2021 þar sem brugðist er við erindi Skipulagsstofnunar og lagðar til breytingar á skipulagsgögnum samkvæmt eftirfarandi:
    Afmörkun skipulagssvæðisins er samræmd í skipulagsgögnum og skipulagssvæðinu er lýst með ítarlegri hætti.
    Skipulagsákvæði sett fram skýrari hætti fyrir alla reiti svæðisins B1-1, B1-3, B2 og B4
    Skilmálatöflu (2) fyrir svæði B1-3 og B2 bætt við á skipulagsuppdrætti.
    Aðkoma að bílakjallara gerð skýrari.
    Bílastæðafjöldi í skilmálatöflu og greinargerð samræmd.
    Tillagan dags. 1. október 2020 og breytt 15. september var samþykkt og vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarráðs 23. september var erindinu vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28. september 2021 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest.
    Samþykkt deiliskipulag dags. 1. október 2020 og breytt 15. september 2021 er lagt fram að nýju ásamt bréfi Skipulagsstofnunar dags. 9. nóvember 2021 þar sem fram kemur að farið hafi verið yfir framlögð gögn fyrir deiliskipulag miðbæjar Kópavogs, Reiti B1-1, B2, B2 og B1-3 sem samþykkt var í bæjarstjórn 28. september 2021 og tekið fram að áður en samþykkt deiliskipulagsins er auglýst til gildistöku í B- deild Stjórnartíðinda telji stofnunin að Kópavogsbær þurfi að yfirfara og bregðast við tilgreindum atriðum í bréfinu.
    Þá lögð fram leiðrétt tillaga Pálmars Kristmundssonar, arkitekts dags. 1. október 2020 og breytt 15. september 2021 og leiðrétt 3. desember 2021 að deiliskipulagi fyrir Fannborgarreit og Traðarreit-vestur á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Þar er brugðist er við ábendingum Skipulagsstofnunar sem fram komu í bréfi dags. 9. nóv. sl. og eftirfarandi lagfæringar gerðar.
    Reitir deiliskipulags B1-1 B1-3, B2 og B4 skilgreindir betur.
    Götuheiti Hrímborgar bætt inn á skipulagsuppdrátt nr. 1.00 sem og staðföngum fyrir Fannborg 2. Heiti Mannlífsáss leiðrétt.
    Tákn fyrir innkeyrslur í bílakjallara leiðrétt og skilmálatafla hvað varðar stærðir lóða og húsa. Aðkoma að lóðum leiðrétt þar sem við á og dálkar fyrir nýtingarhlutfall feldir út.
    Sérskilmálum bætt við skipulagsuppdrátt nr. 1.00 og uppfærsludagsetning sett inn.
    Listi yfir gögn deiliskipulagsins bætt inn á skipulagsuppdrátt nr. 1.00.
    Skilmálasneiðingu F-F bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 2.00 sem og lykilmynd með sniðtáknum.
    Uppfærsludagsetning bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 2.00.
    Listi yfir fylgigögn gerður ítarlegri í greinargerð skipulags (skipulagsskilmálar) og texti uppfærður í samræmi við 8. breytingu Aðalskipulags Kópavogs 2012-2024.
    Texti í greinargerð um skipulagssvæðið uppfærður í samræmi við sérskilmála fyrir reiti B1-3 og B2.
    Lóðin Fannborg 8 og svæðið sunnan hennar skilgreind sem hluti af reit B1-3.
    Kafli 5.26 í greinargerð skipulags (skipulagsskilmála) sem fjalla um framkvæmdatíma og áfangaskiptingu uppfærður með ítarlegri upplýsingu, m.a. um aðgengismál og samþykktir.
    Settur inn í greinargerð skipulags (skipulagsskilmála) nýr kafli 5.27 sem fjallar nánar um aðkomu í bílakjallara reits B1-1.
    Almennir skilmálar uppfærðir fyrir reiti B1-3 og B2 með tillit til þeirra áhrifa sem framkvæmdir á reitum B1-1 og B4 munu hafa á þá. Einnig er nú vísað í sérskilmála sem nú hefur verið bætt við deiliskipulagsuppdrátt nr. 1.00 fyrir B1-3 og B2.
    Í greinargerð skipulags (skipulagsskilmálum) hefur leiðréttum uppdráttum verið skipt út.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 110 Skipulagsráð samþykkir framlagða tilllögu að deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags 15. september 2021 og lagfæringum dags. 3. desember 2021 ásamt fylgigögnum og greinargerð með endanlegri áætlun dags. 3. desember 2021 með fjórum atkvæðum. Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Fundarhlé kl. 16:56
    Fundi framhaldið kl. 17:11

    Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Einari Erni Þorvarðarsyni og Bergljótu Kristinsdóttur: „Undirrituð telja óábyrgt að samþykkja deiliskipulag þegar fyrir liggur að ekki hefur náðst samkomulag við íbúa á svæðinu um útfærslu á aðgengi hreyfihamlaðra frá bílakjallara. Fari það svo að íbúar í Fannborg 1-9 hafni uppsetningu lyftu sem tengist eigninni, verður ekki hægt að uppfylla byggingarreglugerð um aðgengi og það myndi því setja alla framkvæmdina í uppnám. Í versta falli gæti farið svo að það þyrfti að gera umfangsmiklar breytingar á deiliskipulaginu svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Skynsamlegra væri að leysa málið í sátt við íbúa áður en lengra er haldið, en íbúar hafa kallað eftir samráðsfundi síðast með bréfi dags. 29. júlí síðastliðinn sem ekki hefur verið orðið við.“

    Fundarhlé kl. 17:12
    Fundi framhaldið kl. 17:17

    Bókun frá Helgu Hauksdóttur, Hjördísi Ýr Johnson, Kristni Degi Gissurarsyni og J. Júlíusi Hafstein: „Með sérstöku samkomulagi Kópavogsbæjar við lóðarhafa, samþykktu í bæjarráði dags. 26. október sl., er kveðið á um samráðsvettvang framkvæmdaðila, íbúa og bæjarins, m.a. varðandi aðgengi íbúa og annarra hagsmunaaðila á svæðinu.“

    Niðurstaða Tillaga Péturs H. Sigurðssonar og Donötu H. Bukowsku:
    "Undirrituð leggja til að framlögð tillaga um Hamraborg - Miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur með áorðnum breytingum dags 15. september 2021 og lagfæringum dags. 3. desember 2021 verði felld."

    Greinargerð með tillögu.
    Ein af forsendum í samningi Kópavogsbæjar við kaupanda lóðanna er að alveg frá byrjun verði haft samráð við alla hagsmunaaðila þar með talda íbúa sem búa á svæðinu. Það samráð sem lofað var átti sér aldrei stað, heldur létu verktakar teikna upp sínar hugmyndir án aðkomu annarra íbúa. Fjölmargar athugasemdir hafa borist frá íbúum sem þessi deiliskipulagstillaga hefur bein áhrif á. Íbúar og samtök þeirra hafa ítrekað beðið um fundi til að ræða tillöguna en ekki verið svarað. Því er eðlilegt að hafna núverandi hugmyndum og byrja upp á nýtt, í samráði við íbúa svæðisins eins og lofað var í upphafi.
    Fjölmargar athugasemdir Skipulagsstofnunar hafa borist við tillöguna, nú síðast með bréfi frá 9. nóvember þar sem gerðar eru 32 athugasemdir, hvorki fleiri né færri. Eftir slíka útreið er ætlast til að bæjarstjórn samþykki tillögu að deiliskipulagi rétt liðlega mánuði síðar.
    Af þeim gögnum sem liggja fyrir verður ekki ráðið að hægt verði að tryggja aðgengi fatlaðra á framkvæmdatíma. Vakin er athygli á bókun í bæjarstjórn frá 25.5 2021 sem samþykkt var samhljóða: Bókun bæjarstjórnar: "Að gefnu tilefni áréttar bæjarstjórn að aðgengi íbúa að bílastæðum, þar með talið bílastæðum fyrir hreyfihamlaða, verður tryggt á framkvæmdatíma".
    Ábending Skipulagsstofnunnar nr. 30 Aðgengi fatlaðs fólks.
    Skipulagsstofnun hefur borist erindi hagsmunaaðila á skipulagssvæðinu varðandi aðgengi fatlaðs fólks þar sem fram kemur að íbúar á svæðinu hafa verulega hagsmuni af því að aðgengi hreyfihamlaðra sé tryggt og uppi eru verulegar áhyggjur af aðgengismálum hreyfihamlaðra með nýju deiliskipulagi, sérstaklega á framkvæmdatímanum.
    Svör skipulagsdeildar. Svar nr. 30.
    Það er á ábyrgð byggingarfulltrúa að fylgja eftir reglum um algilda hönnun.
    Eins og fram kemur í athugasemd skipulagsstofnunar og í svörum Kópavogsbæjar er aðgengi fatlaðra á framkvæmdatíma ekki tryggt, þrátt fyrir að lóðarhafi hafi haft marga mánuði til að gera bragarbætur á aðgengismálum. Það bendir til þess að þau mál verði ekki leyst með fullnægjandi hætti og ætlunin sé að keyra málið í gegn án þess að uppfylla þessar kröfur.
    Ef bæjarstjórn ætlar að halda fast við bókun sína frá 15.5.201 er ekki hægt að samþykkja tillöguna.

    Að lokum að þá er eðlilegra og vænlegra til árangurs að deiliskipuleggja allt miðbæjarsvæðið í stað þess bútasaums sem hér liggur fyrir og þá hafa þeir aðilar sem keyptu Fannborg 2, 4 og 6 aðkomu að slíkri vinnu til jafns við aðra íbúa og hagsmunaaðila í miðbænum.

    Af ofangreindu má því ráða að eðlilegast sé að samþykkja ekki núverandi deiliskipulagstillögu, heldur fara aftur að teikniborðinu í samstarfi við alla hagaðila, íbúa, fyrirtækjaeigendur á staðnum og bæjaryfirvöld.
    Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
    Donata H. Bukowska bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar

    Tillaga Péturs H. Sigurðssonar og Donötu H. Bukowsku er felld með sex atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Donötu H. Bukowsku og Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar.

    Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur um að deiliskipulagstillögunni verði frestað og boðað verði til samráðsfundar svo það megi leysa það sem út af stendur áður en lengra er haldið
    Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur er felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Donötu H. Bukowsku, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.


    Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Donötu H. Bukowsku, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.
  • 14.8 2111941 Hafnarbraut 13a og 13b. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Hauks Einarssonar eiganda Álfhóls gistingu ehf. lóðarhafa að Hafnarbrautar 13a og 13b um breytingu á deiliskipulagi. Óskað er eftir að tveimur skrifstofurýmum sem staðsett eru á jarðhæð, samtals 230 m², verði breytt í tvær fjögurra herbergja íbúðir. Tillaga að uppdrætti í mkv. 1:100 dags, 4. nóvember 2021, umsókn ásamt greinargerð og yfirlýsing allra lóðarhafa. Niðurstaða Skipulagsráð - 110 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Guðmundar G. Geirdal og hafnar erindinu.
  • 14.9 21111120 Þinghólsbraut 56. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram erindi Guðmundar Jónssonar byggingafræðings dags. 2. nóvember 2021 f.h. lóðarhafa Þinghólsbrautar 56. Óskað er eftir leyfi til að falla frá núverandi innbyggðri bílageymslu yfir í 53,8 m² stakstæða bílageymslu upp að götu. Niðurstaða Skipulagsráð - 110 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 14.13 2110222 Álfhólsvegur 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Evu Huldar Friðriksdóttur arkitekts dags. 8. september 2021 f.h. lóðarhafa Álfhólsvegar 20. Sótt er um leyfi til að koma fyrir óupphituðu 22,5 m² gróðurhúsi í garðrými Álfhólsvegar 20. Undirritað samþykki meðeigenda liggur fyrir að hluta. Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 8. september 2021. Kynningartíma lauk 29. nóvember 2021. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 110 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 14.15 2111223 Flesjakór 13. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Flesjakórs 13 dags. 8. nóvember 2021 þar sem óskað er eftir að taka niður kanstein og koma fyrir bílastæði á lóð. Skv. mæliblaði dags. 24. júlí 2003 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóðar liggur fyrir. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 8. nóvember 2021. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. desember 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 110 Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að öllu leyti á kostnað lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 14.16 2111343 Þinghólsbraut 70. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Noland arkitekta dags. 26. október 2021 f.h. lóðarhafa Þinghólsbrautar 70. Sótt er um leyfi til að byggja 12,3 m² viðbyggingu á suðvesturhlið hússins. Núverandi íbúðarhús er skráð 203 m². Lóðarstærð er 607 m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,33. Heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 215,3 m² sem mun gera nýtingarhlutfallið 35. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Þinghólsbrautar 63 til 69 og 71 til 74 er 0,32 (minnst 0,10 og mest 56). Uppdráttur og skýringar í mkv. 1:50 dags. 26. október 2021. Kynningartíma átti að ljúka 17. desember 2021 en var styttur sbr. 3 mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lagt fram undirritað samþykki hagsmunaaðila. Niðurstaða Skipulagsráð - 110 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 14.17 2108266 Hrauntunga 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
    Lagt fram að nýju erindi Marcos Zoles arkitekts fyrir hönd lóðarhafa Hrauntungu 23 dags. 21. maí 2021. Óskað er eftir leyfi til að byggja 21m² viðbyggingu og port í kjallarahæð til austurs við íbúðarhús. Gengið er úr alrými í kjallara aðalhúss út í port. Hringstigi tengir port við verönd á efri hæð. Gengið er úr bílskúr út í port og glugga hefur verið bætt við. Stoðveggur er á lóðarmörkum til austurs sem snúa að Hrauntungu 25 og utan um viðbyggingu. Viðbyggingin svipar til núverandi húss í uppbyggingu og útliti.
    Núverandi íbúðarhús er skráð 241m². Núverandi nýtingarhlutfall er 0,35. Lóðarstærð er 684m² og heildarbyggingarmagn á lóð eftir breytingu verður 262m² sem mun gefa nýtingarhlutfallið 0,38. Meðaltalsnýtingarhlutfall á lóðum Hrauntungu 13-21 er 0,31 (lægst 0,22 og hæðst 0,40). Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 21. maí 2021. Kynningartíma lauk 11. október 2021. Athugasemd barst. Þá lögð fram yfirlýsing lóðarhafa að Hrauntungu 23, undirrituð af þeim og lóðarhafa aðliggjandi lóðar.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 110 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

15.2111016F - Ungmennaráð - 26. fundur frá 22.11.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.2111018F - Velferðarráð - 93. fundur frá 22.11.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.2112020 - Fundargerð 271. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.11.2021

Fundargerð Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis lögð fram.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.21111637 - Fundargerð ársfunda byggðarsamlaganna frá 12.11.2021

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.21111633 - Fundargerð 45. aðalfundar stjórnar SSH frá 12.11.2021

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2112288 - Fundargerð 103. fundar svæðisskipulagsnefndar frá 26.11.2021

Fundargerð í tveimur liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2111717 - Fundargerð verkefnahóps um uppbyggingu á Skíðasvæðunum frá 20.10.2021

Fundagerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.21111733 - Fundargerð 903. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 26.11.2021

Fundargerð í 17 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.21111146 - Fundargerð 395. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 10.11.2021

Fundargerð í sex liðum.
Lagt fram.
Fylgiskjöl:

Önnur mál fundargerðir

24.21111423 - Fundargerð 348. fundar stjórnar Strætó frá 19.11.2021

Fundargerð í níu liðum.
Lagt fram.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fella niður reglulegan fund bæjarstjórnar þann 28. desember 2021.

Fundi slitið - kl. 20:41.