Bæjarstjórn

1237. fundur 11. maí 2021 kl. 16:00 - 19:09 Fjarfundur - Microsoft Teams
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.2103185 - Glaðheimar- vesturhluti. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram tillaga skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, til norðurs afmarkast það af fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut, Álalind 1-3 og til austurs af athafnasvæði við Askalind og Akralind og til suðurs afmarkast það af veghelgunarsvæði Arnarnesvegar. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að áður fyrirhugaðri byggð um miðbik deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 9 fjölbýlishús sem verða 3-12 hæða með um 468 íbúðum, leikskóla og opið svæði. Á norðurhluta skipulagssvæðisins nánar tiltekið við húsagötu A nr. 2-3 er fallið frá verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur efstu hæðum hússins (húsa) og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu öllu verður að hámarki 500 íbúðir. Í miðju skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir leikskóla. Suðvestan fyrirhugaðs Glaðheimavegar (á suðurhluta svæðisins) er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á 2 til 4 hæðum. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar um svæðið í framhaldi af Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist.Heildarstærð atvinnuhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 50.000 m2 en um 36.000 m2 án bílageymslna og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 89.000 m2. Stærð leikskóla er um 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er áætlað um 135.000 m2 þar af um 106.000 m2 án bílageymslna. Svæðisnýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.57 og 1.22 án bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 75 m2 í verslun og þjónustu og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði, geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,2 stæðum á hverja íbúð með gestastæðum. Miðað við 2,5 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar. Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 19. apríl 2021. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um forsendur fyrir bílaumferð dags. 15. apríl 2021, umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 19. apríl 2021 og skýrsla um áhrif nýs deiliskipulags Glaðheima á dags. 29. 3 2021 og áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 30. mars 2021 frá verkfræðistofunni Mannviti.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Viðaukatillaga:
"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að efnt verði til opinnar hugmyndasamkeppni á útfærslu Reykjanesbrautar milli Skógarlindar og Arnarnesvegar. Hugmyndin skal taka tillit til allra ferðamáta og fela í sér útfærslu um bætta hljóðvist og hvort mögulegt sé að þétta byggð við og yfir brautina með stokkalausnum án þess að skerða umferðaflæði við verslun og þjónustu í Smáranum. Samkeppnin skal unnin í samstarfi við Arkitektafélag Íslands og Verkfræðingafélag Íslands."

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

Dagskrármál

2.2002203 - Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.

Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. í apríl ásamt samantektum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að fresta málinu.

Dagskrármál

3.2105313 - Ráðning sviðsstjóra velferðarsviðs

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að taka málið á dagskrá með afbrigðum að beiðni Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að Sigrún Þórarinsdóttir verði ráðin sviðsstjóri velferðarsviðs.

Önnur mál fundargerðir

4.2104011F - Bæjarráð - 3044. fundur frá 29.04.2021

Fundargerð í 45 liðum.
Lagt fram.
  • 4.2 2104661 Tónahvarf 4, afturköllun úthlutunar.
    Frá bæjarlögmanni, dags. 26.04.2021, lagt fram erindi varðandi afturköllun úthlutunnar lóðarinnar að Tónahvarfi 4. Niðurstaða Bæjarráð - 3044 Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum afturköllun lóðarinnar.

Önnur mál fundargerðir

5.2104022F - Bæjarráð - 3045. fundur frá 06.05.2021

Fundargerð í 19 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.2104019F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 314. fundur frá 21.04.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

7.2104012F - Barnaverndarnefnd - 119. fundur frá 14.04.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

8.2105003F - Forsætisnefnd - 177. fundur frá 06.05.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.2104013F - Hafnarstjórn - 119. fundur frá 19.04.2021

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.2104007F - Íþróttaráð - 110. fundur frá 14.04.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.2104010F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 81. fundur frá 15.04.2021

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.2104009F - Leikskólanefnd - 128. fundur frá 15.04.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.2104015F - Lista- og menningarráð - 126. fundur frá 29.04.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.2104014F - Menntaráð - 77. fundur frá 20.04.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.2104023F - Menntaráð - 78. fundur frá 04.05.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.2103015F - Skipulagsráð - 96. fundur frá 19.04.2021

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.
  • 16.4 2101743 Kársnesskóli. Lausar kennslustofur.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga umhverfissviðs að breyttu fyrirkomulagi færanlegra kennslustofa við Kársnesskóla. Í breytingunni felst að komið verði fyrir tveimur færanlegum kennslustofum í viðbót við þær sem frir eru, ásamt tengibyggingu á suðurausturhluta skólalóðarinnar. Tillagan hefur jafnframt í för með sér tilfærslu á leiksvæði. Uppdráttur í mkv. 1:150 dags. í febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. mgr. 43. gr. skipulagslagar nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Vallargerðis 2, 4, 6, 8, 10, 12, 14, 16, 18 og Kópavogsbrautar 41, 43, 45, 47, 49, 51, 55, 57. Kynningartíma lauk 16. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 96 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.6 2011188 Mánalind 8. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Arnars Þórs Jónssonar arkitekts dags. 28. október 2020 fh. lóðarhafa Mánalindar 8 með ósk um breytingu á deiliskipulagi. Á lóðinni stendur 212,8 m2 steinsteypt einbýlishús, byggt 1999. Í breytingunni felst að reisa viðbyggingu á vesturhlið hússins, samtals 60,3 m2. Stækkunin á við um anddyri og bílskúr ásamt hluta af óútgröfnu rými á jarðhæð. Byggt verður yfir svalir og rýmið sem áður voru svalir verða hluti af stofu á efri hæð hússins. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:200 dags. 28. október 2020. Á fundi skipulagsráðs 16. nóvember 2020 var samþykkt með tilvísan í 2. gr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Mánalindar 6, 9, 10, 11, 12, 13, 15, 17, 19, Laxalindar 5, 7 og 9. Kynningartíma lauk 8. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 96 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.7 2010120 Gulaþing 23. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Einars Ólafssonar arkitekts, dags. 13. nóvember 2020 fh. lóðarhafa Gulaþings 23 þar sem óskað eftir breytingu á deiliskipulagi. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er heimilt að byggja einbýlishús á tveimur hæðum á lóðinni, heildarbyggingarmagn samtals 400 m2. Í framlögðu erindi er óskað eftir að breyta einbýlishúsi í parhús á tveimur hæðum með óbreyttu heildarbyggingarmagni þ.e. samtals 400 m2. Bílastæðum fjölgar úr þremur í fjögur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. nóvember 2020. Á fundi skipulagsráðs 7. desember 2020 var samþykkt að auglýsa framlagða tillögu með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 22. desember 2020 var afgreiðsla skipulagsráðs staðfest. Kynningartíma lauk 2. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartímanum. Niðurstaða Skipulagsráð - 96 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.8 2101741 Álfhólsvegur 53. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Birgis Teitssonar arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Álfhólsvegar 53. Óskað er eftir rífa skúr sem stendur á lóðinni og reisa samliggjandi bílgeymslu og vinnustofu, samtals 69,8 m2, við lóðarmörk Álfhólsvegar 51 og Löngubrekku 15. Undirritað samþykki lóðarhafa Álfhólsvegar 51, Löngubrekku 15, 15a og 17 liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 16. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 51, Löngubrekku 15, 15a, og 17. Kynningartíma lauk 8. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 96 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.9 2101471 Borgarholtsbraut 19. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Hrólfs Karls Cela arkitekts dags. 16. desember 2020 fh. lóðarhafa Borgarholtsbrautar 19. Á lóðinni stendur steinsteypt 243,7 m2 íbúðar- og verslunarhús byggt 1952 auk bílgeymslu sem í dag er notuð sem lagerrými. Óskað er eftir að íbúð á efri hæð hússins verði breytt í veitingarými og sameinuð veitingastað/bakaríi á jarðhæð hússins. Eftir breytingu verður veitingarýmið 214,2 m2. Auk þess verður komið fyrir brunastiga frá svölum á suðurhlið hússins. Uppdráttur í mkv. 1:100 dags. 16. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 1. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar. Þá lagt fram breytt erindi dags. 12. febrúar 2021. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingu fyrir lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 17, 17a, 20-24, Melgerðis 2, 4, 6 og Urðarbrautar 9. Kynningartíma lauk 26. mars 2021. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 29. mars 2021 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 16. apríl 2021 auk yfirlýsing frá lóðarhöfum Borgarholtsbrautar 19 dags. 15. apríl 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 96 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 16.10 2104170 Dimmuhvarf 3, 5, 7, 7A, 7B, 9B og Melahvarf 6, 8, 10, 12. Ósk um stækkun lóða.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Dimmuhvarfi 3, 5, 7, 7a, 7b, 9b og Melahvarfi 6, 8, 10 og 12 dags. 6. apríl 2021 þar sem óskað er eftir stækkun lóða inn á bæjarland sem húsin mynda hring utan um. Umrætt bæjarland er um 3000 m2 og eru óskir um lóðastækkanir breytilegar eftir lóðum. Dimmuhvarf 3 er í dag 3222 m2 en væri eftir breytingu 3281 m2. Dimmuhvarf 5 er í dag 1403 m2 en væri eftir breytingu 1888 m2. Dimmuhvarf 7 er í dag 852 m2 en væri eftir breytingu 1115 m2. Dimmuhvarf 7a er í dag 608,5 m2 en væri eftir breytingu 773,5 m2. Dimmuhvarf 7b er í dag 608,5 m2 en væri eftir breytingu 932,5 m2. Dimmuhvarf 9b er í dag 1032 m2 en væri eftir breytingu 1201 m2. Melahvarf 6 er í dag 1919 m2 en væri eftir breytingu 2891 m2. Melahvarf 8 er í dag 2891 m2 en væri eftir breytingu 3376 m2. Melahvarf 10 er í dag 2011 m2 en væri eftir breytingu 2482 m2. Melahvarf 12 er í dag 2255 m2 en væri eftir breytingu 2541 m2. Hagsmunaaðilar við Dimmuhvarf 9A og Melahvarf 4 eru samþykkir þessum tillögum en óska ekki eftir stækkun á sínum lóðum. Meðfylgjandi skýringarmyndir og undirritað samþykki lóðarhafa, dags. 6. apríl 2021. Auk þess lögð fram samantekt um hugmyndasöfnun um opin svæði frá verkefnastjóra íbúatengla dags. 3. mars 2021 og minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 16. apríl 2021.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 96 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Fundargerð

17.2104008F - Skipulagsráð - 98. fundur frá 03.05.2021

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 17.1 2103185 Glaðheimar - vesturhluti. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga skipulagsdeildar Kópavogs að breyttu deiliskipulagi vesturhluta Glaðheima (reit 1). Skipulagssvæðið, sem er 8.6 ha að flatarmáli, afmarkast af veghelgunarsvæði Reykjanesbrautar til vesturs, til norðurs afmarkast það af fyrirhugaðri tengibraut sem liggur frá gatnamótum Bæjarlindar og Glaðheimavegar að Reykjanesbraut, Álalind 1-3 og til austurs af athafnasvæði við Askalind og Akralind og til suðurs afmarkast það af veghelgunarsvæði Arnarnesvegar. Í gildandi deiliskipulagi frá 2009 er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á umræddu svæði samtals um 88.000 m2 ofanjarðar. Í breytingunni felst að áður fyrirhugaðri byggð um miðbik deiliskipulagssvæðisins er breytt úr atvinnuhúsnæði á 5-8 hæðum í 9 fjölbýlishús sem verða 3-12 hæða með um 468 íbúðum, leikskóla og opið svæði. Á norðurhluta skipulagssvæðisins nánar tiltekið við húsagötu A nr. 2-3 er fallið frá verslunar- og þjónustuhúsnæði á þremur efstu hæðum hússins (húsa) og þess í stað komið fyrir 32 íbúðum. Heildarfjöldi íbúða á svæðinu öllu verður að hámarki 500 íbúðir. Í miðju skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir leikskóla. Suðvestan fyrirhugaðs Glaðheimavegar (á suðurhluta svæðisins) er gert ráð fyrir 7 lóðum fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði á 2 til 4 hæðum. Byggingarreitir, lóðir og lóðastærðir verslunar- þjónustu og athafnahúsa breytast sem og aðkoma og fjöldi bílastæða. Auk þess er gert ráð fyrir að lega tengibrautar um svæðið í framhaldi af Glaðheimavegi að Arnarnesvegi breytist.Heildarstærð atvinnuhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 50.000 m2 en um 36.000 m2 án bílageymslna og heildarstærð íbúðarhúsnæðis með kjallara og bílageymslum er áætluð um 89.000 m2. Stærð leikskóla er um 1.500 m2. Heildar byggingarmagn á deiliskipulagssvæðinu er áætlað um 135.000 m2 þar af um 106.000 m2 án bílageymslna. Svæðisnýtingarhlutfall deiliskipulagssvæðisins miðað við heildarbyggingarmagn er áætlað um 1.57 og 1.22 án bílakjallara neðanjarðar. Gert er ráð fyrir einu stæði á hverja 75 m2 í verslun og þjónustu og einu stæði á hverja 100 m2 í atvinnuhúsnæði, geymslu - og kjallararými. Reikna skal með 1,2 stæðum á hverja íbúð með gestastæðum. Miðað við 2,5 íbúa á íbúð er áætlað að á svæðinu verði um 1.250 íbúar.
    Uppdrættir í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð, skýringarmyndum, skipulagsskilmálum og skýringarhefti B dags. 19. apríl 2021. Með tillögunni fylgir minnisblað verkfræðistofunnar Mannvits um forsendur fyrir bílaumferð dags. 15. apríl 2021, umhverfismat og hljóðskýrsla dags. 19. apríl 2021 og skýrsla um áhrif nýs deiliskipulags Glaðheima á dags. 29. 3 2021 og áhættumat vegna loftslagsbreytinga dags. 30. mars 2021 frá verkfræðistofunni Mannviti.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Einar Örn Þorvarðarson situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Sjá afgreiðslu í dagskrárlið 1
  • 17.2 2002203 Hamraborg - miðbær. Fannborgarreitur og Traðarreitur vestur. Tillaga að breyttu aðalskipulagi.
    Lögð fram að nýju tillaga skipulagsdeildar að breyttu Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024 á miðbæjarsvæði Hamraborgar. Fyrirhugað skipulagssvæði afmarkast af Vallartröð í austur, Digranesvegi í suður, Digranesvegi 1, Hálsatorgi og Hamraborg 8 í vestur og Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur) í norður. Í gildandi aðalskipulagi er landnotkun á umræddu svæði, sem er um 4,3 ha að flatarmáli, skilgreind sem miðbæjarsvæði fyrir íbúðir, verslun og þjónustu. Í fyrirhugaðri aðalskipulagsbreytingu verður landnotkun svæðisins áfram skilgreind sem miðbæjarsvæði auk þess sem það verður skilgreint sem nýtt þróunarsvæði (þéttingarsvæði). Jafnframt er talnagrunni aðalskipulagsins breytt. Í framlagðri tillögu er miðað við að núverandi byggingar á lóðunum Fannborg 2, 4 og 6 (gömlu bæjarskrifstofurnar) á reit B1-1 í rammahluta aðalskipulagsins verði rifnar og nýjar byggingar reistar í þeirra stað fyrir allt að 270 íbúðir ásamt verslun og þjónustu alls um 18.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,04 og með bílastæðakjallara um 3,56. Hámarksfjöldi bílastæða á reitnum er 1 bílastæði fyrir hverja íbúð og fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 100 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 100 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Í tillögunni er auk þess gert ráð fyrir breytingum á sk. Traðarreit - vestur, reit B4 í rammahluta aðalskipulagsins, þar sem núverandi íbúðarhús við Neðstutröð 2, 4, 6, 8 og Vallartröð 1, 3, 5 og 7 verði rifin og nýtt húsnæði byggð í þeirra stað fyrir allt að 280 íbúðir auk húsnæðis fyrir verslanir og þjónustu alls um 22.000 m2. Nýtingarhlutfall ofanjarðar er áætlað um 2,42 og með bílastæðakjallara um 3,90. Hámarksfjöldi bílastæða á reit B4 er 1.25 bílastæði fyrir hverja íbúð á reitnum. Hámarksfjöldi bílastæði fyrir verslunar- og þjónustuhúsnæði er 1 bílstæði fyrir hverja 75 m2 verslunar og þjónustuhúsnæðis á reitnum. Heimild er fyrir allt að 200 bílastæðum fyrir verslun- og þjónustu og aðliggjandi byggð á skipulagssvæðinu á reitnum í bílakjallara. Lágmarksfjöldi reiðhjólastæða á reitnum er 2 reiðhjólastæði á íbúð og 1 reiðhjólastæði fyrir hverja 75 m2 verslunar- og þjónustuhúsnæðis. Gert er ráð fyrir bílastæðum neðanjarðar. Ekki eru ráðgerðar breytingar við Hamraborg 10 til 38 (sléttar tölur), við Fannborg 1 til 9 (oddatölur) og Digranesvegi 5 og 7 þ.e. á reitum B1-3 og B2 í rammahluta aðalskipulagsins. Tillagan er sett fram í greinargerð þar sem m.a. er fjallað um núgildandi stefnu skipulagsins, tengsl við aðrar skipulagsáætlanir s.s. svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins, forsendur og markmið fyrirhugaðra breytinga, umhverfisáhrif, samráð og kynningarferli. Er tillagan dags. Tillagan er sett fram í greinagerð dags. 11. ágúst 2020. Kynningartíma lauk 2. mars 2021. Þá lagðar fram athugasemdir og ábendingar sem bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 15. mars 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. í apríl ásamt samantektum. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu að breyttu aðalskipulagi ásamt umsögnum í greinargerð dags. 22. apríl 2021. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Sjá afgreiðslu í dagskrárlið 2.
  • 17.4 2102874 Auðbrekka 9-11. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal arkitekts dags. 26. febrúar 2021 fh. lóðarhafa Auðbrekku 9-11 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst að atvinnuhúsnæði á neðstu hæð hússins verði skráð sem íbúðarhúsnæði. Gert er ráð fyrir að koma fyrir 9 stúdíóíbúðum í rýminu, hver um sig 46 m2 ásamt 17 m2 geymslulofti. Íbúðunum fylgja 11 bílastæði og eru þau öll innan lóðar. Að öðru leiti er vísað til gildandi deiliskipulagsskilmála. Samþykki lóðarhafa í húsinu liggur fyrir. Uppdrættir í mkv. 1:1000 dags. 1. mars 2021. Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt að framlögð tillaga verði grenndarkynnt í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 3a, 3-5, 7, 9-11, 13, 15, Dalbrekku 2, 4-6, 8, 10, 12 , 14 og Skeljabrekku 4. Kynningartíma lauk 15. apríl 2021. Ábendingar og athugasemdir bárust á kynningartíma. Á fundi skipulagsráðs 19. apríl 2021 var afgreiðslu málsins frestað og vísað til umsagnar skipulagsdeildar. Þá lögð fram umsögn skipulagsdeildar dags. 3. maí 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Helga Hauksdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Helgu Hauksdóttur.
  • 17.5 2104754 Frostaþing 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Páls Gunnlaugssonar arkitekts dags. 28. apríl 2021 fh. lóðarhafa Frostaþings 1 þar sem óskað er eftir beyttu deiliskipulagi. Í breytingunni felst að komið er fyrir geymslu og hobbírými undir húsinu, í kjallara, samtals 138,8 m2 og tröppum á milli hæða. Auk þess er komið fyrir aðgengi út í garð um tröppur úr kjallara. Þá er óskað eftir að reisa 15 m2 smáhýsi, að hluta steinsteypt, á lóðinni sem er hugsað fyrir setustofu, saunu og salerni. Við hlið smáhýsinu er gert ráð fyrir heitum potti með niðurgröfnu lagnarými. Fyrir breytingu er húsið 291,1 m2 en verður 429,9 m2, með smáhýsinu meðtöldu 444,9 m2. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa liggur fyrir. Uppdráttur í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 27. janúar 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skiplagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 17.7 2101714 Álfhólsvegur 23. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju erindi Sigurðar Hafsteinssonar byggingartæknifræðings dags. 14. desember 2020 fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að gera breytingu á samþykktum teikningum byggingarfulltrúa frá 27. september 2019 sem gera ráð fyrir að komið verði fyrir fjölbýlishúsi á lóðinni með sex íbúðum á þremur hæðum. Í framlögðum byggingaráformum felst að anddyri fyrstu hæðar stækkar og aðkoma breytist, hvor íbúð á fyrstu hæð mun stækka úr 120,7 m2 í 126,7 m2. Á annarri hæð hússins eru gerðar breytingar á innra skipulagi þannig að hvor íbúð stækkar úr 110,8 m2 í 115 m2. Á þriðju hæð er einnig breyting á innra skipulagi sem verður til þess að hvor íbúð um sig minnkar lítillega, var 111,8 m2 en verður 109 m2. Útveggir eru lítillega breyttir, komið fyrir innskoti á suðurhlið þar sem anddyri verður komið fyrir og gluggar breytast í samræmi við breytt innra skipulag auk þess sem fyrirkomulagi svala er breytt. Fyrirhuguð heildarstærð nýbyggingarinnar verður 690 m2. Uppdrættir í mvk. 1:50 og 1:100 dags. 14. desember 2020. Á fundi skipulagsráðs 15. febrúar 2021 var afgreiðslu málsins frestað.
    Á fundi skipulagsráðs 1. mars 2021 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfhólsvegar 6, 6a, 8, 8a, 10, 10a, 12, 12a, 14, 14a, 16, 16a, 18, 18a, 19, 20, 20a, 21, 25 og 27, Löngubrekku 47 og Auðbrekku 12, 14, 16, 18 og 20. Kynningartíma lauk 30. apríl 2021. Engar ábendingar eða athugasemdir bárust á kynningartíma.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson og Bergljót Kristinsdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins.
    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 6 atkvæðum og hjásetu Sigurbjargar E. Egilsdóttur, Theódóru S. Þorsteinsdóttur, Einars A. Þorvarðarsonar, Péturs H. Sigurðssonar og Bergljótar Kristinsdóttur.
  • 17.10 2104749 Ennishvarf 8. Ósk um stækkun lóðar.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Ennishvarfs 8 dags. 27. apríl 2021 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til austurs, vestan við reiðstíg neðan við húsið, samtals uþb. 230 m2. Við Ennishvarf 8 stendur einbýlishús ásamt stakstæðu hesthúsi. Austan við hesthúsið er malarborið svæði á bæjarlandi og hefur svæðið verið notað sem aðkoma að hesthúsi lóðarhafa fyrir bíl og hestakerru, aðflutning á heyi og brottflutning á hrossataði. Erindi dags. 27. apríl 2021 ásamt skýringarmyndum. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 17.12 2104750 Álfkonuhvarf 15. Breytt aðkoma að bílastæði.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Álfkonuhvarfs 15 dags. 28. apríl 2021þar sem óskað er eftir að taka niður kantstein og koma fyrir bílastæði inn á lóð. Samkvæmt mæliblaði dags. 26. júlí 2002 er gert ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóðinni. Aðdragandi erindisins er sá að á áðurnefndu svæði á lóðinni var gróður í órækt sem nú er búið að fjarlægja og stefnt er að helluleggja svæðið og koma fyrir gróðurkerjum. Ljósastaur verður ekki fjarlægður. Samþykki lóðarhafa Álfkonuhvarfs 13 liggur fyrir. Erindi ásamt skýringarmyndum dags. 28. apríl 2021. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað vil afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kostnaður vegna framkvæmdarinnar greiðist af lóðarhafa. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 17.13 2104839 Fagrilundur. Standblakvöllur. Breytt fyrirkomulag.
    Lagt fram erindi umhverfissviðs dags. 28. apríl 2021 þar sem gerð er tillaga að breyttu fyrirkomulagi strandblakvalla á íþróttasvæðinu við Fagralund. Í tillögunni er völlunum fjölgað úr tveimur í fjóra samkvæmt ósk frá iðkendum og legu þeirra snúið svo að í stað þess að spilað sé í austur-vestur veri spilað í norður-suður. Fjölgun valla og breytt lega gerir það að verkum að hluti vallanna fer yfir sveitafélagamörk Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar. Niðurstaða Skipulagsráð - 98 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

    Bókun:
    "Það liggur ekki fyrir fjármögnun á þessu verkefni."
    Theódóra S. Þorsteinsdóttir.

Önnur mál fundargerðir

18.2104004F - Ungmennaráð - 23. fundur frá 21.04.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.2104021F - Velferðarráð - 83. fundur frá 26.04.2021

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.2104693 - Fundargerð 265. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.04.2021

Fundargerð í 37 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

21.2104753 - Fundargerð 392. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 21.03.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

22.2104440 - Fundargerð 224. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24.03.2021

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

23.2104441 - Fundargerð 225. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24.03.2021

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

24.2104442 - Fundargerð 226. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 26.03.2021

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

25.2104724 - Fundargerð 227. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 16.04.2021

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

26.2104603 - Fundargerð 523. fundar stjórnar SSH frá 12.04.2021

Fundargerð í 20 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

27.2104453 - Fundargerð 338. fundar stjórnar Strætó frá 09.04.2021

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

28.2104677 - Fundargerð 446. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 09.04.2021

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:09.