Fundargerð í 18 liðum.
14.4
2002204
Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Deiliskipulag. Lagt fram svar við athugasemdum Skipulagsstofnunar.
Niðurstaða Skipulagsráð - 110
Skipulagsráð samþykkir framlagða tilllögu að deiliskipulagi með áorðnum breytingum dags 15. september 2021 og lagfæringum dags. 3. desember 2021 ásamt fylgigögnum og greinargerð með endanlegri áætlun dags. 3. desember 2021 með fjórum atkvæðum. Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir og Bergljót Kristinsdóttir greiddu atkvæði gegn tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Fundarhlé kl. 16:56
Fundi framhaldið kl. 17:11
Bókun frá Sigurbjörgu Erlu Egilsdóttur, Einari Erni Þorvarðarsyni og Bergljótu Kristinsdóttur: „Undirrituð telja óábyrgt að samþykkja deiliskipulag þegar fyrir liggur að ekki hefur náðst samkomulag við íbúa á svæðinu um útfærslu á aðgengi hreyfihamlaðra frá bílakjallara. Fari það svo að íbúar í Fannborg 1-9 hafni uppsetningu lyftu sem tengist eigninni, verður ekki hægt að uppfylla byggingarreglugerð um aðgengi og það myndi því setja alla framkvæmdina í uppnám. Í versta falli gæti farið svo að það þyrfti að gera umfangsmiklar breytingar á deiliskipulaginu svo hægt sé að hefja framkvæmdir. Skynsamlegra væri að leysa málið í sátt við íbúa áður en lengra er haldið, en íbúar hafa kallað eftir samráðsfundi síðast með bréfi dags. 29. júlí síðastliðinn sem ekki hefur verið orðið við.“
Fundarhlé kl. 17:12
Fundi framhaldið kl. 17:17
Bókun frá Helgu Hauksdóttur, Hjördísi Ýr Johnson, Kristni Degi Gissurarsyni og J. Júlíusi Hafstein: „Með sérstöku samkomulagi Kópavogsbæjar við lóðarhafa, samþykktu í bæjarráði dags. 26. október sl., er kveðið á um samráðsvettvang framkvæmdaðila, íbúa og bæjarins, m.a. varðandi aðgengi íbúa og annarra hagsmunaaðila á svæðinu.“
Niðurstaða
Tillaga Péturs H. Sigurðssonar og Donötu H. Bukowsku:
"Undirrituð leggja til að framlögð tillaga um Hamraborg - Miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur með áorðnum breytingum dags 15. september 2021 og lagfæringum dags. 3. desember 2021 verði felld."
Greinargerð með tillögu.
Ein af forsendum í samningi Kópavogsbæjar við kaupanda lóðanna er að alveg frá byrjun verði haft samráð við alla hagsmunaaðila þar með talda íbúa sem búa á svæðinu. Það samráð sem lofað var átti sér aldrei stað, heldur létu verktakar teikna upp sínar hugmyndir án aðkomu annarra íbúa. Fjölmargar athugasemdir hafa borist frá íbúum sem þessi deiliskipulagstillaga hefur bein áhrif á. Íbúar og samtök þeirra hafa ítrekað beðið um fundi til að ræða tillöguna en ekki verið svarað. Því er eðlilegt að hafna núverandi hugmyndum og byrja upp á nýtt, í samráði við íbúa svæðisins eins og lofað var í upphafi.
Fjölmargar athugasemdir Skipulagsstofnunar hafa borist við tillöguna, nú síðast með bréfi frá 9. nóvember þar sem gerðar eru 32 athugasemdir, hvorki fleiri né færri. Eftir slíka útreið er ætlast til að bæjarstjórn samþykki tillögu að deiliskipulagi rétt liðlega mánuði síðar.
Af þeim gögnum sem liggja fyrir verður ekki ráðið að hægt verði að tryggja aðgengi fatlaðra á framkvæmdatíma. Vakin er athygli á bókun í bæjarstjórn frá 25.5 2021 sem samþykkt var samhljóða: Bókun bæjarstjórnar: "Að gefnu tilefni áréttar bæjarstjórn að aðgengi íbúa að bílastæðum, þar með talið bílastæðum fyrir hreyfihamlaða, verður tryggt á framkvæmdatíma".
Ábending Skipulagsstofnunnar nr. 30 Aðgengi fatlaðs fólks.
Skipulagsstofnun hefur borist erindi hagsmunaaðila á skipulagssvæðinu varðandi aðgengi fatlaðs fólks þar sem fram kemur að íbúar á svæðinu hafa verulega hagsmuni af því að aðgengi hreyfihamlaðra sé tryggt og uppi eru verulegar áhyggjur af aðgengismálum hreyfihamlaðra með nýju deiliskipulagi, sérstaklega á framkvæmdatímanum.
Svör skipulagsdeildar. Svar nr. 30.
Það er á ábyrgð byggingarfulltrúa að fylgja eftir reglum um algilda hönnun.
Eins og fram kemur í athugasemd skipulagsstofnunar og í svörum Kópavogsbæjar er aðgengi fatlaðra á framkvæmdatíma ekki tryggt, þrátt fyrir að lóðarhafi hafi haft marga mánuði til að gera bragarbætur á aðgengismálum. Það bendir til þess að þau mál verði ekki leyst með fullnægjandi hætti og ætlunin sé að keyra málið í gegn án þess að uppfylla þessar kröfur.
Ef bæjarstjórn ætlar að halda fast við bókun sína frá 15.5.201 er ekki hægt að samþykkja tillöguna.
Að lokum að þá er eðlilegra og vænlegra til árangurs að deiliskipuleggja allt miðbæjarsvæðið í stað þess bútasaums sem hér liggur fyrir og þá hafa þeir aðilar sem keyptu Fannborg 2, 4 og 6 aðkomu að slíkri vinnu til jafns við aðra íbúa og hagsmunaaðila í miðbænum.
Af ofangreindu má því ráða að eðlilegast sé að samþykkja ekki núverandi deiliskipulagstillögu, heldur fara aftur að teikniborðinu í samstarfi við alla hagaðila, íbúa, fyrirtækjaeigendur á staðnum og bæjaryfirvöld.
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Donata H. Bukowska bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar
Tillaga Péturs H. Sigurðssonar og Donötu H. Bukowsku er felld með sex atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Donötu H. Bukowsku og Sigurbjargar E. Egilsdóttur og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Einars A. Þorvarðarsonar.
Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur um að deiliskipulagstillögunni verði frestað og boðað verði til samráðsfundar svo það megi leysa það sem út af stendur áður en lengra er haldið
Tillaga Sigurbjargar E. Egilsdóttur er felld með 6 atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Donötu H. Bukowsku, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með sex atkvæðum gegn atkvæðum Péturs H. Sigurðssonar, Donötu H. Bukowsku, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar og Sigurbjargar E. Egilsdóttur.
14.8
2111941
Hafnarbraut 13a og 13b. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulagsráð - 110
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Guðmundar G. Geirdal og hafnar erindinu.
14.9
21111120
Þinghólsbraut 56. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 110
Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
14.13
2110222
Álfhólsvegur 20. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 110
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
14.15
2111223
Flesjakór 13. Breytt aðkoma að bílastæði.
Niðurstaða Skipulagsráð - 110
Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði framkvæmdin að öllu leyti á kostnað lóðarhafa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
14.16
2111343
Þinghólsbraut 70. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 110
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
14.17
2108266
Hrauntunga 23. Kynning á byggingarleyfisumsókn.
Niðurstaða Skipulagsráð - 110
Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.