Bæjarstjórn

1202. fundur 08. október 2019 kl. 16:00 - 18:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Baldur Þór Baldvinsson
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1910132 - Samkomulag um samgöngumál á höfuðborgarsvæðinu - fyrri umræða

Frá SSH, lagt fram til samþykktar samkomulag ríkis og SSH um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu 2019-2033 ásamt fylgigögnum.
Bæjarstjórn vísar afgreiðslu málsins til næsta fundar bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

Fundargerð

2.1909017F - Bæjarráð - 2971. fundur frá 26.09.2019

Fundargerð í 12 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

3.1909028F - Bæjarráð - 2972. fundur frá 03.10.2019

Fundargerð í 14 liðum.
Lagt fram.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar hvetja bæjarstjóra til að setja af stað vinnu strax við að greina hversu mörg fjöleignahús eru í Kópavogi án hleðslustöðva fyrir rafbíla, finni heppilegar staðsetningar fyrir hleðslustöðvar í öllum hverfum í Kópavogi og leiti samvinnu við Veitur um styrki við uppsetningu hleðslustöðva.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir"
  • 3.3 1909754 Vallakór 8 - gerð bílastæða
    Frá sviðsstjórum umhverfis- og menntasviðs, dags. 30. september, lagt fram erindi þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að útbúa bílastæði á lóð Vallarkórs 8. Niðurstaða Bæjarráð - 2972 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með átta atkvæðum að veita heimild til gerðar bílastæða á lóð Vallakórs 8. Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir og Hreiðar Oddsson greiddu ekki atkvæði.

    Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
    "Undirrituð treystir sér ekki til þess að greiða atkvæði með þessari framkvæmd í ljósi þess að hvorki liggja fyrir upplýsingar um þarfagreiningu né hvort samráð hafi verið við þá sem málið varðar.
    Theódóra Þorsteinsdóttir"

Fundargerð

4.1909011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 275. fundur frá 11.09.2019

Fundargerð í 18 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Fundargerð

5.1910003F - Forsætisnefnd - 143. fundur frá 03.10.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Fundargerð

6.1909015F - Leikskólanefnd - 110. fundur frá 19.09.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram

Fundargerð

7.1909012F - Menntaráð - 47. fundur frá 17.09.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1909522 - 13. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 27.08.2019

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1909747 - Fundargerð 413. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 27.09.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1909748 - Fundargerð 475. fundar stjórnar SSH frá 09.09.2019

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1909749 - Fundargerð 476. fundar stjórnar SSH frá 25.09.2019

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

12.1909019F - Ungmennaráð - 11. fundur frá 23.09.2019

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Fundargerð

13.1909021F - Velferðarráð - 50. fundur frá 23.09.2019

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:20.