Bæjarstjórn

1244. fundur 12. október 2021 kl. 16:00 - 19:01 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2106799 - Stefnumótun og fjárhagsáætlunargerð 2022

Lögð fram drög að stefnum sviða til seinni umræðu.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum stefnu umhverfissviðs
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum stefnu menntasviðs
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum stefnu velferðarsviðs
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum stefnu stjórnsýslusviðs
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum stefnu fjármálasviðs

Önnur mál fundargerðir

2.2109013F - Bæjarráð - 3060. fundur frá 30.09.2021

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.2109028F - Bæjarráð - 3061. fundur frá 07.10.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundarhlé hófst kl. 16:48, fundi fram haldið kl. 16:52
Fundarhlé hófst kl. 17:15, fundi fram haldið kl. 17:37
Fundarhlé hófst kl. 17:52, fundi fram haldið kl. 18:23

Bókun:
"Undirrituð gera kröfu um að samkomulag við Árkór um uppbyggingu á reit B1-1 verði lagt fyrir Skipulagsráð til umsagnar áður en það hlítur samþykkt bæjarstjórnar. Þar hefur deiliskipulagið verið unnið og því eðlilegt að samkomulagið fái umfjöllun í Skipulagsráði. Jafnframt er gerð krafa um að haldinn verði fundur með íbúum við uppbyggingarreitinn þar sem íbúar fá tækifæri til að gefa sitt álit. Íbúar hafa þegar óskað bréflega eftir slíkum fundi. Íbúum í grennd hefur verið haldið utan við allar umræður um uppbyggingu á svæðinu síðustu mánuði og eru uggandi um sinn hag."

Bergljót Kristinsdóttir bæjarfulltrúi
Pétur Hrafn Sigurðsson bæjarfulltrúi


  • 3.1 2110083 Geirland. Forkaupsréttur
    Frá bæjarritara, dags. 4. október 2021, óskað er eftir afstöðu til forkaupsréttar að lögbýlinu Geirland. Niðurstaða Bæjarráð - 3061 Bæjarráð samþykkir með fimm atvkæðum að vísa málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að nýta forkaupsrétt að Geirlandi.

Fundargerð

4.2109026F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 326. fundur frá 24.09.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir með 11 atkvæðum afgreiðslur byggingarfulltrúa.

Fundargerð

5.2110005F - Forsætisnefnd - 185. fundur frá 07.10.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.2109017F - Leikskólanefnd - 134. fundur frá 23.09.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

7.2109016F - Íþróttaráð - 115. fundur frá 22.09.2021

Fundargerð í 3 liðum
lagt fram

Fundargerð

8.2109018F - Skipulagsráð - 106. fundur frá 04.10.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.
  • 8.3 2105939 Breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókn um framkvæmdarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu umsókn Vegagerðarinnar dags. 27. maí 2021 með breytingum dags. í júlí 2021 um framkvæmdaleyfi fyrir breikkun Suðurlandsvegar frá Fossvöllum að Lögbergsbrekku. Umsókninni fylgir framkvæmdarlýsing dags. í júlí 2021, uppdrættir í mkv. 1:10.000 dags. 21. apríl 2021, matsskýrsla dags. í júní 2009, áhættumat vatnsverndar dags. í maí 2021, jarðkönnun dags í nóvember 2008 ásamt fylgigögnum. Kynningartíma lauk 17. september 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Þá er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 106 Skipulagsráð samþykkir erindið með þeim takmörkunum að aðeins sé um að ræða byggingu vegarins og að hann verði tekinn í notkun samhliða síðasta hluta áfangans. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 8.4 1907192 Kleifakór 2-4. Nýr íbúðakjarni fyrir fatlaða. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu deiliskipulagi Hörðuvalla sem samþykkt var í bæjarráði 24. júlí 2003 m.s.br. og birt í B- deild Stjórnartíðinda þann 12. nóv. 2003.
    Í breytingunni felst að afmörkun deiliskipulagsins er breytt og ná mörk þess nú yfir lóðirnar við Kleifakór 2 og 4. Þar er stofnuð lóðin Kleifakór 2 sem verður um 2.480 m2 að stærð og komið fyrir 7 þjónustuíbúðum fyrir fatlaða einstaklinga í húsi sem verður á einni hæð með hámarks hæð 4,5 metra og hámarksbyggingarmagni allt að 600 m2. Tillagan gerir ráð fyrir 15 bílastæðum á lóð og inngangi á austurhlið hússins og sólstofu við vesturhlið þess. Tillagan var forkynnt fyrir lóðarhöfum Kleifakórs 1-25 og þeim gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum. Með erindinu fylgja athugasemdir frá hagsmunaaðilum og minnisblað skipulagsdeildar dags 23. febrúar 2021 um feril málsins, fundargerð frá samráðsfundi dags. 11. febrúar 2020 og umsögn velferðarsviðs um starfsemi íbúðarkjarna dags. 11. ágúst 2020. Erindið var lagt fyrir ásamt innsendum athugasemdum fund skipulagsráðs þann 17. maí 2021 og skipulagsdeild falið að gera umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsráðs 4. október 2021 er lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 1. október 2021 ásamt breyttu erindi dags. 19. mars 2021 með frekari breytingum dags 4. október 2021 þar sem komið er til móts við hluta innsendra athugasemda, hús lækkað í landi, lóð stölluð og texti í greinargerð lagfærður með því að tilgreina betur áhrif breytingarinnar á umhverfið og ítarlegri rök fyrir breytingunni sett fram. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 106 Skipulagsráð samþykkir erindið með áorðnum breytingum dags. 17. mars 2021 og 4. október 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

9.2109009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 145. fundur frá 21.09.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

10.2109022F - Velferðarráð - 90. fundur frá 27.09.2021

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2109934 - Fundargerð 269. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 27.09.2021

Fundargerð í 39 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2109867 - Fundargerð 454. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 06.09.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.


Bókun:
"Vegna bókunar stjórnar Sorpu bs. frá 6. september sl. og varðar útflutning á brennanlegu sorpi þá minnir undirrituð á að ekki er gert ráð fyrir fjármagni í fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 né til þriggja ára til Sorpu bs. vegna þessa útboðs. Ef til þess kemur að sveitarfélögin ákveða að hefja þennan útflutning þá gerir undirrituð ráð fyrir að slíkt erindi komi frá Sorpu bs. til afgreiðslu bæjarstjórnar Kópavogs. "
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Önnur mál fundargerðir

13.2109869 - Fundargerð 455. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 10.09.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2109870 - Fundargerð 456. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.09.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2110018 - Fundargerð 345. fundar stjórnar Strætó frá 24.09.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Dagskrármál

16.2101223 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að taka inn með afbrigðum viðauki nr. 8 við fjárhagsáætlun vegna nýtingu forkaupsréttar á kaupum Geirlands.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan viðauka.

Fundi slitið - kl. 19:01.