Bæjarstjórn

1206. fundur 10. desember 2019 kl. 13:30 - 14:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Fundargerð

1.1911018F - Bæjarráð - 2980. fundur frá 28.11.2019

Fundargerð í 25 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

2.1911024F - Bæjarráð - 2981. fundur frá 05.12.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 2.2 1809655 Jafnlaunastefna Kópavogsbæjar
    Frá starfsmannastjóra, lögð fram til samþykktar uppfærð jafnlaunastefna Kópavogsbæjar vegna jafnlaunavottunar. Niðurstaða Bæjarráð - 2981 Bæjarráð samþykkir framlagða jafnlaunastefnu fyrir Kópavogsbæ. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða jafnlaunastefnu Kópavogsbæjar.

Fundargerð

3.1911007F - Barnaverndarnefnd - 97. fundur frá 13.11.2019

Fundargerð í 7 liðum
Lagt fram.

Fundargerð

4.1912003F - Forsætisnefnd - 147. fundur frá 05.12.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

5.1911011F - Hafnarstjórn - 112. fundur frá 19.11.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

6.1911025F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 73. fundur frá 28.11.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1911012F - Leikskólanefnd - 113. fundur frá 21.11.2019

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.
  • 7.12 1409556 Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna.
    Umsókn um endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi í Kópavogi lögð fram til samþykktar. Niðurstaða Leikskólanefnd - 113 Leikskólanefnd samþykkir endurnýjun á leyfi til daggæslu barna í heimahúsi.

Fundargerð

8.1911014F - Menntaráð - 52. fundur frá 19.11.2019

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

9.1911008F - Skipulagsráð - 63. fundur frá 25.11.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

10.1911013F - Skipulagsráð - 64. fundur frá 02.12.2019

Fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.
  • 10.3 1907164 Brattatunga 1-9. Stækkun lóða.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi lóðarhafa Bröttutungu 1 dags. 5. júlí 2019 þar sem óskað er eftir stækkun lóðar til suðurs um 120 m2 sbr. uppdrætti og skýringarmyndir. Á fundi skipulagsráðs 29. júlí 2019 var afgreiðslu málsins frestaði og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Fimmtudaginn 26. september 2019 var haldin samráðsfundur með lóðarhöfum Bröttutungu 1-9 þar sem rætt var ósamræmi í lóðablöðum og lóðamörkum. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 dags. 7. október 2019. Á fundi skipulagsráðs 7. október 2019 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að breyttum lóðamörkum Bröttutungu 1-9 fyrir lóðarhöfum Bröttutungu 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 9, Digranesvegi 78, 80, Hlíðarvegi 57, 61 og 66. Kynningartíma lauk 29. nóvember 2019. Ábendingar bárust á kynningartímanum og búið er að bregðast við þeim. Niðurstaða Skipulagsráð - 64 Skipulagsráð samþykkir erindið enda verði settar ákveðnar kvaðir í lóðaleigusamning. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.6 1909366 Digranesheiði 31. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram erindi Kristins Ragnarssonar arkitekts dags. 23. júlí 2019 fh. lóðarhafa Digranesheiði 31. Í erindinu er óskað eftir að reisa 69,2 m² viðbyggingu ofan á staðsteyptan bílskúr með risþaki. Samkvæmt samþykktum teikningum var gert ráð fyrir viðbyggingu, með einhalla skúrþaks, ofan á staðsteyptan bílskúr. Þessi hluti var ekki framkvæmdur.
    Auk þess er óskað eftir að fá heimild til að breyta núverandi bílgeymslu í studíó íbúð. Alls verða þá þrjár íbúðir í húsinu og íbúafjöldi verða 6-8 manns. Uppdrættir í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 23. júlí 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 64 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hjásetu Jóns Finnbogasonar.

Önnur mál fundargerðir

11.1911666 - Fundargerð 186. fundar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 22.11.2019

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.1911017F - Ungmennaráð - 13. fundur frá 25.11.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.1901007F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 117. fundur frá 22.08.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

14.1901009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 118. fundur frá 03.09.2019

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1909009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 119. fundur frá 15.10.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

16.1910022F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 120. fundur frá 28.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

17.1910008F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 121. fundur frá 19.11.2019

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

18.1911022F - Velferðarráð - 54. fundur frá 25.11.2019

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Kosningar

19.18051244 - Kosningar í forsætisnefnd 2018-2022

Kosning varamanns í forsætisnefnd fyrir minnihluta.
Einar Ö. Þorvarðarson BF Viðreisn kemur inn sem varamaður í staðinn fyrir Bergljótu Kristinsdóttur Samfylkingu.

Fundi slitið - kl. 14:40.